Klopp: Erfitt að mæta úthvíldum Son og Kane Hjörvar Ólafsson skrifar 7. maí 2022 21:57 Jürgen Klopp þakkar stuðningsmönnum Liverpool fyrir leikinn í kvöld. Vísir/Getty Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir það vel ásættanlegt að gera jafntefli við ferskt lið Tottenham Hotspur en aftur á móti er hann ekki sáttur við úrslitin. „Þetta var erfiður leikur en ég er ánægður með frammistöðu leikmanna minna á móti frábæru liði sem gæti komist í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Tottenham Hotspur er með heimsklassa framherja og leikplan sem miðar að því að sækja hratt og nýta styrkleika þeirra," sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildini í kvöld. „Það er erfitt að lenda undir á móti svona góðu skyndisóknarlið en við héldum ró okkar og okkur tókst að kreista fram jöfnunarmark. Hugarfar okkar var frábært og við sýndum mikinn andlegan styrk. Hápressan okkar var í hæsta gæðaflokki," sagði Klopp enn fremur. „Við vorum hins vegar að mæta liði sem hafði heila viku til þess að undirbúa þennan leik og við getum vel við unað að ná í stig. Það var ekki að merkja þreytu hjá leikmönnum mínum þrátt fyrir mikið álag undanfarið sem er mjög jákvætt. Það vantaði herslumuninn til þess að ná fram sigri og stundum þarf heppni á lykilaugnablikum þegar tvö góð lið mætast. Þrátt fyrir að við sættum okkur við þessi úrslit er ég ekki ánægður. Eins og ég sagði við lærisveina mína verðum við að átta okkur að við vorum að mæta úthvíldum Harry Kane og Son Heung-min. Það er ekkert grín," sagði Þjóðverjinn. Liverpool er eftir þennan sigur með jafn mörg stig og Manchester City sem á þó leik til góða. „Við munum halda ótrauðir áfram. Leikmenn mínir eru nú inni í klefa að ná andanum eftir hraðan og skemmtilegan leik. Það er erfitt að krefjast þess að lið hafi betur í öllum leikjum og það er ástæða fyrir því að ekkert enskt lið hefur unnið alla fjóra stóru titlana á sama tímabilinu," sagði hann. Liverpool hefur nú þegar unnið enska deildarbikarinn, er í barátttu við Manchester City um enska meistaratitilinn og mætir Chelsea í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar og Real Madrid í úrslitum Meistaradeildar Evrópu síðar í þessum mánuði. Enski boltinn Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Sjá meira
„Þetta var erfiður leikur en ég er ánægður með frammistöðu leikmanna minna á móti frábæru liði sem gæti komist í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Tottenham Hotspur er með heimsklassa framherja og leikplan sem miðar að því að sækja hratt og nýta styrkleika þeirra," sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildini í kvöld. „Það er erfitt að lenda undir á móti svona góðu skyndisóknarlið en við héldum ró okkar og okkur tókst að kreista fram jöfnunarmark. Hugarfar okkar var frábært og við sýndum mikinn andlegan styrk. Hápressan okkar var í hæsta gæðaflokki," sagði Klopp enn fremur. „Við vorum hins vegar að mæta liði sem hafði heila viku til þess að undirbúa þennan leik og við getum vel við unað að ná í stig. Það var ekki að merkja þreytu hjá leikmönnum mínum þrátt fyrir mikið álag undanfarið sem er mjög jákvætt. Það vantaði herslumuninn til þess að ná fram sigri og stundum þarf heppni á lykilaugnablikum þegar tvö góð lið mætast. Þrátt fyrir að við sættum okkur við þessi úrslit er ég ekki ánægður. Eins og ég sagði við lærisveina mína verðum við að átta okkur að við vorum að mæta úthvíldum Harry Kane og Son Heung-min. Það er ekkert grín," sagði Þjóðverjinn. Liverpool er eftir þennan sigur með jafn mörg stig og Manchester City sem á þó leik til góða. „Við munum halda ótrauðir áfram. Leikmenn mínir eru nú inni í klefa að ná andanum eftir hraðan og skemmtilegan leik. Það er erfitt að krefjast þess að lið hafi betur í öllum leikjum og það er ástæða fyrir því að ekkert enskt lið hefur unnið alla fjóra stóru titlana á sama tímabilinu," sagði hann. Liverpool hefur nú þegar unnið enska deildarbikarinn, er í barátttu við Manchester City um enska meistaratitilinn og mætir Chelsea í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar og Real Madrid í úrslitum Meistaradeildar Evrópu síðar í þessum mánuði.
Enski boltinn Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Sjá meira