Báðir fundust vel á höfuðborgarsvæðinu.
Jarðskjálftahrina hefur verið í gangi á Reykjanesi síðustu daga. Skjálftarnir nú í kringum miðnætti hafa verið þeir sterkustu í hrinunni en jarðskjálftahrinan virðist vera eflast.
Nokkuð snarpur jarðskjálfti varð við Kleifarvatn skömmu eftir miðnætti. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni mældist jarðskjálftinn 3,4 að stærð. Annar jarðskjálfti varð skömmu fyrir miðnætti á svipuðum stað en hann mældist 2,9 samkvæmt fyrstu mælingum.
Báðir fundust vel á höfuðborgarsvæðinu.
Jarðskjálftahrina hefur verið í gangi á Reykjanesi síðustu daga. Skjálftarnir nú í kringum miðnætti hafa verið þeir sterkustu í hrinunni en jarðskjálftahrinan virðist vera eflast.
Vísbendingar eru um kvikusöfnun á talsverðu dýpi austan við Fagradalsfjall. Engin merki eru þó um að kvika sé að nálgast yfirborð.