Segir mjög góðar líkur á því að Eriksen verði áfram hjá Brentford Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2022 09:31 Christian Eriksen þakkar stuðningsmönnum Brentford fyrir eftir sigurleik á Eest Ham í vetur. Getty/Warren Little Thomas Frank, knattspyrnustjóri Brentford er bjartsýnn á það að hann geti haldið landa sínum Christian Eriksen hjá félaginu. Frank tjáði sig um framhaldið hjá danska landsliðsmiðjumanninum eftir tapleikinn á móti Manchester United á Old Trafford í gærkvöldi. Could Eriksen be staying at Brentford next season?He joined the club on a six-month deal in January and helped to propel the club away from the relegation zone.Read more #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) May 3, 2022 Hinn þrítugi Eriksen skrifaði undir sex mánaða samning við félagið í janúar en hann var þá að koma til baka eftir hjartastopp í leik með danska landsliðinu á EM sumarið 2021. Eriksen hefur átt frábæra innkomu í liðið og átti mikinn þátt í því að Brentford sagði skilið við fallbaráttuna. Í rauninni var tapið á Old Trafford í gær það fyrsta síðan að Eriksen fór að spila með Brentford. „Ég er alltaf jákvæður,“ sagði Thomas Frank aðspurður um möguleika á því að halda Christian Eriksen. Margir hafa búist við því að Eriksen færi í stærra félag nú þegar hann hefur sýnt það og sannað að hann getur enn spilað fótbolta á hæsta stigi þrátt fyrir hjartastoppið. Hann hefur verið orðaður við Tottenham, Newcastle og Manchester United. Nothing will be decided before the end of the season. Brentford boss Thomas Frank says that he hopes Christian Eriksen will stay with the club beyond the summer. pic.twitter.com/UCAgxlFPUD— Football Daily (@footballdaily) April 28, 2022 „Ég hef alltaf trú á því að við eigum mjög góða möguleika á að halda honum. Ég veit að hann er ánægður hérna og hann nýtur þess að spila fótbolta. Þetta er ákvörðun sem verður tekin eftir að tímabilinu lýkur,“ sagði Frank. Eriksen spilar með bjargráð sem er ætlað að hjálpa að koma hjartanu aftur af stað ef það stoppar aftur. Allt hefur gengið eins og í sögu síðan hann byrjaði aftur og liðið hefur blómstrað með hann inn á miðjunni. Brentford hefur unnið sex af átta leikjum sínum eða alla nema tapið á móti Manchester United í gær og markalaust jafntefli á móti Tottenham. I love what the Manchester United fans did at the first two corners, I thought that was a nice touch and what football can do when we think about greater things. Thomas Frank on Christian Eriksen s performance against Manchester United this evening. pic.twitter.com/Usyrvb92LI— Football Daily (@footballdaily) May 2, 2022 Enski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Sjá meira
Frank tjáði sig um framhaldið hjá danska landsliðsmiðjumanninum eftir tapleikinn á móti Manchester United á Old Trafford í gærkvöldi. Could Eriksen be staying at Brentford next season?He joined the club on a six-month deal in January and helped to propel the club away from the relegation zone.Read more #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) May 3, 2022 Hinn þrítugi Eriksen skrifaði undir sex mánaða samning við félagið í janúar en hann var þá að koma til baka eftir hjartastopp í leik með danska landsliðinu á EM sumarið 2021. Eriksen hefur átt frábæra innkomu í liðið og átti mikinn þátt í því að Brentford sagði skilið við fallbaráttuna. Í rauninni var tapið á Old Trafford í gær það fyrsta síðan að Eriksen fór að spila með Brentford. „Ég er alltaf jákvæður,“ sagði Thomas Frank aðspurður um möguleika á því að halda Christian Eriksen. Margir hafa búist við því að Eriksen færi í stærra félag nú þegar hann hefur sýnt það og sannað að hann getur enn spilað fótbolta á hæsta stigi þrátt fyrir hjartastoppið. Hann hefur verið orðaður við Tottenham, Newcastle og Manchester United. Nothing will be decided before the end of the season. Brentford boss Thomas Frank says that he hopes Christian Eriksen will stay with the club beyond the summer. pic.twitter.com/UCAgxlFPUD— Football Daily (@footballdaily) April 28, 2022 „Ég hef alltaf trú á því að við eigum mjög góða möguleika á að halda honum. Ég veit að hann er ánægður hérna og hann nýtur þess að spila fótbolta. Þetta er ákvörðun sem verður tekin eftir að tímabilinu lýkur,“ sagði Frank. Eriksen spilar með bjargráð sem er ætlað að hjálpa að koma hjartanu aftur af stað ef það stoppar aftur. Allt hefur gengið eins og í sögu síðan hann byrjaði aftur og liðið hefur blómstrað með hann inn á miðjunni. Brentford hefur unnið sex af átta leikjum sínum eða alla nema tapið á móti Manchester United í gær og markalaust jafntefli á móti Tottenham. I love what the Manchester United fans did at the first two corners, I thought that was a nice touch and what football can do when we think about greater things. Thomas Frank on Christian Eriksen s performance against Manchester United this evening. pic.twitter.com/Usyrvb92LI— Football Daily (@footballdaily) May 2, 2022
Enski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Sjá meira