Vilja virkja borgarana og tryggja gjaldfrjálsa þjónustu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. maí 2022 17:17 Sanna og Trausti leiða lista Sósíalistaflokksins í Reykjavík. Sósíalistaflokkurinn Sósíalistaflokkur Íslands kynnti í dag stefnumál sín í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Lögð er áhersla á að tryggja aðkomu íbúanna að ákvarðanatökku, tryggja gjaldfrjálsa grunnþjónustu og að útrýma biðliestum eftir húsnæði. Fram kemur í tilkynningu frá flokknum að markmið flokksins sé samfélagslegt frelsi, jöfnuð, mannhelgi og samkennd. Markmiðin náist eingöngu með því að færa völdin í hendur fólks í landinu og með valddreifðri stjórn þar sem hagsmunir fólks séu í fyrirrúmi. Þá segir að Reykjavíkurborg eigi að vera byggð út frá þörfum og væntingum fólksins sem þar búi en ekki á forsendum fjármagns, „sem allt of oft fær að ráða“. Ungt fólk leiðir lista flokksins í borginni: Oddviti hans er hin 29 ára gamla Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi og í öðru sæti Trausti Breiðfjörð Magnússon, stuðningsfulltrúi og nemi sem er 26 ára gamall. Þau segjast í tilkynningunni stefna á að ná sterkum áhrifum innan borgarstjórnarinnar og séu tilbúin til að stuðla að því að borginni sé stjórnað af róttækum vinstrimeirihluta. Lesa má helstu stefnumál flokksins fyrir borgarstjórnarkosningar hér að neðan. Borgin á að byggja Útrýmum biðlistum eftir húsnæði. Borgin stofni byggingafélag og hefji byggingu á 3000 óhagnaðardrifnum íbúðum nú þegar í gegnum félagsbústaði. Tryggja skal tekjur Reykjavíkurborgar Útsvar verði tekið af fjármagnstekjum svo að allir greiði jafnt til samfélagsins. Ríkið hætti útvistun á verkefnum til sveitarfélaganna án þess að fjármagn og tekjustofnar fylgi. Þrepaskipt aðstöðugjöld á fyrirtæki. Smæstu fyrirtækin greiði lítið en þau allra stærstu greiði meira. Hluti af áfengisgjaldi renni til Reykjavíkurborgar til að þjónusta íbúa með áfengis- og vímuefnavanda. Fólkið á að ráða Virkt notendasamráð verði tekið upp við íbúa Reykjavíkur. Þátttökulýðræðisleg fjárlagagerð (e. participatory budgeting), þar sem Reykvíkingar taka þátt í formlegri veitingu fjármagns til verkefna. Fyrir þessu er fordæmi erlendis frá sem hafa gengið vel. Almenningssamgöngur þurfa að vera hannaðar af þeim sem reiða sig á þær og framtíð þeirra mótuð út frá kröfum þeirra sem á þær treysta. Íbúar, notendur þjónustu starfsmenn og fulltrúar geta komið saman að stjórnun og framkvæmd almannaþjónustunnar, þannig nýtist sameiginleg þekking og reynsla best. Grunnþjónusta á að vera gjaldfrjáls og börn eiga ekki að borga Grunnstoðir samfélagsins skulu félagsvæddar þannig að við getum öll lifað frjáls frá heilsuspillandi aðstæðum, fjárhagskvíða og afkomuótta. Börn hafa ekki tekjur og eiga ekki að borga gjöld. Öll menntun, skólamáltíðir, íþrótta og frístundaiðkun verði gjaldfrjáls. Vernda skal börn frá fátækt. Talmeinafræðingar og aðrir sérfræðingar starfi innan skóla. Skólar og umhverfi þeirra verði hannaðir út frá þörfum barna. Öllum börnum verði tryggð móðurmálskennsla óháð uppruna. Burt með láglaunastefnuna Bæta þar sérstaklega kjör og starfsaðstæður skólastarfsfólks og þeirra sem starfa við umönnun, en líka allra hinna. Hættum að borga lúsalaun. Útvistun verkefna, s.s. ræstinga, verði hætt hjá Reykjavíkurborg og í fyrirtækjum í eigu hennar. Allt starfsfólk borgarinnar á að vinna beint hjá henni en ekki hjá starfsmannaleigum. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga verði hækkuð svo að hún dugi fólki til að lifa mannsæmandi lífi, óháð búsetu- og sambúðarformi. Reykjavík Sósíalistaflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá flokknum að markmið flokksins sé samfélagslegt frelsi, jöfnuð, mannhelgi og samkennd. Markmiðin náist eingöngu með því að færa völdin í hendur fólks í landinu og með valddreifðri stjórn þar sem hagsmunir fólks séu í fyrirrúmi. Þá segir að Reykjavíkurborg eigi að vera byggð út frá þörfum og væntingum fólksins sem þar búi en ekki á forsendum fjármagns, „sem allt of oft fær að ráða“. Ungt fólk leiðir lista flokksins í borginni: Oddviti hans er hin 29 ára gamla Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi og í öðru sæti Trausti Breiðfjörð Magnússon, stuðningsfulltrúi og nemi sem er 26 ára gamall. Þau segjast í tilkynningunni stefna á að ná sterkum áhrifum innan borgarstjórnarinnar og séu tilbúin til að stuðla að því að borginni sé stjórnað af róttækum vinstrimeirihluta. Lesa má helstu stefnumál flokksins fyrir borgarstjórnarkosningar hér að neðan. Borgin á að byggja Útrýmum biðlistum eftir húsnæði. Borgin stofni byggingafélag og hefji byggingu á 3000 óhagnaðardrifnum íbúðum nú þegar í gegnum félagsbústaði. Tryggja skal tekjur Reykjavíkurborgar Útsvar verði tekið af fjármagnstekjum svo að allir greiði jafnt til samfélagsins. Ríkið hætti útvistun á verkefnum til sveitarfélaganna án þess að fjármagn og tekjustofnar fylgi. Þrepaskipt aðstöðugjöld á fyrirtæki. Smæstu fyrirtækin greiði lítið en þau allra stærstu greiði meira. Hluti af áfengisgjaldi renni til Reykjavíkurborgar til að þjónusta íbúa með áfengis- og vímuefnavanda. Fólkið á að ráða Virkt notendasamráð verði tekið upp við íbúa Reykjavíkur. Þátttökulýðræðisleg fjárlagagerð (e. participatory budgeting), þar sem Reykvíkingar taka þátt í formlegri veitingu fjármagns til verkefna. Fyrir þessu er fordæmi erlendis frá sem hafa gengið vel. Almenningssamgöngur þurfa að vera hannaðar af þeim sem reiða sig á þær og framtíð þeirra mótuð út frá kröfum þeirra sem á þær treysta. Íbúar, notendur þjónustu starfsmenn og fulltrúar geta komið saman að stjórnun og framkvæmd almannaþjónustunnar, þannig nýtist sameiginleg þekking og reynsla best. Grunnþjónusta á að vera gjaldfrjáls og börn eiga ekki að borga Grunnstoðir samfélagsins skulu félagsvæddar þannig að við getum öll lifað frjáls frá heilsuspillandi aðstæðum, fjárhagskvíða og afkomuótta. Börn hafa ekki tekjur og eiga ekki að borga gjöld. Öll menntun, skólamáltíðir, íþrótta og frístundaiðkun verði gjaldfrjáls. Vernda skal börn frá fátækt. Talmeinafræðingar og aðrir sérfræðingar starfi innan skóla. Skólar og umhverfi þeirra verði hannaðir út frá þörfum barna. Öllum börnum verði tryggð móðurmálskennsla óháð uppruna. Burt með láglaunastefnuna Bæta þar sérstaklega kjör og starfsaðstæður skólastarfsfólks og þeirra sem starfa við umönnun, en líka allra hinna. Hættum að borga lúsalaun. Útvistun verkefna, s.s. ræstinga, verði hætt hjá Reykjavíkurborg og í fyrirtækjum í eigu hennar. Allt starfsfólk borgarinnar á að vinna beint hjá henni en ekki hjá starfsmannaleigum. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga verði hækkuð svo að hún dugi fólki til að lifa mannsæmandi lífi, óháð búsetu- og sambúðarformi.
Borgin á að byggja Útrýmum biðlistum eftir húsnæði. Borgin stofni byggingafélag og hefji byggingu á 3000 óhagnaðardrifnum íbúðum nú þegar í gegnum félagsbústaði. Tryggja skal tekjur Reykjavíkurborgar Útsvar verði tekið af fjármagnstekjum svo að allir greiði jafnt til samfélagsins. Ríkið hætti útvistun á verkefnum til sveitarfélaganna án þess að fjármagn og tekjustofnar fylgi. Þrepaskipt aðstöðugjöld á fyrirtæki. Smæstu fyrirtækin greiði lítið en þau allra stærstu greiði meira. Hluti af áfengisgjaldi renni til Reykjavíkurborgar til að þjónusta íbúa með áfengis- og vímuefnavanda. Fólkið á að ráða Virkt notendasamráð verði tekið upp við íbúa Reykjavíkur. Þátttökulýðræðisleg fjárlagagerð (e. participatory budgeting), þar sem Reykvíkingar taka þátt í formlegri veitingu fjármagns til verkefna. Fyrir þessu er fordæmi erlendis frá sem hafa gengið vel. Almenningssamgöngur þurfa að vera hannaðar af þeim sem reiða sig á þær og framtíð þeirra mótuð út frá kröfum þeirra sem á þær treysta. Íbúar, notendur þjónustu starfsmenn og fulltrúar geta komið saman að stjórnun og framkvæmd almannaþjónustunnar, þannig nýtist sameiginleg þekking og reynsla best. Grunnþjónusta á að vera gjaldfrjáls og börn eiga ekki að borga Grunnstoðir samfélagsins skulu félagsvæddar þannig að við getum öll lifað frjáls frá heilsuspillandi aðstæðum, fjárhagskvíða og afkomuótta. Börn hafa ekki tekjur og eiga ekki að borga gjöld. Öll menntun, skólamáltíðir, íþrótta og frístundaiðkun verði gjaldfrjáls. Vernda skal börn frá fátækt. Talmeinafræðingar og aðrir sérfræðingar starfi innan skóla. Skólar og umhverfi þeirra verði hannaðir út frá þörfum barna. Öllum börnum verði tryggð móðurmálskennsla óháð uppruna. Burt með láglaunastefnuna Bæta þar sérstaklega kjör og starfsaðstæður skólastarfsfólks og þeirra sem starfa við umönnun, en líka allra hinna. Hættum að borga lúsalaun. Útvistun verkefna, s.s. ræstinga, verði hætt hjá Reykjavíkurborg og í fyrirtækjum í eigu hennar. Allt starfsfólk borgarinnar á að vinna beint hjá henni en ekki hjá starfsmannaleigum. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga verði hækkuð svo að hún dugi fólki til að lifa mannsæmandi lífi, óháð búsetu- og sambúðarformi.
Reykjavík Sósíalistaflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira