„Við erum eiginlega bara miður okkar“ Snorri Másson skrifar 11. maí 2022 23:02 Dóra G. Wild, stjórnarmaður í Leikfélagi Mosfellssveitar, óttast mjög um afdrif bæjarleikhússins í Mosfellsbæ, sem stendur til að rífa. Vísir/Stefán Í bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ er hver sýning síðasta sýningin. Stjórnarmaður í leikfélaginu segir hræðilega tilhugsun að húsið þurfi að víkja fyrir blokk eða bílastæði. Á meðan tími gefst, er Maríu Guðmundsdóttur leikkonu minnst með reglulegri sýningu. Boðað er að í stað hússins, sem áður var áhaldahús bæjarins, komi blokk sambærileg þeim sem sjá má í innslaginu að ofan. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta er bara alveg hræðilegt. Við erum eiginlega bara miður okkar að þetta hús eigi að hverfa, hvort sem það er fyrir blokk eða bílastæði,“ segir Dóra G. Wild, stjórnarmaður í Leikfélagi Mosfellssveitar. „Við erum í raun og veru alltaf að sýna síðustu sýninguna, við vitum í raun og veru ekki hvað við verðum hérna lengi. Það er alltaf sagt: Þið verðið hérna þar til við erum búin að finna eitthvað nýtt,“ segir Dóra. Það sem hefur verið lagt til að er að starfsemi leikfélagsins færist í menningarkjarna í næstu götu ásamt annarri starfsemi, Hlégarð. Það segir Dóra að henti leikfélaginu ekki - og hvetur frambjóðendur til að endurhugsa málið. Á meðan endanleg ákvörðun liggur ekki fyrir lifir leikfélagið í óvissu. En tapar ekki gleðinni, því nú um mundir er verið að sýna sýningu helgaða ævi Mosfellingsins og leikfélagskonunnar Maríu Guðmundsdóttur sem lést í fyrra. Það var vel að merkja móðir Dóru. María Guðmundsdóttir leikkona var stólpi í starfsemi Leikfélags Mosfellssveitar og Bæjarleikhússins.Bæjarleikhúsið „Þetta er svona til heiðurs henni, þetta eru sketsar eftir hana, uppáhaldstónlistin hennar, tónlistin okkar, og þetta er gleði, sorg og alls konar,“ segir Dóra. Óumdeilt er að María hefði séð á eftir leikhúsinu, segir Dóra hýr í bragði: „Mamma elskaði þetta hús meira en hún elskaði mig... Það er bara þannig.“ Leikhús Mosfellsbær Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Fleiri fréttir Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Sjá meira
Boðað er að í stað hússins, sem áður var áhaldahús bæjarins, komi blokk sambærileg þeim sem sjá má í innslaginu að ofan. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta er bara alveg hræðilegt. Við erum eiginlega bara miður okkar að þetta hús eigi að hverfa, hvort sem það er fyrir blokk eða bílastæði,“ segir Dóra G. Wild, stjórnarmaður í Leikfélagi Mosfellssveitar. „Við erum í raun og veru alltaf að sýna síðustu sýninguna, við vitum í raun og veru ekki hvað við verðum hérna lengi. Það er alltaf sagt: Þið verðið hérna þar til við erum búin að finna eitthvað nýtt,“ segir Dóra. Það sem hefur verið lagt til að er að starfsemi leikfélagsins færist í menningarkjarna í næstu götu ásamt annarri starfsemi, Hlégarð. Það segir Dóra að henti leikfélaginu ekki - og hvetur frambjóðendur til að endurhugsa málið. Á meðan endanleg ákvörðun liggur ekki fyrir lifir leikfélagið í óvissu. En tapar ekki gleðinni, því nú um mundir er verið að sýna sýningu helgaða ævi Mosfellingsins og leikfélagskonunnar Maríu Guðmundsdóttur sem lést í fyrra. Það var vel að merkja móðir Dóru. María Guðmundsdóttir leikkona var stólpi í starfsemi Leikfélags Mosfellssveitar og Bæjarleikhússins.Bæjarleikhúsið „Þetta er svona til heiðurs henni, þetta eru sketsar eftir hana, uppáhaldstónlistin hennar, tónlistin okkar, og þetta er gleði, sorg og alls konar,“ segir Dóra. Óumdeilt er að María hefði séð á eftir leikhúsinu, segir Dóra hýr í bragði: „Mamma elskaði þetta hús meira en hún elskaði mig... Það er bara þannig.“
Leikhús Mosfellsbær Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Fleiri fréttir Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Sjá meira