EBU slær aftur á hendur íslenska hópsins Eiður Þór Árnason skrifar 9. maí 2022 23:33 Íslenska atriðið hefur gert gott mót í Tórinó. Íslenski Eurovision-hópurinn fékk tilmæli frá Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) eftir dómararennslið í dag þar sem athugasemd var gerð við að flytjendurnir hafi lýst yfir stuðningi við Úkraínu í lok flutningsins. Mistök sem gerð voru við hljóðblöndun atriðisins út í sal gerðu það að verkum að óvenjulítið heyrðist í söngkonunum Siggu, Betu og Elínu í PalaOlimpico-höllinni. EBU hefur þó staðfest að útsending til dómnefnda hafi verið með eðlilegu hljóði. Þetta segir Rúnar Freyr Gíslason, fjölmiðlafulltrúi íslenska hópsins, í samtali við Vísi en Fréttablaðið greindi fyrst frá mistökunum. Dómararennslið skiptir mjög miklu máli fyrir íslenska atriðið en stig dómnefnda gilda til helmings á móti atkvæðum áhorfenda í undanúrslitakvöldinu á morgun þar sem í ljós kemur hvort Systur komist áfram á úrslitakvöldið á laugardag. Sögðust standa með Úkraínu Þetta er ekki í fyrsta sinn sem EBU gerir athugasemd við atriðið en í lok annarrar æfingar systranna á Eurovision-sviðinu á mánudag kölluðu Sigga, Beta og Elín „Slava Ukraini“ eða „Dýrð sé Úkraínu“ til stuðnings úkraínsku þjóðinni. Stjórnendum keppninnar þótti setningin vera of pólitísk fyrir Eurovision og var því mælst til þess að orðin yrðu ekki látin falla í útsendingu keppninnar. „Við skildum það þannig að við mættum samt sem áður lýsa yfir stuðningi við Úkraínu, eins og þær gerðu í kvöld. Eftir æfinguna fengum við tilmæli frá EBU um að gera það ekki,“ segir Rúnar Freyr. Í þetta skiptið sögðu systurnar „We love you and stand with you Ukraine” eða „Við elskum ykkur og stöndum með þér Úkraína“ um leið og þær luku flutningi sínum. Eurovision hefur birt syrpu með brotum úr dómararennslum kvöldsins. Íslenska atriðið sést þegar 38 sekúndur eru liðnar af myndbandinu. Fá sérstaka æfingu á morgun „Það klikkaði hljóðblöndunin í salnum, það heyrðist mjög lítið í aðalröddinni í laginu og í laglínunni en það var líka eitthvað í inear-búnaðinum sem gerði það að verkum að stelpurnar heyrðu ekki í hver annarri. Þetta var náttúrulega bagalegt en við fengum svo staðfestingu á því að hljóðið sem fór út í útsendingunni til allra dómnefndanna í Evrópu var alveg tiptop,“ segir Rúnar Freyr. Íslenski hópurinn hafi bæði fengið þetta staðfest frá fulltrúum EBU og öðrum sem hafi hlustað á útsendinguna. Rúnar Freyr bætir við að tæknifólk hafi viðurkennt mistökin og EBU því boðið flytjendunum að mæta á sérstaka inear-æfingu á morgun þar sem gengið verði úr skugga um að búnaðurinn sem systurnar nota til að heyra í hvor annarri á sviðinu virki sem skyldi. Fréttin hefur verið uppfærð. Eurovision Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Mistök sem gerð voru við hljóðblöndun atriðisins út í sal gerðu það að verkum að óvenjulítið heyrðist í söngkonunum Siggu, Betu og Elínu í PalaOlimpico-höllinni. EBU hefur þó staðfest að útsending til dómnefnda hafi verið með eðlilegu hljóði. Þetta segir Rúnar Freyr Gíslason, fjölmiðlafulltrúi íslenska hópsins, í samtali við Vísi en Fréttablaðið greindi fyrst frá mistökunum. Dómararennslið skiptir mjög miklu máli fyrir íslenska atriðið en stig dómnefnda gilda til helmings á móti atkvæðum áhorfenda í undanúrslitakvöldinu á morgun þar sem í ljós kemur hvort Systur komist áfram á úrslitakvöldið á laugardag. Sögðust standa með Úkraínu Þetta er ekki í fyrsta sinn sem EBU gerir athugasemd við atriðið en í lok annarrar æfingar systranna á Eurovision-sviðinu á mánudag kölluðu Sigga, Beta og Elín „Slava Ukraini“ eða „Dýrð sé Úkraínu“ til stuðnings úkraínsku þjóðinni. Stjórnendum keppninnar þótti setningin vera of pólitísk fyrir Eurovision og var því mælst til þess að orðin yrðu ekki látin falla í útsendingu keppninnar. „Við skildum það þannig að við mættum samt sem áður lýsa yfir stuðningi við Úkraínu, eins og þær gerðu í kvöld. Eftir æfinguna fengum við tilmæli frá EBU um að gera það ekki,“ segir Rúnar Freyr. Í þetta skiptið sögðu systurnar „We love you and stand with you Ukraine” eða „Við elskum ykkur og stöndum með þér Úkraína“ um leið og þær luku flutningi sínum. Eurovision hefur birt syrpu með brotum úr dómararennslum kvöldsins. Íslenska atriðið sést þegar 38 sekúndur eru liðnar af myndbandinu. Fá sérstaka æfingu á morgun „Það klikkaði hljóðblöndunin í salnum, það heyrðist mjög lítið í aðalröddinni í laginu og í laglínunni en það var líka eitthvað í inear-búnaðinum sem gerði það að verkum að stelpurnar heyrðu ekki í hver annarri. Þetta var náttúrulega bagalegt en við fengum svo staðfestingu á því að hljóðið sem fór út í útsendingunni til allra dómnefndanna í Evrópu var alveg tiptop,“ segir Rúnar Freyr. Íslenski hópurinn hafi bæði fengið þetta staðfest frá fulltrúum EBU og öðrum sem hafi hlustað á útsendinguna. Rúnar Freyr bætir við að tæknifólk hafi viðurkennt mistökin og EBU því boðið flytjendunum að mæta á sérstaka inear-æfingu á morgun þar sem gengið verði úr skugga um að búnaðurinn sem systurnar nota til að heyra í hvor annarri á sviðinu virki sem skyldi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eurovision Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“