Ekki vanhæfur þrátt fyrir „óviðeigandi“ ummæli Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. maí 2022 13:08 Eyþór og Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri þegar hún tók við lyklavöldum lögreglunnar fyrir norðan. Lögregluembættið Norðurlandi eystra Þrátt fyrir að tvenn ummæli staðgengils lögreglustjórans á Norðurlandi eystra í garð fjölmiðlafólks séu talin óheppileg og óviðeigandi er hann ekki vanhæfur til að fara með rannsókn á meintu broti gegn friðhelgi Páls Steingrímssonar skipstjóra. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra. RÚV greindi fyrst frá niðurstöðu Landsréttar. Þann 26. apríl hafnaði Héraðsdómur Norðurlands eystra kröfu Þóru Arnórsdóttur ritstjóra Kveiks, um að bæði Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra og Eyþór Þorbergsson, staðgengill hennar og aðstoðarsaksóknari, yrðu lýst vanhæf til að fara með rannsóknina vegna ummæla sem Eyþór lét falla. Embættið rannsakar nú meint brot á friðhelgi einkalífs Páls Steingrímssonar, skipstjóra Samherja, en símanum hans á að hafa verið stolið á meðan hann lá veikur á sjúkrahúsi. Páll tilheyrir hópi sem hefur kallað sig „skæruliðadeild Samherja“ og hefur hann beitt sér gegn fjölmiðlum og gagnrýnendum Samherja. Gögnum úr síma Páls var lekið til fjölmiðla sem síðan unnu fréttir upp úr þeim hluta sem talin voru eiga erindi við almenning. Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra beinist að meintu broti á friðhelgi einkalífs Páls Steingrímssonar, skipstjóra Samherja. Berglind Svavarsdóttir,lögmaður Þóru, staðfestir í samtali við fréttastofu að Landsréttur hafi staðfest úrskurð Héraðsdóms með vísan til forsendna og að ekki sé hægt að áfrýja niðurstöðunni. Í úrskurði Héraðsdóms segir að hvorki í lögum né réttarframkvæmd sé gert ráð fyrir að vanhæfi undirmanns leiði til vanhæfi yfirmanns og því geti Páley ekki talist vanhæf á þessum forsendum í ljósi þess að það hafi verið Eyþór hafi látið umrædd ummæli falla en ekki Páley. Eyþór sagði í greinargerðað svo virtist sem að fjölmiðlar hefðu strax farið í að nýta sér meint brot heimildarmanns bæði faglega og fjárhagslega. Ummælin eru svohljóðandi: „X kemur til þeirra á sennilega erfiðasta tímabili lífs síns, væntanlega mjög viðkvæmur og hugsanlega í hefndarhug. Í stað þess að staldra aðeins við og veita X stuðning og hjálp, virðast fjölmiðlar fara strax í að nýta sér augljós brot hans sér í hag, bæði faglega og fjárhagslega.“ Taldi Þóra að með þessu hefði Eyþór dróttað að refsiverðri háttsemi. Héraðsdómur er ekki á sömu skoðun vegna þess að Eyþór hafi sett fyrirvara með því að nota orðið „virðist“. Eyþór sagði þá í samtali við fréttastofu að blaðamenn ættu að „vera í blómaskreytingum“ ef þeir þyldu ekki gagnrýni um sjálfan sig. Dómsmál Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögreglumál Tengdar fréttir Saksóknari segir viðkvæma blaðamenn eiga heima í blómaskreytingum Lögregluembættið á Norðurlandi eystra var gripið í landhelgi þegar það gaf Aðalsteini Kjartanssyni blaðamanni réttarstöðu sakbornings og vildi yfirheyra hann sem slíkan. Héraðsdómur segir það ólögmætt. Lögregluembættið fyrir norðan ætlar að kæra úrskurðinn til Landsréttar. 28. febrúar 2022 15:28 Blaðamenn segja greinargerðina einkennast af dylgjum og getgátum Ýmissa grasa kennir í greinargerð Eyþórs Þorbergssonar aðstoðarsaksóknara, þar sem afstaða Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra og lögregluembættisins birtist til rannsóknar á hlut blaðamanna í sakamáli sem snýr að eitrun, símastuldi og svo dreifingu kynferðislegs efnis. 24. febrúar 2022 22:30 Kröfu Þóru um vanhæfi lögreglunnar á Norðurlandi eystra hafnað Kröfu Þóru Arnórsdóttur fréttamanns Ríkisútvarpsins um að embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra yrði úrskurðað vanhæft til að rannsaka meint brot blaðamanna á friðhelgi einkalífs skipstjórans Páls Steingrímssonar hefur verið hafnað. 26. apríl 2022 16:28 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Þetta er niðurstaða Landsréttar sem hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra. RÚV greindi fyrst frá niðurstöðu Landsréttar. Þann 26. apríl hafnaði Héraðsdómur Norðurlands eystra kröfu Þóru Arnórsdóttur ritstjóra Kveiks, um að bæði Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra og Eyþór Þorbergsson, staðgengill hennar og aðstoðarsaksóknari, yrðu lýst vanhæf til að fara með rannsóknina vegna ummæla sem Eyþór lét falla. Embættið rannsakar nú meint brot á friðhelgi einkalífs Páls Steingrímssonar, skipstjóra Samherja, en símanum hans á að hafa verið stolið á meðan hann lá veikur á sjúkrahúsi. Páll tilheyrir hópi sem hefur kallað sig „skæruliðadeild Samherja“ og hefur hann beitt sér gegn fjölmiðlum og gagnrýnendum Samherja. Gögnum úr síma Páls var lekið til fjölmiðla sem síðan unnu fréttir upp úr þeim hluta sem talin voru eiga erindi við almenning. Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra beinist að meintu broti á friðhelgi einkalífs Páls Steingrímssonar, skipstjóra Samherja. Berglind Svavarsdóttir,lögmaður Þóru, staðfestir í samtali við fréttastofu að Landsréttur hafi staðfest úrskurð Héraðsdóms með vísan til forsendna og að ekki sé hægt að áfrýja niðurstöðunni. Í úrskurði Héraðsdóms segir að hvorki í lögum né réttarframkvæmd sé gert ráð fyrir að vanhæfi undirmanns leiði til vanhæfi yfirmanns og því geti Páley ekki talist vanhæf á þessum forsendum í ljósi þess að það hafi verið Eyþór hafi látið umrædd ummæli falla en ekki Páley. Eyþór sagði í greinargerðað svo virtist sem að fjölmiðlar hefðu strax farið í að nýta sér meint brot heimildarmanns bæði faglega og fjárhagslega. Ummælin eru svohljóðandi: „X kemur til þeirra á sennilega erfiðasta tímabili lífs síns, væntanlega mjög viðkvæmur og hugsanlega í hefndarhug. Í stað þess að staldra aðeins við og veita X stuðning og hjálp, virðast fjölmiðlar fara strax í að nýta sér augljós brot hans sér í hag, bæði faglega og fjárhagslega.“ Taldi Þóra að með þessu hefði Eyþór dróttað að refsiverðri háttsemi. Héraðsdómur er ekki á sömu skoðun vegna þess að Eyþór hafi sett fyrirvara með því að nota orðið „virðist“. Eyþór sagði þá í samtali við fréttastofu að blaðamenn ættu að „vera í blómaskreytingum“ ef þeir þyldu ekki gagnrýni um sjálfan sig.
Dómsmál Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögreglumál Tengdar fréttir Saksóknari segir viðkvæma blaðamenn eiga heima í blómaskreytingum Lögregluembættið á Norðurlandi eystra var gripið í landhelgi þegar það gaf Aðalsteini Kjartanssyni blaðamanni réttarstöðu sakbornings og vildi yfirheyra hann sem slíkan. Héraðsdómur segir það ólögmætt. Lögregluembættið fyrir norðan ætlar að kæra úrskurðinn til Landsréttar. 28. febrúar 2022 15:28 Blaðamenn segja greinargerðina einkennast af dylgjum og getgátum Ýmissa grasa kennir í greinargerð Eyþórs Þorbergssonar aðstoðarsaksóknara, þar sem afstaða Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra og lögregluembættisins birtist til rannsóknar á hlut blaðamanna í sakamáli sem snýr að eitrun, símastuldi og svo dreifingu kynferðislegs efnis. 24. febrúar 2022 22:30 Kröfu Þóru um vanhæfi lögreglunnar á Norðurlandi eystra hafnað Kröfu Þóru Arnórsdóttur fréttamanns Ríkisútvarpsins um að embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra yrði úrskurðað vanhæft til að rannsaka meint brot blaðamanna á friðhelgi einkalífs skipstjórans Páls Steingrímssonar hefur verið hafnað. 26. apríl 2022 16:28 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Saksóknari segir viðkvæma blaðamenn eiga heima í blómaskreytingum Lögregluembættið á Norðurlandi eystra var gripið í landhelgi þegar það gaf Aðalsteini Kjartanssyni blaðamanni réttarstöðu sakbornings og vildi yfirheyra hann sem slíkan. Héraðsdómur segir það ólögmætt. Lögregluembættið fyrir norðan ætlar að kæra úrskurðinn til Landsréttar. 28. febrúar 2022 15:28
Blaðamenn segja greinargerðina einkennast af dylgjum og getgátum Ýmissa grasa kennir í greinargerð Eyþórs Þorbergssonar aðstoðarsaksóknara, þar sem afstaða Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra og lögregluembættisins birtist til rannsóknar á hlut blaðamanna í sakamáli sem snýr að eitrun, símastuldi og svo dreifingu kynferðislegs efnis. 24. febrúar 2022 22:30
Kröfu Þóru um vanhæfi lögreglunnar á Norðurlandi eystra hafnað Kröfu Þóru Arnórsdóttur fréttamanns Ríkisútvarpsins um að embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra yrði úrskurðað vanhæft til að rannsaka meint brot blaðamanna á friðhelgi einkalífs skipstjórans Páls Steingrímssonar hefur verið hafnað. 26. apríl 2022 16:28