Bjarki Már var langmarkahæstur í liði Lemgo sem vann þriggja marka útisigur á Balingen/Weilstetten, lokatölur 29-32. Bjarki Már skoraði 10 mörk fyrir gestina á meðan Daníel Þór Ingason skoraði eitt mark í liði heimamanna.
Viggó Kristjánsson kom að níu mörkum í liði Stuttgart sem vann eins marks útisigur á Minden, lokatölur 25-26. Viggó skoraði fimm mörk og gaf fjórar stoðsendingar.
Rhein Neckr-Löwen vann tveggja marka sigur á Bergischer, 24-22. Ýmir Örn Gíslason gaf eina stoðsendingu í liði Ljónanna ásamt því að taka vel á því vörninni. Var hann með tvo stolna bolta og eitt varið skot í hávörninni. Arnór Þór Gunnarsson skoraði eitt mark í liði gestanna.
Teitur Örn Einarsson skoraði tvö mörk og gaf eina stoðsending í fimm marka útisigri Flensbug á Hannover, lokatölur 26-31.
Staðan í deildinni er þannig að Flensburg er í 3. sæti með 46 stig eftir 29 umferðis. Ýmir Örn og Ljónin eru í 8. sæti með 30 stig, Lemgo er í 10. sæti með 26 stig, Bergischer í 13. sæti með 23 stig, Stuttgart með 20 stig í 15. sæti og Balingen í 16. sæti með 15 stig.