Gylfi segir leiðréttingu á eignamarkaði yfirvofandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. maí 2022 12:15 Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, segir að lágvaxtatímabilið sé nú að renna sitt skeið á enda og að við taki breytt heimsmynd. Hann spáir því að síðasta hækkun stýrivaxta sé aðeins fyrsta skrefið af mörgum. vísir/vilhelm Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, segir að verðbólgan sé ekki aðeins á húsnæðismarkaði heldur sé hún víðfeðmari en oft áður. Eftirspurn sé mikil en mörg vandamál blasi við á framboðshliðinni. Hann býst við að síðasta útspil Seðlabankastjóra sé aðeins fyrsta skrefið af mörgum og að yfirvofandi sé eins konar leiðrétting á eignamarkaði, hann bindur vonir við að sú leiðrétting muni gerst jafnt og þétt svo hér verði ekki hrun á eignamarkaði. Hinn margreyndi hagfræðingur kortlagði stöðuna í efnahagsmálum á Sprengisandi í morgun. Þar lýsti hann því að hvernig lágvaxtartímabilið væri að renna sitt skeið og að við tæki breytt heimsmynd og að sú breyting væri að gerast hratt. „Síðustu áratugi hefur verið gjá á milli fjármálamarkaða og raunhafkerfis; gríðarlegt fjármagn í umferð sem lyftir upp eignaverði. Aðilar sem eiga fjármagn hagnast gríðarlega en það hefur verið yfirvofandi eins konar leiðrétting í mjög langan tíma þannig að fjármálakerfið og eignaverðin muni leiðréttast og ég held að það sé nokkuð öruggt að á næstu tólf mánuðum hafi einhver leiðrétting átt sér stað. Það er bara vonandi að hún verði ekki of snögg.“ Gylfi, sem á sæti í peningastefnunefnd Seðlabankans, spáir því að síðasta ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans um að hækka stýrivexti um heilt prósent sé aðeins fyrsta skrefið af mörgum. „Við erum að fara aftur í tímann. En það er ekki alvont. Það er jákvætt og heilbrigt að hafa jákvæða bæði nafnvexti og raunvexti. Það er jákvætt að eignaverðin séu ekki eins há og þau hafa verið; að hlutabréfamarkaðurinn sé ekki svona í hæstu hæðum og úr tengslum við veruleikann. Það er jákvætt að fasteignaverð sé ekki eins hátt og það hefur verið.“ Mynstrið sé víða um heim það sama; Það sé mikil eftirspurn en að vandamálin blasi við á framboðshliðinni. „Hér á landi er almenn eftirspurn mjög mikil og verðbólgan er ekki bara á húsnæðismarkaði heldur er hún að dreifast á aðra liði neysluverðsvísitölunnar þannig að hún er að verða miklu víðfeðmari heldur en áður.“ Gylfi segir að til þess að halda verðbólgunni í skefjum þurfi allir að ganga í takt. Það þýði ekki að krefja verkalýðshreyfinguna eina um hófsemi, stóru fyrirtækin á markaði þurfi líka að sýna sanngirni til að auka sátt en þarna vísar Gylfi til arðgreiðslna og launakjöra forstjóra. „Það gengur ekki að benda bara á launafólk.“ Hann segir að ríkisstjórnin og sveitarfélögin þurfi að bretta upp ermar og auka framboð á ódýru húsnæði en að öðru leyti þurfi að hafa aðhaldssama stefnu í ríkisfjármálum. Gylfi tekur fram að það sé margt sem vinni með íslenska hagkerfinu og nefnir hann máli sínu til stuðnings myndarlegan hagvöxt og minnkandi atvinnuleysi. Þá segir hann að efnahagsleg áhrif af völdum innrásarinnar í Úkraínu vera minni en víða annars staðar og búi Íslendingar að því að hafa hitaveitu og að flytja út fisk sem hækkar nú í verði. Verðlag Efnahagsmál Seðlabankinn Sprengisandur Íslenska krónan Húsnæðismál Tengdar fréttir Grípa til aðgerða vegna verðbólgunnar Ríkisstjórnin samþykkti á fundi hennar í dag að ráðast í mótvægisaðgerðir til að draga úr áhrifum verðbólgu. 6. maí 2022 12:52 Með skilaboð til verkalýðshreyfingarinnar fyrir kjaraviðræður Viðskiptaráðherra biðlar til verslana að ráðast í sem minnstar verðhækkanir til að halda verðbólgunni eins lágri og mögulegt er. Hún vonar að verkalýðshreyfingin sýni ábyrgð í komandi kjarasamningum. 5. maí 2022 19:02 Seðlabankastjóri vonar að ekki þurfi að keyra hagkerfið í kreppu Seðlabankastjóri segir íslenskt efnahagslíf ekki komið í kreppuverðbólgu. Mikilvægt sé að allir vinni saman gegn verðbólgunni þannig að Seðlabankinn þurfi ekki að keyra efnahagslífið í kreppu til að ná verðbólgunni niður. 5. maí 2022 12:01 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar búinn að stofna Dreka um nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Sjá meira
Hann býst við að síðasta útspil Seðlabankastjóra sé aðeins fyrsta skrefið af mörgum og að yfirvofandi sé eins konar leiðrétting á eignamarkaði, hann bindur vonir við að sú leiðrétting muni gerst jafnt og þétt svo hér verði ekki hrun á eignamarkaði. Hinn margreyndi hagfræðingur kortlagði stöðuna í efnahagsmálum á Sprengisandi í morgun. Þar lýsti hann því að hvernig lágvaxtartímabilið væri að renna sitt skeið og að við tæki breytt heimsmynd og að sú breyting væri að gerast hratt. „Síðustu áratugi hefur verið gjá á milli fjármálamarkaða og raunhafkerfis; gríðarlegt fjármagn í umferð sem lyftir upp eignaverði. Aðilar sem eiga fjármagn hagnast gríðarlega en það hefur verið yfirvofandi eins konar leiðrétting í mjög langan tíma þannig að fjármálakerfið og eignaverðin muni leiðréttast og ég held að það sé nokkuð öruggt að á næstu tólf mánuðum hafi einhver leiðrétting átt sér stað. Það er bara vonandi að hún verði ekki of snögg.“ Gylfi, sem á sæti í peningastefnunefnd Seðlabankans, spáir því að síðasta ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans um að hækka stýrivexti um heilt prósent sé aðeins fyrsta skrefið af mörgum. „Við erum að fara aftur í tímann. En það er ekki alvont. Það er jákvætt og heilbrigt að hafa jákvæða bæði nafnvexti og raunvexti. Það er jákvætt að eignaverðin séu ekki eins há og þau hafa verið; að hlutabréfamarkaðurinn sé ekki svona í hæstu hæðum og úr tengslum við veruleikann. Það er jákvætt að fasteignaverð sé ekki eins hátt og það hefur verið.“ Mynstrið sé víða um heim það sama; Það sé mikil eftirspurn en að vandamálin blasi við á framboðshliðinni. „Hér á landi er almenn eftirspurn mjög mikil og verðbólgan er ekki bara á húsnæðismarkaði heldur er hún að dreifast á aðra liði neysluverðsvísitölunnar þannig að hún er að verða miklu víðfeðmari heldur en áður.“ Gylfi segir að til þess að halda verðbólgunni í skefjum þurfi allir að ganga í takt. Það þýði ekki að krefja verkalýðshreyfinguna eina um hófsemi, stóru fyrirtækin á markaði þurfi líka að sýna sanngirni til að auka sátt en þarna vísar Gylfi til arðgreiðslna og launakjöra forstjóra. „Það gengur ekki að benda bara á launafólk.“ Hann segir að ríkisstjórnin og sveitarfélögin þurfi að bretta upp ermar og auka framboð á ódýru húsnæði en að öðru leyti þurfi að hafa aðhaldssama stefnu í ríkisfjármálum. Gylfi tekur fram að það sé margt sem vinni með íslenska hagkerfinu og nefnir hann máli sínu til stuðnings myndarlegan hagvöxt og minnkandi atvinnuleysi. Þá segir hann að efnahagsleg áhrif af völdum innrásarinnar í Úkraínu vera minni en víða annars staðar og búi Íslendingar að því að hafa hitaveitu og að flytja út fisk sem hækkar nú í verði.
Verðlag Efnahagsmál Seðlabankinn Sprengisandur Íslenska krónan Húsnæðismál Tengdar fréttir Grípa til aðgerða vegna verðbólgunnar Ríkisstjórnin samþykkti á fundi hennar í dag að ráðast í mótvægisaðgerðir til að draga úr áhrifum verðbólgu. 6. maí 2022 12:52 Með skilaboð til verkalýðshreyfingarinnar fyrir kjaraviðræður Viðskiptaráðherra biðlar til verslana að ráðast í sem minnstar verðhækkanir til að halda verðbólgunni eins lágri og mögulegt er. Hún vonar að verkalýðshreyfingin sýni ábyrgð í komandi kjarasamningum. 5. maí 2022 19:02 Seðlabankastjóri vonar að ekki þurfi að keyra hagkerfið í kreppu Seðlabankastjóri segir íslenskt efnahagslíf ekki komið í kreppuverðbólgu. Mikilvægt sé að allir vinni saman gegn verðbólgunni þannig að Seðlabankinn þurfi ekki að keyra efnahagslífið í kreppu til að ná verðbólgunni niður. 5. maí 2022 12:01 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar búinn að stofna Dreka um nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Sjá meira
Grípa til aðgerða vegna verðbólgunnar Ríkisstjórnin samþykkti á fundi hennar í dag að ráðast í mótvægisaðgerðir til að draga úr áhrifum verðbólgu. 6. maí 2022 12:52
Með skilaboð til verkalýðshreyfingarinnar fyrir kjaraviðræður Viðskiptaráðherra biðlar til verslana að ráðast í sem minnstar verðhækkanir til að halda verðbólgunni eins lágri og mögulegt er. Hún vonar að verkalýðshreyfingin sýni ábyrgð í komandi kjarasamningum. 5. maí 2022 19:02
Seðlabankastjóri vonar að ekki þurfi að keyra hagkerfið í kreppu Seðlabankastjóri segir íslenskt efnahagslíf ekki komið í kreppuverðbólgu. Mikilvægt sé að allir vinni saman gegn verðbólgunni þannig að Seðlabankinn þurfi ekki að keyra efnahagslífið í kreppu til að ná verðbólgunni niður. 5. maí 2022 12:01
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent