Fengu 674 kíló að meðaltali á fyrsta degi strandveiðanna Kristján Már Unnarsson skrifar 3. maí 2022 11:56 Fagra Fríða í Akraneshöfn í gærkvöldi. Sigfús Jónsson strandveiðisjómaður við stýrið. Arnar Halldórsson 132 bátar reru á fyrsta degi strandveiðanna í gær og nam aflinn samtals 89,6 tonnum. Meðalafli á bát var þannig 674 kíló, samkvæmt samantekt Fiskistofu. „Því miður viðraði ekki sem skyldi á þessum fyrsta degi og því náðu færri að nýta sér daginn,“ segir á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda um upphaf strandveiðanna í ár. Flestir bátanna á sjó í gær voru á svæði A eða 61 talsins, en svæðið nær yfir Breiðafjörð og Vestfirði, frá sunnanverðu Snæfellsnesi og að Strandabyggð. Þar veiddist einnig mest í gær og var meðalafli á bát 773 kíló á svæði A. Svalur AK siglir inn í Akraneshöfn í gærkvöldi.Arnar Halldórsson Minnst veiddu bátar á svæði B eða 475 kíló að jafnaði á bát. Það svæði er Mið-Norðurland og liggur frá Húnaflóa og að Skjálfandaflóa en 23 bátar hófu veiðar þar í gær. Svæði C nær yfir Norðausturland og Austfirði, með Þingeyjarsveit og Djúpavogshreppi, sem nú er Múlaþing. Þar reru 26 bátar á gær og fengu 618 kíló að meðaltali. Svæði D er suðurströndin og Suðvesturland, með Hornafirði og Borgarbyggð. Þar héldu 22 strandveiðibátar á sjó í gær og reyndist afli þeirra 666 kíló að meðaltali á bát. Óskar Óskarsson á Sval AK landaði 576 kílóum á Akranesi í gærkvöldi. Þar af voru 502 kíló af þorski, 57 kíló af ufsa og 17 kíló af karfa. Samkvæmt reglugerð um strandveiðar er hverju skipi heimilt að stunda strandveiðar í 12 veiðidaga innan hvers mánaðar frá 2. maí til 31. ágúst, svo fremi að heildarstrandveiðikvótinn klárist ekki fyrr. Ekki er heimilt að stunda veiðar á föstudögum, laugardögum og sunnudögum. Veiðiferð má ekki standa lengur en í 14 klukkustundir og eingöngu er heimilt að fara í eina veiðiferð á hverjum degi. Hámarksafli er 650 kíló á dag, í þorskígildum talið, og miðast við slægðan fisk. Það þýðir 774 kíló af óslægðum þorski. Í fréttum í gær kom fram að strandveiðisjómenn í Norðurfirði á Ströndum neyddust til að fresta brottför þar sem þungatakmarkanir á þjóðveginum norður í Árneshrepp meinuðu flutningabílum að sækja aflann. Vegagerðin hefur núna aflétt þeim þungatakmörkunum. Hér má sjá útsendingu Stöðvar 2 frá fyrsta degi strandveiðanna: Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjöhundruð bátar á strandveiðum færa fjör í sjávarbyggðir landsins Strandveiðarnar hófust í dag. Búist er við að um 700 bátar stundi veiðarnar í sumar en í morgun voru um 450 bátar þegar komnir með leyfi. Leiðindaveður hamlaði þó sjósókn víða um land á þessum fyrsta degi. 2. maí 2022 23:10 Komast ekki til strandveiða vegna þungatakmarkana á þjóðveginum Strandveiðarnar hófust í morgun og er búist við að um og yfir sjöhundruð bátar stundi veiðarnar þetta sumarið. Í Norðurfirði á Ströndum, einni aflahæstu höfninni, neyddust sjómenn þó til að fresta brottför þar sem þungatakmarkanir á þjóðveginum norður í Árneshrepp meina flutningabílum að sækja aflann. 2. maí 2022 12:41 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
„Því miður viðraði ekki sem skyldi á þessum fyrsta degi og því náðu færri að nýta sér daginn,“ segir á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda um upphaf strandveiðanna í ár. Flestir bátanna á sjó í gær voru á svæði A eða 61 talsins, en svæðið nær yfir Breiðafjörð og Vestfirði, frá sunnanverðu Snæfellsnesi og að Strandabyggð. Þar veiddist einnig mest í gær og var meðalafli á bát 773 kíló á svæði A. Svalur AK siglir inn í Akraneshöfn í gærkvöldi.Arnar Halldórsson Minnst veiddu bátar á svæði B eða 475 kíló að jafnaði á bát. Það svæði er Mið-Norðurland og liggur frá Húnaflóa og að Skjálfandaflóa en 23 bátar hófu veiðar þar í gær. Svæði C nær yfir Norðausturland og Austfirði, með Þingeyjarsveit og Djúpavogshreppi, sem nú er Múlaþing. Þar reru 26 bátar á gær og fengu 618 kíló að meðaltali. Svæði D er suðurströndin og Suðvesturland, með Hornafirði og Borgarbyggð. Þar héldu 22 strandveiðibátar á sjó í gær og reyndist afli þeirra 666 kíló að meðaltali á bát. Óskar Óskarsson á Sval AK landaði 576 kílóum á Akranesi í gærkvöldi. Þar af voru 502 kíló af þorski, 57 kíló af ufsa og 17 kíló af karfa. Samkvæmt reglugerð um strandveiðar er hverju skipi heimilt að stunda strandveiðar í 12 veiðidaga innan hvers mánaðar frá 2. maí til 31. ágúst, svo fremi að heildarstrandveiðikvótinn klárist ekki fyrr. Ekki er heimilt að stunda veiðar á föstudögum, laugardögum og sunnudögum. Veiðiferð má ekki standa lengur en í 14 klukkustundir og eingöngu er heimilt að fara í eina veiðiferð á hverjum degi. Hámarksafli er 650 kíló á dag, í þorskígildum talið, og miðast við slægðan fisk. Það þýðir 774 kíló af óslægðum þorski. Í fréttum í gær kom fram að strandveiðisjómenn í Norðurfirði á Ströndum neyddust til að fresta brottför þar sem þungatakmarkanir á þjóðveginum norður í Árneshrepp meinuðu flutningabílum að sækja aflann. Vegagerðin hefur núna aflétt þeim þungatakmörkunum. Hér má sjá útsendingu Stöðvar 2 frá fyrsta degi strandveiðanna:
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjöhundruð bátar á strandveiðum færa fjör í sjávarbyggðir landsins Strandveiðarnar hófust í dag. Búist er við að um 700 bátar stundi veiðarnar í sumar en í morgun voru um 450 bátar þegar komnir með leyfi. Leiðindaveður hamlaði þó sjósókn víða um land á þessum fyrsta degi. 2. maí 2022 23:10 Komast ekki til strandveiða vegna þungatakmarkana á þjóðveginum Strandveiðarnar hófust í morgun og er búist við að um og yfir sjöhundruð bátar stundi veiðarnar þetta sumarið. Í Norðurfirði á Ströndum, einni aflahæstu höfninni, neyddust sjómenn þó til að fresta brottför þar sem þungatakmarkanir á þjóðveginum norður í Árneshrepp meina flutningabílum að sækja aflann. 2. maí 2022 12:41 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Sjöhundruð bátar á strandveiðum færa fjör í sjávarbyggðir landsins Strandveiðarnar hófust í dag. Búist er við að um 700 bátar stundi veiðarnar í sumar en í morgun voru um 450 bátar þegar komnir með leyfi. Leiðindaveður hamlaði þó sjósókn víða um land á þessum fyrsta degi. 2. maí 2022 23:10
Komast ekki til strandveiða vegna þungatakmarkana á þjóðveginum Strandveiðarnar hófust í morgun og er búist við að um og yfir sjöhundruð bátar stundi veiðarnar þetta sumarið. Í Norðurfirði á Ströndum, einni aflahæstu höfninni, neyddust sjómenn þó til að fresta brottför þar sem þungatakmarkanir á þjóðveginum norður í Árneshrepp meina flutningabílum að sækja aflann. 2. maí 2022 12:41