Volkswagen: Rafbílar eru uppseldir í Evrópu og Bandaríkjunum út árið Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 8. maí 2022 07:01 Volkswagen ID.4 1ST Max Framkvæmdastjóri Volkswagen samsteypunnar, Herbert Diess, segir að kínversk eftirspurn sé á uppleið. Hann sagði rafbíla uppselda út árið í Evrópu og Bandaríkjunum. Vestur-Evrópumarkaður sem Volkswagen skilgreinir er einn og sér ábyrgur fyrir 300.000 pöntunum. Þetta þýðir að nýjar pantanir sem koma inn núna verða afgreiddar á næsta ári. Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir viðskiptavini sem vilja kaupa nýjan bíl. Sérstaklega með aukinni verðbólgu, gætu nýir bílar orðið talsvert dýrari þegar þeir koma svo á markað. Áætlanir Volkswagen samsteypunnar er að selja um það bil 700.000 hreina rafbíla í ár, þar af 140.000 í Kína. Til þess þarf Volkswagen að ná að framleiða að meðaltali um 200.000 bíla á ársfjórðungi það sem eftir er árs. Á fyrsta ársfjórðungi seldi Volskwagen samsteypan 99.100 bíla. Besti ársfjórðungur Volkswagen samsteypunnar þegar kemur að rafbílum er fjórði ársfjórðungur 2021 þegar 159.800 bílar seldust. Myndband frá YOUCAR um ID.5: Það mætti segja að þetta séu skýr merki um að orkuskiptin séu hafin fyrir alvöru, stórir framleiðendur eru almennt að vandræðast með að auka framleiðslu í takt við eftirspurn frá kaupendum. Ford og GM hafa nýlega bæst í hóp framleiðanda sem anna ekki eftirspurn. Vistvænir bílar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent
Vestur-Evrópumarkaður sem Volkswagen skilgreinir er einn og sér ábyrgur fyrir 300.000 pöntunum. Þetta þýðir að nýjar pantanir sem koma inn núna verða afgreiddar á næsta ári. Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir viðskiptavini sem vilja kaupa nýjan bíl. Sérstaklega með aukinni verðbólgu, gætu nýir bílar orðið talsvert dýrari þegar þeir koma svo á markað. Áætlanir Volkswagen samsteypunnar er að selja um það bil 700.000 hreina rafbíla í ár, þar af 140.000 í Kína. Til þess þarf Volkswagen að ná að framleiða að meðaltali um 200.000 bíla á ársfjórðungi það sem eftir er árs. Á fyrsta ársfjórðungi seldi Volskwagen samsteypan 99.100 bíla. Besti ársfjórðungur Volkswagen samsteypunnar þegar kemur að rafbílum er fjórði ársfjórðungur 2021 þegar 159.800 bílar seldust. Myndband frá YOUCAR um ID.5: Það mætti segja að þetta séu skýr merki um að orkuskiptin séu hafin fyrir alvöru, stórir framleiðendur eru almennt að vandræðast með að auka framleiðslu í takt við eftirspurn frá kaupendum. Ford og GM hafa nýlega bæst í hóp framleiðanda sem anna ekki eftirspurn.
Vistvænir bílar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent