Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að það verði úrkoma um allt land, rigning á sunnanverðu landinu en norðanlands verði allvíða slydda eða snjókoma. Reikna má með norðlægari vindi í kvöld og að stytti svo upp á Suðvesturlandi.
Hiti verður á bilinu núll til átta stig yfir daginn þar sem mildast verður sunnantil, en víða næturfrost.
„Lægir smám saman á morgun. Þá verða dálítil él á norðanverðu landinu og skúrir suðaustanlands, annars yfirleitt þurrt.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag: Norðlæg átt 5-13 m/s, en lægir allvíða eftir hádegi. Dálítil él á norðanverðu landinu og skúrir suðaustanlands, annars yfirleitt þurrt. Hiti 2 til 8 stig að deginum, en í kringum frostmark norðantil.
Á fimmtudag: Fremur hæg breytileg átt, en gengur í norðvestan og vestan 8-13 eftir hádegi. Slydda eða snjókoma með köflum, en sums staðar rigning við ströndina. Hiti 0 til 6 stig yfir daginn.
Á föstudag: Snýst í suðvestan 5-13 með dálitlum skúrum eða éljum, en léttir til austanlands. Hiti breytist lítið.
Á laugardag: Fremur hæg suðvestanátt og skúrir, en bjart að mestu á Austurlandi. Hiti 3 til 9 stig.
Á sunnudag og mánudag: Snýst í suðaustanátt með súld eða dálítilli rigningu, en þurrt að kalla á Norður- og Austurlandi. Hlýnar í veðri.