Undirskriftamálið á borð héraðssaksóknara Samúel Karl Ólason og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 11. maí 2022 15:19 Þetta er í fyrsta sinn sem atvik sem þetta kemur upp og ekki liggja fyrir verkferlar um hvernig bregðast á við. Vísir/Sigurjón Yfirkjörstjórnin í Reykjavík mun vísa undirskriftarmáli E-listans, Reykjavík – besta borgin, til héraðssaksóknara en stjórnin komst að þessari niðurstöðu að loknum fundi í dag. Birgitta Jónsdóttir, sem skipar 24. sæti á listanum, segir að undirskrift hennar við framboðið hafi verið fölsuð en listinn vill ekki kannast við það. Þetta er í fyrsta sinn sem atvik sem þetta kemur upp og ekki liggja fyrir verkferlar um hvernig bregðast á við. Að sögn Evu Bryndísar Helgadóttur, oddvita yfirkjörstjórnar, voru bæði erindi frá listanum sjálfum og Birgittu til umræðu á fundinum, sem hófst í hádeginu og lauk klukkan hálf tvö. „Við höfum rækilega farið yfir lagaheimildir og reglur sem að við getum stuðst við í þessu álitaefni, sem hefur aldrei komið fyrir áður. Niðurstaðan var sú að við hefðum engar lagaheimildir til að nema nafn frambjóðanda af lista á þessu stigi," segir Eva í samtali við fréttastofu. Listi flokksins stendur eins og lagt var upp með í upphafi þar sem yfirkjörstjórn hefur ekki úrræði til að sannreyna hvort undirskriftin hafi verið fölsuð. Um sé að ræða orð gegn orði. Enn fremur væri búið að prenta út kjörseðla, samkvæmt lögum skal það gert í síðasta lagi sjö dögum fyrir kjördag, og því gætu þau ekki breytt listanum jafnvel þó þau vildu. Gunnar H. Gunnarsson, oddviti Reykjavíkur, bestu borgarinnar, vildi ekki svara spurningum blaðamanns í gær þegar eftir því var leitað um það til hvaða aðgerða flokkurinn myndi grípa til eftir að upp komst að einn frambjóðenda á lista flokksins var þar gegn vilja sínum. Á blaðamannafundi flokksins í dag kom fram að málið væri til skoðunar innan flokksins en þau vilja ekki kannast við að um falsaða undirskrift sé að ræða. Hér að neðan má sjá umfjöllun Íslands í dag um skil E-listans á framboðslistum eftir að RÚV birti myndskeið sem tekið var hjá yfirkjörstjórn í Reykjavík. Klippa: Ísland í dag - E-listinn skilar inn gögnum Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, sem skipar 24. sæti á listanum, segir að undirskrift hennar við framboðið hafi verið fölsuð en listinn vill ekki kannast við það. Þetta er í fyrsta sinn sem atvik sem þetta kemur upp og ekki liggja fyrir verkferlar um hvernig bregðast á við. Að sögn Evu Bryndísar Helgadóttur, oddvita yfirkjörstjórnar, voru bæði erindi frá listanum sjálfum og Birgittu til umræðu á fundinum, sem hófst í hádeginu og lauk klukkan hálf tvö. „Við höfum rækilega farið yfir lagaheimildir og reglur sem að við getum stuðst við í þessu álitaefni, sem hefur aldrei komið fyrir áður. Niðurstaðan var sú að við hefðum engar lagaheimildir til að nema nafn frambjóðanda af lista á þessu stigi," segir Eva í samtali við fréttastofu. Listi flokksins stendur eins og lagt var upp með í upphafi þar sem yfirkjörstjórn hefur ekki úrræði til að sannreyna hvort undirskriftin hafi verið fölsuð. Um sé að ræða orð gegn orði. Enn fremur væri búið að prenta út kjörseðla, samkvæmt lögum skal það gert í síðasta lagi sjö dögum fyrir kjördag, og því gætu þau ekki breytt listanum jafnvel þó þau vildu. Gunnar H. Gunnarsson, oddviti Reykjavíkur, bestu borgarinnar, vildi ekki svara spurningum blaðamanns í gær þegar eftir því var leitað um það til hvaða aðgerða flokkurinn myndi grípa til eftir að upp komst að einn frambjóðenda á lista flokksins var þar gegn vilja sínum. Á blaðamannafundi flokksins í dag kom fram að málið væri til skoðunar innan flokksins en þau vilja ekki kannast við að um falsaða undirskrift sé að ræða. Hér að neðan má sjá umfjöllun Íslands í dag um skil E-listans á framboðslistum eftir að RÚV birti myndskeið sem tekið var hjá yfirkjörstjórn í Reykjavík. Klippa: Ísland í dag - E-listinn skilar inn gögnum
Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira