Jón Stefán: Við ætlum að taka þátt í toppbaráttu Sverrir Mar Smárason skrifar 8. maí 2022 16:35 Perry Mclachlan og Jón Stefán Jónsson, þjálfarar Þór/KA, mega vera ánægðir með stigin þrjú í dag. Mynd/Þór/KA Þór/KA vann góðan 2-1 sigur á Aftureldingu þegar liðin mættust í Mosfellsbæ í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag. Jón Stefán, þjálfari Þór/KA, segir leikinn hafa verið erfiðan en sigurinn ánægjulegur. Þór/KA vann góðan 2-1 sigur á Aftureldingu þegar liðin mættust í Mosfellsbæ í Bestu deild kvenna í dag. Jón Stefán, þjálfari Þór/KA, segir leikinn hafa verið erfiðan en sigurinn ánægjulegur. „Við erum mjög ánægð með sigurinn. Þetta var rosalega erfiður leikur fyrir okkur og allt kredit á Aftureldingu. Ég meina það eru rosalega margar meiddar og þær ná ekki í fullan bekk en áttu ekkert minna skilið úr þessum leik heldur en við,“ sagði Jón Stefán. Þær Sandra María Jessen og Arna Eiríksdóttir skoruðu mörkin tvö sem skópu sigur Þór/KA í dag. Þær, ásamt fleiri leikmönnum liðsins, eru lykilmenn með mikla reynslu. „Ég sagði þetta í viðtali síðast þegar við spiluðum við Val að það er voðalega þægilegt að hafa alla þessa reynslu og bara getu þarna frammi. Þú getur varist og beðið færis og það var það sem við ætluðum að gera í dag,“ sagði Jónsi. Fyrsta mark leiksins kom eftir aðeins 19 sekúndur höfðu liðið frá upphafsflautu. Jónsi segir liðið hafa lagt upp með að pressa snemma en erfitt að ætlast til þess að skora eftir 19 sekúndur. „Við vildum klárlega vera ofar á vellinum heldur en við vorum og kannski varð raunin í fyrri hálfleik. Þær eru með lítið sjálfstraust og hafa tapað fyrstu leikjunum og við ætluðum að setja á þær en ég átti kannski ekki alveg von á 19 sekúndunum,“ sagði Jónsi og glotti. Þór/KA er með sex stig eftir þrjár umferðir. Fylgja í dag eftir góðum sigri gegn Val í 2. umferð og Jónsi segir liðið vilja blanda sér í toppbaráttuna. „Við sögðum það fyrir tímabilið og við stöndum við það. Við ætlum að taka þátt í toppbaráttu. Það eru alveg sex til sjö lið sem geta gert það í þessari deild. Þetta er gífurlega jöfn deild þó að ég telji það að Valur og Breiðablik séu ennþá aðeins stigi framar. Við eigum mjög erfiðan leik gegn Selfossi næst og það verður mjög athyglisvert að sjá það,“ sagði Jón Stefán um baráttuna sem fram undan er. Þór Akureyri Afturelding Besta deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - Þór/KA 1-2 | Gestirnir stálu sigrinum í lokin Nýliðar Aftureldingar eru enn án stiga í Bestu deild kvenna eftir að KA/Þór fór heim úr Mosfellsbæ með stigin þrjú. Sigurmarkið kom undir lok leiks. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 8. maí 2022 15:45 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Sjá meira
Þór/KA vann góðan 2-1 sigur á Aftureldingu þegar liðin mættust í Mosfellsbæ í Bestu deild kvenna í dag. Jón Stefán, þjálfari Þór/KA, segir leikinn hafa verið erfiðan en sigurinn ánægjulegur. „Við erum mjög ánægð með sigurinn. Þetta var rosalega erfiður leikur fyrir okkur og allt kredit á Aftureldingu. Ég meina það eru rosalega margar meiddar og þær ná ekki í fullan bekk en áttu ekkert minna skilið úr þessum leik heldur en við,“ sagði Jón Stefán. Þær Sandra María Jessen og Arna Eiríksdóttir skoruðu mörkin tvö sem skópu sigur Þór/KA í dag. Þær, ásamt fleiri leikmönnum liðsins, eru lykilmenn með mikla reynslu. „Ég sagði þetta í viðtali síðast þegar við spiluðum við Val að það er voðalega þægilegt að hafa alla þessa reynslu og bara getu þarna frammi. Þú getur varist og beðið færis og það var það sem við ætluðum að gera í dag,“ sagði Jónsi. Fyrsta mark leiksins kom eftir aðeins 19 sekúndur höfðu liðið frá upphafsflautu. Jónsi segir liðið hafa lagt upp með að pressa snemma en erfitt að ætlast til þess að skora eftir 19 sekúndur. „Við vildum klárlega vera ofar á vellinum heldur en við vorum og kannski varð raunin í fyrri hálfleik. Þær eru með lítið sjálfstraust og hafa tapað fyrstu leikjunum og við ætluðum að setja á þær en ég átti kannski ekki alveg von á 19 sekúndunum,“ sagði Jónsi og glotti. Þór/KA er með sex stig eftir þrjár umferðir. Fylgja í dag eftir góðum sigri gegn Val í 2. umferð og Jónsi segir liðið vilja blanda sér í toppbaráttuna. „Við sögðum það fyrir tímabilið og við stöndum við það. Við ætlum að taka þátt í toppbaráttu. Það eru alveg sex til sjö lið sem geta gert það í þessari deild. Þetta er gífurlega jöfn deild þó að ég telji það að Valur og Breiðablik séu ennþá aðeins stigi framar. Við eigum mjög erfiðan leik gegn Selfossi næst og það verður mjög athyglisvert að sjá það,“ sagði Jón Stefán um baráttuna sem fram undan er.
Þór Akureyri Afturelding Besta deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - Þór/KA 1-2 | Gestirnir stálu sigrinum í lokin Nýliðar Aftureldingar eru enn án stiga í Bestu deild kvenna eftir að KA/Þór fór heim úr Mosfellsbæ með stigin þrjú. Sigurmarkið kom undir lok leiks. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 8. maí 2022 15:45 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Sjá meira
Leik lokið: Afturelding - Þór/KA 1-2 | Gestirnir stálu sigrinum í lokin Nýliðar Aftureldingar eru enn án stiga í Bestu deild kvenna eftir að KA/Þór fór heim úr Mosfellsbæ með stigin þrjú. Sigurmarkið kom undir lok leiks. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 8. maí 2022 15:45