Með skilaboð til verkalýðshreyfingarinnar fyrir kjaraviðræður Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. maí 2022 19:02 Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra. vísir/vilhelm Viðskiptaráðherra biðlar til verslana að ráðast í sem minnstar verðhækkanir til að halda verðbólgunni eins lágri og mögulegt er. Hún vonar að verkalýðshreyfingin sýni ábyrgð í komandi kjarasamningum. Seðlabankinn hækkaði vexti sína í gær um eitt prósentustig til að stemma stigu við verðbólgunni. Þrátt fyrir það sagðist seðlabankastjóri óttast að verðbólgan, sem nú er í 7,2 prósentum, eigi eftir að fara yfir átta prósent á næsta ársfjórðungi. Og því munu fylgja enn meiri vaxtahækkanir. Þrátt fyrir þetta er viðskiptaráðherra bjartsýnn á að hægt verði að koma í veg fyrir að hér á landi skapist kreppuástand. „Það er þannig að efnahagshorfur á Íslandi eru góðar. Við erum að sjá góðan hagvöxt lítið atvinnuleysi og meðal annars þess vegna þarf að hækka vexti. Ég tel að ef við stillum saman strengi okkar og allir taki þátt í þessu þá getum við komist fram hjá slíku ástandi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Verkalýðshreyfingin hefur sýnt að hún sé ábyrg Ráðherrann segir að þar verði allir að vera tilbúnir að gera sitt, bæði vinnumarkaður og verkalýðsfélög. Seðlabankastjóri sagði í gær að mikilvægt væri að einblínt yrði á að tryggja kaupmátt en ekki launahækkanir í komandi kjarasamningum. Hver eru skilaboðin frá þér til verkalýðshreyfingarinnar fyrir kjaraviðræður í haust? „Að við séum öll í þessu saman og verkalýðshreyfingin hefur sýnt það að hún er ábyrg. Hún hefur verið það. Og við ætlum að gera allt sem við getum til að aðstoða við það að hér verði ekki sú kjararýrnun sem ella hefði orðið,“ segir Lilja. Ráðherrann hvetur verslanir þá til að ráðast í sem minnstar verðhækkanir. „Ekki spurning. Ég kynnti í ríkisstjórn í þarsíðustu viku okkar áform um það að fylgjast betur með vegna þessa ástands vegna þess að það tapa allir á verðbólgu og sérstaklega tekjulægstu hóparnir,“ segir Lilja. Seðlabankinn Efnahagsmál Stéttarfélög Kjaramál Verslun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Telur almenning klárari en svo að taka undir kröfu VR Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist telja að almenningur sé skynsamari en svo að taka undir kröfur formanns VR um miklar launahækkanir í haust í ljósi vaxtahækkana Seðlabankans. Hann segir alla í landinu tapa á aukinni verðbólgu. 5. maí 2022 12:03 Stríðið í Úkraínu kyndir undir verðbólgu Verðbólga á Íslandi hefur ekki verið meiri í tólf ár sem ásamt verðbólgu í helstu viðskiptalöndum knúði Seðlabankann til að hækka meginvexti sína um eitt prósentustig í morgun. Efnahagshorfur fara versnandi þrátt fyrir góða hagvöxt og lítið atvinnuleysi. 4. maí 2022 12:28 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Seðlabankinn hækkaði vexti sína í gær um eitt prósentustig til að stemma stigu við verðbólgunni. Þrátt fyrir það sagðist seðlabankastjóri óttast að verðbólgan, sem nú er í 7,2 prósentum, eigi eftir að fara yfir átta prósent á næsta ársfjórðungi. Og því munu fylgja enn meiri vaxtahækkanir. Þrátt fyrir þetta er viðskiptaráðherra bjartsýnn á að hægt verði að koma í veg fyrir að hér á landi skapist kreppuástand. „Það er þannig að efnahagshorfur á Íslandi eru góðar. Við erum að sjá góðan hagvöxt lítið atvinnuleysi og meðal annars þess vegna þarf að hækka vexti. Ég tel að ef við stillum saman strengi okkar og allir taki þátt í þessu þá getum við komist fram hjá slíku ástandi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Verkalýðshreyfingin hefur sýnt að hún sé ábyrg Ráðherrann segir að þar verði allir að vera tilbúnir að gera sitt, bæði vinnumarkaður og verkalýðsfélög. Seðlabankastjóri sagði í gær að mikilvægt væri að einblínt yrði á að tryggja kaupmátt en ekki launahækkanir í komandi kjarasamningum. Hver eru skilaboðin frá þér til verkalýðshreyfingarinnar fyrir kjaraviðræður í haust? „Að við séum öll í þessu saman og verkalýðshreyfingin hefur sýnt það að hún er ábyrg. Hún hefur verið það. Og við ætlum að gera allt sem við getum til að aðstoða við það að hér verði ekki sú kjararýrnun sem ella hefði orðið,“ segir Lilja. Ráðherrann hvetur verslanir þá til að ráðast í sem minnstar verðhækkanir. „Ekki spurning. Ég kynnti í ríkisstjórn í þarsíðustu viku okkar áform um það að fylgjast betur með vegna þessa ástands vegna þess að það tapa allir á verðbólgu og sérstaklega tekjulægstu hóparnir,“ segir Lilja.
Seðlabankinn Efnahagsmál Stéttarfélög Kjaramál Verslun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Telur almenning klárari en svo að taka undir kröfu VR Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist telja að almenningur sé skynsamari en svo að taka undir kröfur formanns VR um miklar launahækkanir í haust í ljósi vaxtahækkana Seðlabankans. Hann segir alla í landinu tapa á aukinni verðbólgu. 5. maí 2022 12:03 Stríðið í Úkraínu kyndir undir verðbólgu Verðbólga á Íslandi hefur ekki verið meiri í tólf ár sem ásamt verðbólgu í helstu viðskiptalöndum knúði Seðlabankann til að hækka meginvexti sína um eitt prósentustig í morgun. Efnahagshorfur fara versnandi þrátt fyrir góða hagvöxt og lítið atvinnuleysi. 4. maí 2022 12:28 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Telur almenning klárari en svo að taka undir kröfu VR Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist telja að almenningur sé skynsamari en svo að taka undir kröfur formanns VR um miklar launahækkanir í haust í ljósi vaxtahækkana Seðlabankans. Hann segir alla í landinu tapa á aukinni verðbólgu. 5. maí 2022 12:03
Stríðið í Úkraínu kyndir undir verðbólgu Verðbólga á Íslandi hefur ekki verið meiri í tólf ár sem ásamt verðbólgu í helstu viðskiptalöndum knúði Seðlabankann til að hækka meginvexti sína um eitt prósentustig í morgun. Efnahagshorfur fara versnandi þrátt fyrir góða hagvöxt og lítið atvinnuleysi. 4. maí 2022 12:28