Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Selfoss 36-27 | Valsmenn flugu í úrslit Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. maí 2022 22:10 Valsmenn fagna að leik loknum. vísir/hulda margrét Valur er kominn í úrslit Olís-deildar karla eftir öruggan sigur á Selfossi, 36-27, í Origo-höllinni í kvöld. Valsmenn unnu einvígið 3-0 og leikina þrjá með samtals 26 marka mun. Valur hefur unnið síðustu níu leiki sína og strákarnir hans Snorra Steins Guðjónssonar líta einstaklega vel út um þessar mundir. Selfyssingar voru með frumkvæðið framan af en Valsmenn voru frábærir seinni hluta fyrri hálfleiks og skoruðu sjö af síðustu átta mörkum hans. Heimamenn voru sjö mörkum yfir í hálfleik, 19-12, og það bil var alltof breitt fyrir gestina að brúa. Stiven Tobar Valencia átti frábæran leik fyrir Val.vísir/hulda margrét Hvorki fleiri né færri en þrettán leikmenn Vals komust á blað í leiknum. Arnór Snær Óskarsson var þeirra markahæstur með átta mörk. Stiven Tobar Valencia skoraði sex mörk úr jafn mörgum skotum og var frábær í vörninni. Finnur Ingi Stefánsson skoraði fimm mörk. Björgvin Páll Gústavsson varði fimmtán skot (36 prósent), flest í fyrri hálfleik. Tryggvi Þórisson og Alexander Már Egan skoruðu fimm mörk hvor fyrir Selfoss. Miklu munaði að þeirra sterkustu útileikmenn, Ragnar Jóhannsson, Hergeir Grímsson og Guðmundur Hólmar Helgason, náðu sér ekki á strik og skoruðu aðeins samtals sex mörk í sextán skotum. Það var hugur í Selfyssingum í byrjun leiks. Þeir byrjuðu í framliggjandi vörn sem var mjög hreyfanleg og gerði Valsmönnum erfitt fyrir. Þá var Vilius Rasimas vel á verði í marki Selfoss og sóknarleikur gestanna skynsamur. Guðmundur Hólmar Helgason skoraði þrjú mörk gegn sínu gamla liði.vísir/hulda margrét En þrátt fyrir að virðast vera sterkari aðilinn náði Selfoss aldrei neinu forskoti. Björgvin Páll varði vel og þá skoraði Valur fjölda ódýrra marka sem komu í góðar þarfir meðan þeir voru í vandræðum í sókninni. Leikurinn snerist svo þegar Valur fór 5-1 vörn með Einar Þorstein Ólafsson fyrir framan. Selfoss átti í stórkostlegum vandræðum gegn henni, gekk illa að komast í færi og byrjuðu að kasta boltanum frá sér, eitthvað sem þeir gerðu ekki framan af leik. Stuðningsmenn Vals voru með sópa á lofti.vísir/hulda margrét Tryggvi kom Selfossi í 9-10 þegar níu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Þessar síðustu níu mínútur vann Valur aftur á móti 9-2 og fór því með sjö marka forskot til búningsherbergja, 19-12. Valsmenn héldu áfram þar sem frá var horfið í fyrri hálfleik og eftir sjö mínútur í þeim seinni var munurinn orðinn tíu mörk, 24-14, og dagskránni lokið. Selfyssingar áttu ágætis kafla um miðbik seinni hálfleiks og skoruðu fjögur mörk í röð en Valsmenn svöruðu strax og engin spenna var í leiknum á lokakaflanum. Á endanum munaði níu mörkum á liðunum, 36-27. Magnús Óli Magnússon fékk sigur og sæti í úrslitum í afmælisgjöf. Hann varð þrítugur í dag.vísir/hulda margrét Valsmenn hafa verið frábærir í úrslitakeppninni til þessa og varla þurft að svitna. Eins og staðan er núna bendir fátt til annars en þeir verji Íslandsmeistaratitilinn en Haukar og Eyjamenn, mögulegir mótherjar þeirra í úrslitum, eru væntanlega ekki á sama máli. Snorri Steinn: Frammistaðan í þessu einvígi var frábær Snorri Steinn Guðjónsson er búinn að koma Val í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð.vísir/hulda margrét Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var skiljanlega sáttur eftir sigurinn á Selfossi í kvöld. Með honum tryggðu Valsmenn sér sæti í úrslitum Olís-deildar karla. „Ég er mjög sáttur. Ég reiknaði með mjög erfiðu einvígi en allir þrír sigrarnir voru mjög sannfærandi,“ sagði Snorri eftir leikinn á Hlíðarenda. Leikurinn var jafn framan af en á lokakafla fyrri hálfleiks stigu Valsmenn á bensíngjöfina og voru sjö mörkum yfir, 19-12, í hálfleik. „Það kom smá meðbyr, hraðaupphlaupin gengu vel og við fórum að refsa þeim. Þetta er sama sagan í öllum þessum leikjum. Ég veit ekki hvort við gefum í eða þeir gefa eftir. Það skiptir mig ekki öllu máli. Við náðum frumkvæðinu og létum það ekki af hendi.“ Valsmenn voru með góða stjórn á leiknum í seinni hálfleik og Selfyssingar náðu aldrei að minnka muninn í minna en sex mörk. „Það kom smá kafli sem var ekki alveg nógu góður en ég var líka að skipta inn á. En frammistaðan í þessu einvígi var frábær og margt sem við getum tekið með okkur. Við þurfum aðeins að anda, ná okkur niður og einbeita okkur að næsta einvígi,“ sagði Snorri. Valsmenn hafa unnið alla fimm leiki sína í úrslitakeppninni og alls níu leiki í röð. Þrátt fyrir það er Snorri með báða fætur á jörðinni. „Ég er drullu stressaður fyrir hvern einasta leik og er alltaf að reyna að finna eitthvað. En ég pæli ekkert í einhverju tapi. Ég fer í leik til að vinna hann. Ég var drullu stressaður fyrir þennan leik og vissi að við þyrftum frammistöðu sem við fengum. En auðvitað er gríðarlega mikið sjálfstraust í liðinu og trú á að það sem við erum að gera og stöndum fyrir. Okkur líður vel,“ sagði Snorri að lokum. Halldór: Aldrei verið með alla leikmennina og aldrei náð almennilegum takti Halldór Sigfússon gengur sáttur frá tímabilinu.vísir/hulda margrét Halldór Sigfússon, þjálfari Selfoss, sagði að slæmur lokakafli á fyrri hálfleik hafi verið banabiti sinna manna gegn Val í kvöld. „Við vorum með einhverja 6-7 tapaða bolta á tíu mínútum. Það var ótrúlegt og við köstuðum leiknum eiginlega frá okkur. Þeir voru fljótir að komast að komast sjö mörkum yfir og þetta endaði í níu mörkum. Við gerðum okkur erfitt fyrir,“ sagði Halldór í leikslok. „Við erum í vandræðum. Einar [Sverrisson] er meiddur. Við reyndum að hafa hann kláran en það var ekki hægt. Gummi [Guðmundur Hólmar Helgason] var slæmur og það vantar í liðið. Árni Steinn [Steinþórsson] reyndi að komast í takt en þetta er kannski okkar saga í vetur. Við höfum aldrei verið með alla leikmennina og aldrei náð almennilegum takti.“ Þrátt fyrir að vera kominn í sumarfrí kveðst Halldór vera sáttur með sína menn og hverju þeir áorkuðu í vetur. „Ég er ótrúlega stoltur af mínu liði. Við komumst í undanúrslit í bikar og í undanúrslit í deildar. Það munaði ótrúlega litlu að við færum í bikarúrslit. En við vorum bara ekki nógu góðir á móti þessu Valsliði í þessu einvígi. Það verður að segjast eins og er,“ sagði Halldór. „Ég óska Valsmönnum til hamingju. Þetta er frábært lið og miðað við hvernig þeir eru að spila núna sé ég ekki hvaða lið á að stoppa þá.“ Selfoss var sjö mörkum undir í hálfleik, 19-12, og brekkan því orðin ansi brött. „Auðvitað er erfitt að vera sjö mörkum undir. Valsliðið gefur ekkert mörg færi á sér. En auðvitað vildum við berjast til síðasta manns og reyna að setja meiri pressu á þá fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik. Við komum með smá áhlaup, settum þetta niður í sex mörk og fengum dauðafæri til að minnka muninn í fimm mörk. Þá hefði kannski getað komið smá meðbyr með okkur,“ sagði Halldór. Eftir leik tvö kvartaði hann yfir að Valsmenn tækju ítrekað ólöglega miðju og hann hjó í sama knérum eftir leikinn í kvöld. „Ég verð að segja að mér þykir það mjög undarlegt að það skuli allt í einu vera hægt að dæma einhverjar sex ólöglegar miðjur í seinni hálfleik en bara eina í þeim fyrri þegar leikurinn er í járnum. En þegar hann var búinn fengu dómararnir allt í einu sens fyrir að róa leikinn. Því það eru ótrúlega margar miðjur kolólöglegar,“ sagði Halldór að lokum. Olís-deild karla Valur UMF Selfoss
Valur er kominn í úrslit Olís-deildar karla eftir öruggan sigur á Selfossi, 36-27, í Origo-höllinni í kvöld. Valsmenn unnu einvígið 3-0 og leikina þrjá með samtals 26 marka mun. Valur hefur unnið síðustu níu leiki sína og strákarnir hans Snorra Steins Guðjónssonar líta einstaklega vel út um þessar mundir. Selfyssingar voru með frumkvæðið framan af en Valsmenn voru frábærir seinni hluta fyrri hálfleiks og skoruðu sjö af síðustu átta mörkum hans. Heimamenn voru sjö mörkum yfir í hálfleik, 19-12, og það bil var alltof breitt fyrir gestina að brúa. Stiven Tobar Valencia átti frábæran leik fyrir Val.vísir/hulda margrét Hvorki fleiri né færri en þrettán leikmenn Vals komust á blað í leiknum. Arnór Snær Óskarsson var þeirra markahæstur með átta mörk. Stiven Tobar Valencia skoraði sex mörk úr jafn mörgum skotum og var frábær í vörninni. Finnur Ingi Stefánsson skoraði fimm mörk. Björgvin Páll Gústavsson varði fimmtán skot (36 prósent), flest í fyrri hálfleik. Tryggvi Þórisson og Alexander Már Egan skoruðu fimm mörk hvor fyrir Selfoss. Miklu munaði að þeirra sterkustu útileikmenn, Ragnar Jóhannsson, Hergeir Grímsson og Guðmundur Hólmar Helgason, náðu sér ekki á strik og skoruðu aðeins samtals sex mörk í sextán skotum. Það var hugur í Selfyssingum í byrjun leiks. Þeir byrjuðu í framliggjandi vörn sem var mjög hreyfanleg og gerði Valsmönnum erfitt fyrir. Þá var Vilius Rasimas vel á verði í marki Selfoss og sóknarleikur gestanna skynsamur. Guðmundur Hólmar Helgason skoraði þrjú mörk gegn sínu gamla liði.vísir/hulda margrét En þrátt fyrir að virðast vera sterkari aðilinn náði Selfoss aldrei neinu forskoti. Björgvin Páll varði vel og þá skoraði Valur fjölda ódýrra marka sem komu í góðar þarfir meðan þeir voru í vandræðum í sókninni. Leikurinn snerist svo þegar Valur fór 5-1 vörn með Einar Þorstein Ólafsson fyrir framan. Selfoss átti í stórkostlegum vandræðum gegn henni, gekk illa að komast í færi og byrjuðu að kasta boltanum frá sér, eitthvað sem þeir gerðu ekki framan af leik. Stuðningsmenn Vals voru með sópa á lofti.vísir/hulda margrét Tryggvi kom Selfossi í 9-10 þegar níu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Þessar síðustu níu mínútur vann Valur aftur á móti 9-2 og fór því með sjö marka forskot til búningsherbergja, 19-12. Valsmenn héldu áfram þar sem frá var horfið í fyrri hálfleik og eftir sjö mínútur í þeim seinni var munurinn orðinn tíu mörk, 24-14, og dagskránni lokið. Selfyssingar áttu ágætis kafla um miðbik seinni hálfleiks og skoruðu fjögur mörk í röð en Valsmenn svöruðu strax og engin spenna var í leiknum á lokakaflanum. Á endanum munaði níu mörkum á liðunum, 36-27. Magnús Óli Magnússon fékk sigur og sæti í úrslitum í afmælisgjöf. Hann varð þrítugur í dag.vísir/hulda margrét Valsmenn hafa verið frábærir í úrslitakeppninni til þessa og varla þurft að svitna. Eins og staðan er núna bendir fátt til annars en þeir verji Íslandsmeistaratitilinn en Haukar og Eyjamenn, mögulegir mótherjar þeirra í úrslitum, eru væntanlega ekki á sama máli. Snorri Steinn: Frammistaðan í þessu einvígi var frábær Snorri Steinn Guðjónsson er búinn að koma Val í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð.vísir/hulda margrét Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var skiljanlega sáttur eftir sigurinn á Selfossi í kvöld. Með honum tryggðu Valsmenn sér sæti í úrslitum Olís-deildar karla. „Ég er mjög sáttur. Ég reiknaði með mjög erfiðu einvígi en allir þrír sigrarnir voru mjög sannfærandi,“ sagði Snorri eftir leikinn á Hlíðarenda. Leikurinn var jafn framan af en á lokakafla fyrri hálfleiks stigu Valsmenn á bensíngjöfina og voru sjö mörkum yfir, 19-12, í hálfleik. „Það kom smá meðbyr, hraðaupphlaupin gengu vel og við fórum að refsa þeim. Þetta er sama sagan í öllum þessum leikjum. Ég veit ekki hvort við gefum í eða þeir gefa eftir. Það skiptir mig ekki öllu máli. Við náðum frumkvæðinu og létum það ekki af hendi.“ Valsmenn voru með góða stjórn á leiknum í seinni hálfleik og Selfyssingar náðu aldrei að minnka muninn í minna en sex mörk. „Það kom smá kafli sem var ekki alveg nógu góður en ég var líka að skipta inn á. En frammistaðan í þessu einvígi var frábær og margt sem við getum tekið með okkur. Við þurfum aðeins að anda, ná okkur niður og einbeita okkur að næsta einvígi,“ sagði Snorri. Valsmenn hafa unnið alla fimm leiki sína í úrslitakeppninni og alls níu leiki í röð. Þrátt fyrir það er Snorri með báða fætur á jörðinni. „Ég er drullu stressaður fyrir hvern einasta leik og er alltaf að reyna að finna eitthvað. En ég pæli ekkert í einhverju tapi. Ég fer í leik til að vinna hann. Ég var drullu stressaður fyrir þennan leik og vissi að við þyrftum frammistöðu sem við fengum. En auðvitað er gríðarlega mikið sjálfstraust í liðinu og trú á að það sem við erum að gera og stöndum fyrir. Okkur líður vel,“ sagði Snorri að lokum. Halldór: Aldrei verið með alla leikmennina og aldrei náð almennilegum takti Halldór Sigfússon gengur sáttur frá tímabilinu.vísir/hulda margrét Halldór Sigfússon, þjálfari Selfoss, sagði að slæmur lokakafli á fyrri hálfleik hafi verið banabiti sinna manna gegn Val í kvöld. „Við vorum með einhverja 6-7 tapaða bolta á tíu mínútum. Það var ótrúlegt og við köstuðum leiknum eiginlega frá okkur. Þeir voru fljótir að komast að komast sjö mörkum yfir og þetta endaði í níu mörkum. Við gerðum okkur erfitt fyrir,“ sagði Halldór í leikslok. „Við erum í vandræðum. Einar [Sverrisson] er meiddur. Við reyndum að hafa hann kláran en það var ekki hægt. Gummi [Guðmundur Hólmar Helgason] var slæmur og það vantar í liðið. Árni Steinn [Steinþórsson] reyndi að komast í takt en þetta er kannski okkar saga í vetur. Við höfum aldrei verið með alla leikmennina og aldrei náð almennilegum takti.“ Þrátt fyrir að vera kominn í sumarfrí kveðst Halldór vera sáttur með sína menn og hverju þeir áorkuðu í vetur. „Ég er ótrúlega stoltur af mínu liði. Við komumst í undanúrslit í bikar og í undanúrslit í deildar. Það munaði ótrúlega litlu að við færum í bikarúrslit. En við vorum bara ekki nógu góðir á móti þessu Valsliði í þessu einvígi. Það verður að segjast eins og er,“ sagði Halldór. „Ég óska Valsmönnum til hamingju. Þetta er frábært lið og miðað við hvernig þeir eru að spila núna sé ég ekki hvaða lið á að stoppa þá.“ Selfoss var sjö mörkum undir í hálfleik, 19-12, og brekkan því orðin ansi brött. „Auðvitað er erfitt að vera sjö mörkum undir. Valsliðið gefur ekkert mörg færi á sér. En auðvitað vildum við berjast til síðasta manns og reyna að setja meiri pressu á þá fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik. Við komum með smá áhlaup, settum þetta niður í sex mörk og fengum dauðafæri til að minnka muninn í fimm mörk. Þá hefði kannski getað komið smá meðbyr með okkur,“ sagði Halldór. Eftir leik tvö kvartaði hann yfir að Valsmenn tækju ítrekað ólöglega miðju og hann hjó í sama knérum eftir leikinn í kvöld. „Ég verð að segja að mér þykir það mjög undarlegt að það skuli allt í einu vera hægt að dæma einhverjar sex ólöglegar miðjur í seinni hálfleik en bara eina í þeim fyrri þegar leikurinn er í járnum. En þegar hann var búinn fengu dómararnir allt í einu sens fyrir að róa leikinn. Því það eru ótrúlega margar miðjur kolólöglegar,“ sagði Halldór að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti