Styrkja tengslin við Ísland og ræða aðild að NATO í ljósi stríðsins Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. maí 2022 23:01 Nikoloz Samkharadze, formaður utanríkismálanefndar þingsins í Georgíu. Vísir/Ívar Georgísk sendinefnd er nú stödd á hér á landi til að styrkja tengslin milli landanna og ræða aðild Georgíu að Atlantshafsbandalaginu. Formaður utanríkismálanefndar þingsins þar í landi segir það mikilvægt, ekki síst í ljósi stöðunnar í Úkraínu. Þetta er í fyrsta sinn sem sendinefnd frá Georgíu kemur til Íslands en koma nefndarinnar markar 30 ára afmæli stjórnmálasambands landanna. Nýskipaður sendiherra Georgíu á Íslandi er með í för og stendur til að opna ræðismannaskrifstofu hér á landi á morgun. „Meginmarkmið heimsóknar okkar er að efla samband milli landanna tveggja. Þótt löndin séu aðskilin landfræðilega hvort í sínum hluta Evrópu, þá eigum við margt sameiginlegt hvað hagsmuni varðar,“ segir Nikoloz Samkharadze, formaður utanríkismálanefndar georgíska þingsins. Hann segir að um sögulega heimsókn sé að ræða en annað markmið með heimsókninni er að ræða aðild Georgíu að Nato. „Við höfum ætíð fundið fyrir stuðningi Íslands við sjálfstæði og landamærahelgi Georgíu og við vonum að Ísland styðji umsókn okkar um aðild að NATO,“ segir hann. Þá sé innganga Georgíu í NATO sérstaklega mikilvæg á þessum tímapunkti í ljósi stríðsins í Úkraínu. Georgíumenn hafa einnig reynslu af innrásarhernum en Rússar réðust inn í Georgíu árið 2008. „Við stöndum þétt með Úkraínu og skiljum og finnum fyrir þjáningum þeirra og sorg,“ segir Nikoloz og bætir við að Georgía hafi verið hvað fremst í flokki hvað varðar stuðning til Úkraínu. Hann segir að með aðild að NATO gæti Georgía aðstoðað önnur ríki við að bregðast við þeim brögðum sem Rússar eru þekktir fyrir að beita. Engan tíma megi nú missa þar sem ljóst er að Rússar muni ekki virða lög eða reglur alþjóðasamfélagsins. „Komist Rússar upp með þetta eins og þeir gerðu árið 2008, þegar þeir lögðu undir sig hluta af Georgíu, mun það grafa undan öryggi gervallrar Evrópu. Þá gæti Georgía aftur orðið skotmark Rússa í hernaðarstefnu sinni og yfirgangi. Því er mjög mikilvægt að NATO og Vesturlönd standi saman gegn þessum yfirgangi,“ segir hann. Georgía Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Zelensky segir Rússa ráðast á önnur nágrannaríki falli Úkraína Þúsundir manna hafa fallið og um milljón manns hafa flúið land frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst fyrir viku. Blóðugir bardagar eru í Mariupol sem sætt hefur stanslausum loftárásum sólarhringum saman og hafnarborgin Kherson er fallin. 3. mars 2022 19:21 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn sem sendinefnd frá Georgíu kemur til Íslands en koma nefndarinnar markar 30 ára afmæli stjórnmálasambands landanna. Nýskipaður sendiherra Georgíu á Íslandi er með í för og stendur til að opna ræðismannaskrifstofu hér á landi á morgun. „Meginmarkmið heimsóknar okkar er að efla samband milli landanna tveggja. Þótt löndin séu aðskilin landfræðilega hvort í sínum hluta Evrópu, þá eigum við margt sameiginlegt hvað hagsmuni varðar,“ segir Nikoloz Samkharadze, formaður utanríkismálanefndar georgíska þingsins. Hann segir að um sögulega heimsókn sé að ræða en annað markmið með heimsókninni er að ræða aðild Georgíu að Nato. „Við höfum ætíð fundið fyrir stuðningi Íslands við sjálfstæði og landamærahelgi Georgíu og við vonum að Ísland styðji umsókn okkar um aðild að NATO,“ segir hann. Þá sé innganga Georgíu í NATO sérstaklega mikilvæg á þessum tímapunkti í ljósi stríðsins í Úkraínu. Georgíumenn hafa einnig reynslu af innrásarhernum en Rússar réðust inn í Georgíu árið 2008. „Við stöndum þétt með Úkraínu og skiljum og finnum fyrir þjáningum þeirra og sorg,“ segir Nikoloz og bætir við að Georgía hafi verið hvað fremst í flokki hvað varðar stuðning til Úkraínu. Hann segir að með aðild að NATO gæti Georgía aðstoðað önnur ríki við að bregðast við þeim brögðum sem Rússar eru þekktir fyrir að beita. Engan tíma megi nú missa þar sem ljóst er að Rússar muni ekki virða lög eða reglur alþjóðasamfélagsins. „Komist Rússar upp með þetta eins og þeir gerðu árið 2008, þegar þeir lögðu undir sig hluta af Georgíu, mun það grafa undan öryggi gervallrar Evrópu. Þá gæti Georgía aftur orðið skotmark Rússa í hernaðarstefnu sinni og yfirgangi. Því er mjög mikilvægt að NATO og Vesturlönd standi saman gegn þessum yfirgangi,“ segir hann.
Georgía Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Zelensky segir Rússa ráðast á önnur nágrannaríki falli Úkraína Þúsundir manna hafa fallið og um milljón manns hafa flúið land frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst fyrir viku. Blóðugir bardagar eru í Mariupol sem sætt hefur stanslausum loftárásum sólarhringum saman og hafnarborgin Kherson er fallin. 3. mars 2022 19:21 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Zelensky segir Rússa ráðast á önnur nágrannaríki falli Úkraína Þúsundir manna hafa fallið og um milljón manns hafa flúið land frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst fyrir viku. Blóðugir bardagar eru í Mariupol sem sætt hefur stanslausum loftárásum sólarhringum saman og hafnarborgin Kherson er fallin. 3. mars 2022 19:21