EBU slær aftur á hendur íslenska hópsins Eiður Þór Árnason skrifar 9. maí 2022 23:33 Íslenska atriðið hefur gert gott mót í Tórinó. Íslenski Eurovision-hópurinn fékk tilmæli frá Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) eftir dómararennslið í dag þar sem athugasemd var gerð við að flytjendurnir hafi lýst yfir stuðningi við Úkraínu í lok flutningsins. Mistök sem gerð voru við hljóðblöndun atriðisins út í sal gerðu það að verkum að óvenjulítið heyrðist í söngkonunum Siggu, Betu og Elínu í PalaOlimpico-höllinni. EBU hefur þó staðfest að útsending til dómnefnda hafi verið með eðlilegu hljóði. Þetta segir Rúnar Freyr Gíslason, fjölmiðlafulltrúi íslenska hópsins, í samtali við Vísi en Fréttablaðið greindi fyrst frá mistökunum. Dómararennslið skiptir mjög miklu máli fyrir íslenska atriðið en stig dómnefnda gilda til helmings á móti atkvæðum áhorfenda í undanúrslitakvöldinu á morgun þar sem í ljós kemur hvort Systur komist áfram á úrslitakvöldið á laugardag. Sögðust standa með Úkraínu Þetta er ekki í fyrsta sinn sem EBU gerir athugasemd við atriðið en í lok annarrar æfingar systranna á Eurovision-sviðinu á mánudag kölluðu Sigga, Beta og Elín „Slava Ukraini“ eða „Dýrð sé Úkraínu“ til stuðnings úkraínsku þjóðinni. Stjórnendum keppninnar þótti setningin vera of pólitísk fyrir Eurovision og var því mælst til þess að orðin yrðu ekki látin falla í útsendingu keppninnar. „Við skildum það þannig að við mættum samt sem áður lýsa yfir stuðningi við Úkraínu, eins og þær gerðu í kvöld. Eftir æfinguna fengum við tilmæli frá EBU um að gera það ekki,“ segir Rúnar Freyr. Í þetta skiptið sögðu systurnar „We love you and stand with you Ukraine” eða „Við elskum ykkur og stöndum með þér Úkraína“ um leið og þær luku flutningi sínum. Eurovision hefur birt syrpu með brotum úr dómararennslum kvöldsins. Íslenska atriðið sést þegar 38 sekúndur eru liðnar af myndbandinu. Fá sérstaka æfingu á morgun „Það klikkaði hljóðblöndunin í salnum, það heyrðist mjög lítið í aðalröddinni í laginu og í laglínunni en það var líka eitthvað í inear-búnaðinum sem gerði það að verkum að stelpurnar heyrðu ekki í hver annarri. Þetta var náttúrulega bagalegt en við fengum svo staðfestingu á því að hljóðið sem fór út í útsendingunni til allra dómnefndanna í Evrópu var alveg tiptop,“ segir Rúnar Freyr. Íslenski hópurinn hafi bæði fengið þetta staðfest frá fulltrúum EBU og öðrum sem hafi hlustað á útsendinguna. Rúnar Freyr bætir við að tæknifólk hafi viðurkennt mistökin og EBU því boðið flytjendunum að mæta á sérstaka inear-æfingu á morgun þar sem gengið verði úr skugga um að búnaðurinn sem systurnar nota til að heyra í hvor annarri á sviðinu virki sem skyldi. Fréttin hefur verið uppfærð. Eurovision Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Fleiri fréttir Íslensku landsliðsstelpurnar réðust á Fannar „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Sjá meira
Mistök sem gerð voru við hljóðblöndun atriðisins út í sal gerðu það að verkum að óvenjulítið heyrðist í söngkonunum Siggu, Betu og Elínu í PalaOlimpico-höllinni. EBU hefur þó staðfest að útsending til dómnefnda hafi verið með eðlilegu hljóði. Þetta segir Rúnar Freyr Gíslason, fjölmiðlafulltrúi íslenska hópsins, í samtali við Vísi en Fréttablaðið greindi fyrst frá mistökunum. Dómararennslið skiptir mjög miklu máli fyrir íslenska atriðið en stig dómnefnda gilda til helmings á móti atkvæðum áhorfenda í undanúrslitakvöldinu á morgun þar sem í ljós kemur hvort Systur komist áfram á úrslitakvöldið á laugardag. Sögðust standa með Úkraínu Þetta er ekki í fyrsta sinn sem EBU gerir athugasemd við atriðið en í lok annarrar æfingar systranna á Eurovision-sviðinu á mánudag kölluðu Sigga, Beta og Elín „Slava Ukraini“ eða „Dýrð sé Úkraínu“ til stuðnings úkraínsku þjóðinni. Stjórnendum keppninnar þótti setningin vera of pólitísk fyrir Eurovision og var því mælst til þess að orðin yrðu ekki látin falla í útsendingu keppninnar. „Við skildum það þannig að við mættum samt sem áður lýsa yfir stuðningi við Úkraínu, eins og þær gerðu í kvöld. Eftir æfinguna fengum við tilmæli frá EBU um að gera það ekki,“ segir Rúnar Freyr. Í þetta skiptið sögðu systurnar „We love you and stand with you Ukraine” eða „Við elskum ykkur og stöndum með þér Úkraína“ um leið og þær luku flutningi sínum. Eurovision hefur birt syrpu með brotum úr dómararennslum kvöldsins. Íslenska atriðið sést þegar 38 sekúndur eru liðnar af myndbandinu. Fá sérstaka æfingu á morgun „Það klikkaði hljóðblöndunin í salnum, það heyrðist mjög lítið í aðalröddinni í laginu og í laglínunni en það var líka eitthvað í inear-búnaðinum sem gerði það að verkum að stelpurnar heyrðu ekki í hver annarri. Þetta var náttúrulega bagalegt en við fengum svo staðfestingu á því að hljóðið sem fór út í útsendingunni til allra dómnefndanna í Evrópu var alveg tiptop,“ segir Rúnar Freyr. Íslenski hópurinn hafi bæði fengið þetta staðfest frá fulltrúum EBU og öðrum sem hafi hlustað á útsendinguna. Rúnar Freyr bætir við að tæknifólk hafi viðurkennt mistökin og EBU því boðið flytjendunum að mæta á sérstaka inear-æfingu á morgun þar sem gengið verði úr skugga um að búnaðurinn sem systurnar nota til að heyra í hvor annarri á sviðinu virki sem skyldi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eurovision Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Fleiri fréttir Íslensku landsliðsstelpurnar réðust á Fannar „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Sjá meira