Óskað eftir stuðningi íslensku þjóðarinnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. maí 2022 15:36 Hvítrússnesku vinkonurnar Daria og Alina flúðu ofsóknir lögreglunnar til Íslands en þær voru handteknar og beittar harðræði fyrir að hafa fjölmennt á mótmælafund í Hvíta Rússlandi. Undirskriftasöfnun er farin af stað þar sem skorað er á íslensk stjórnvöld gefi hinum hvítrússnesku Alinu Kolyuzhnaya og Dariu Novitskaya leyfi til að dvelja áfram á Íslandi. Fréttastofa hefur sagt frá sögu Dariu sem flúði ofsóknir lögreglu sem hún sætti vegna mótmæla í garð Alexanders Lúkasjenka. Lögreglan hótaði að taka af henni son hennar og senda hann á munaðarleysingjahæli. Sjá nánar: Gert að yfirgefa landið þrátt fyrir opið kynferðisbrotamál Daria kom fyrst til Íslands í ágúst síðastliðinn og hefur hún komið sér vel fyrir og tengst landi og þjóð. Hér býr stjúpfaðir hennar og íslenskur kærasti. Á Íslandi fann hún líka langþráð öryggi eftir róstursama tíma í heimalandinu sem einkenndist af mótmælum og óöld. Daria segist hafa orðið fyrir alvarlegu kynferðisbroti af hálfu karlmanns hér á landi og er málið nú í rannsókn lögreglu. Umsókn hennar um alþjóðlega vernd verður tekin upp að nýju hjá Útlendingastofnun en henni var synjað um hana í febrúar á þeim forsendum að Pólland væri ábyrgt fyrir umsókn hennar vegna Dyflinnarreglugerðarinnar. Vegna breyttra aðstæðna í Póllandi hefur verið fallist á endurupptöku málsins. „Ég yrði afskaplega þakklát öllum þeim sem skrifa undir,“ segir Daria í samtali við fréttastofu en hún óskar eftir stuðningi íslensku þjóðarinnar. Stundin hefur fjallað um sögu Alinu sem er á lista yfir óvini hvít-rússneska ríkisins. Hún var handtekin fyrir að mótmæla og brotin niður bæði líkamlega og andlega. Andrei Menshenin, rússneskur blaðamaður sem er búsettur á Íslandi, efndi til undirskriftarsöfnunarinnar og þegar þessi orð eru skrifuð hefur 121 ritað nafn sitt á listann. Hvíta-Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Kynferðisofbeldi Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Mál Dariu tekið aftur upp hjá Útlendingastofnun Umsókn hinnar hvítrússnesku Dariu Novitskaya um alþjóðlega vernd hér á landi verður tekin fyrir að nýju hjá Útlendingastofnun. Umsókn henni var synjað í febrúar á þeim forsendum að Pólland væri ábyrgt fyrir henni vegna Dyflinar-reglugerðarinnar. Vegna breyttra aðstæðna í Póllandi hefur verið fallist á endurupptöku máls hennar. 4. maí 2022 19:32 Gert að yfirgefa landið þrátt fyrir opið kynferðisbrotamál Á síðasta degi febrúarmánaðar fékk Daria Novitskaya að vita að hún fengi ekki að búa á Íslandi þrátt fyrir að hérlendis sé rannsókn í fullum gangi á alvarlegu kynferðisbroti sem Daria varð fyrir. 27. apríl 2022 08:01 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Fréttastofa hefur sagt frá sögu Dariu sem flúði ofsóknir lögreglu sem hún sætti vegna mótmæla í garð Alexanders Lúkasjenka. Lögreglan hótaði að taka af henni son hennar og senda hann á munaðarleysingjahæli. Sjá nánar: Gert að yfirgefa landið þrátt fyrir opið kynferðisbrotamál Daria kom fyrst til Íslands í ágúst síðastliðinn og hefur hún komið sér vel fyrir og tengst landi og þjóð. Hér býr stjúpfaðir hennar og íslenskur kærasti. Á Íslandi fann hún líka langþráð öryggi eftir róstursama tíma í heimalandinu sem einkenndist af mótmælum og óöld. Daria segist hafa orðið fyrir alvarlegu kynferðisbroti af hálfu karlmanns hér á landi og er málið nú í rannsókn lögreglu. Umsókn hennar um alþjóðlega vernd verður tekin upp að nýju hjá Útlendingastofnun en henni var synjað um hana í febrúar á þeim forsendum að Pólland væri ábyrgt fyrir umsókn hennar vegna Dyflinnarreglugerðarinnar. Vegna breyttra aðstæðna í Póllandi hefur verið fallist á endurupptöku málsins. „Ég yrði afskaplega þakklát öllum þeim sem skrifa undir,“ segir Daria í samtali við fréttastofu en hún óskar eftir stuðningi íslensku þjóðarinnar. Stundin hefur fjallað um sögu Alinu sem er á lista yfir óvini hvít-rússneska ríkisins. Hún var handtekin fyrir að mótmæla og brotin niður bæði líkamlega og andlega. Andrei Menshenin, rússneskur blaðamaður sem er búsettur á Íslandi, efndi til undirskriftarsöfnunarinnar og þegar þessi orð eru skrifuð hefur 121 ritað nafn sitt á listann.
Hvíta-Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Kynferðisofbeldi Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Mál Dariu tekið aftur upp hjá Útlendingastofnun Umsókn hinnar hvítrússnesku Dariu Novitskaya um alþjóðlega vernd hér á landi verður tekin fyrir að nýju hjá Útlendingastofnun. Umsókn henni var synjað í febrúar á þeim forsendum að Pólland væri ábyrgt fyrir henni vegna Dyflinar-reglugerðarinnar. Vegna breyttra aðstæðna í Póllandi hefur verið fallist á endurupptöku máls hennar. 4. maí 2022 19:32 Gert að yfirgefa landið þrátt fyrir opið kynferðisbrotamál Á síðasta degi febrúarmánaðar fékk Daria Novitskaya að vita að hún fengi ekki að búa á Íslandi þrátt fyrir að hérlendis sé rannsókn í fullum gangi á alvarlegu kynferðisbroti sem Daria varð fyrir. 27. apríl 2022 08:01 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Mál Dariu tekið aftur upp hjá Útlendingastofnun Umsókn hinnar hvítrússnesku Dariu Novitskaya um alþjóðlega vernd hér á landi verður tekin fyrir að nýju hjá Útlendingastofnun. Umsókn henni var synjað í febrúar á þeim forsendum að Pólland væri ábyrgt fyrir henni vegna Dyflinar-reglugerðarinnar. Vegna breyttra aðstæðna í Póllandi hefur verið fallist á endurupptöku máls hennar. 4. maí 2022 19:32
Gert að yfirgefa landið þrátt fyrir opið kynferðisbrotamál Á síðasta degi febrúarmánaðar fékk Daria Novitskaya að vita að hún fengi ekki að búa á Íslandi þrátt fyrir að hérlendis sé rannsókn í fullum gangi á alvarlegu kynferðisbroti sem Daria varð fyrir. 27. apríl 2022 08:01