Standa tvö eftir í Bakgarði 101 og hafa hlaupið yfir 221 kílómetra Eiður Þór Árnason skrifar 1. maí 2022 18:27 Mari Jaersk og Þorleifur Þorleifsson. Guðmundur Freyr Jónsson Tveir keppendur standa eftir í keppnishlaupinu Bakgarður 101 af þeim 122 sem hófu leik í klukkan tíu í gærmorgun. Bæði Mari Jaersk og Þorleifur Þorleifsson hafa nú klárað 33. hringinn sinn og eru byrjuð á þeim næsta. Þar með eru þau búin að hlaupa rúman 221,1 kílómetra frá því að keppnin hófst. Hver hringur er 6,7 kílómetrar að lengd og liggur um Öskjuhlíð og Nauthólsvík. Hlaupið endar ekki fyrr en síðasti keppandinn stendur eftir og klárar hringinn einn. Síðast féll hlauparinn Flóki Halldórsson úr leik. „Þau eru að leggja allt sitt í þetta og þau vilja bæði vinna svo hvorugt þeirra er viljugt til að gefast upp,“ segir Elísabet Margeirsdóttir, einn aðalskipuleggjenda hlaupsins, í samtali við Vísi en keppnin er haldin af Náttúruhlaupum. Þetta er þriðja árið í röð sem Náttúruhlaup halda Bakgarðshlaup en áður hefur keppnin farið fram í Heiðmörk. Þorleifur sigraði fyrstu keppnina árið 2020 og Mari vann svo í fyrra. Bæði sigruðu þau með því að hlaupa 25 hringi og var Íslandsmetið í Bakgarðshlaupi því slegið í dag. Fá um tíu mínútur í hvíld Bakgarðshlaupið er haldið að erlendri fyrirmynd og gengur út á að keppendur klári hvern 6,7 kílómetra hring á einni klukkustund. Klári þeir hringinn fyrir þann tíma fá þeir að nýta restina af tímanum til að hvíla sig. Þessa stundina eru báðir keppendur að klára hringinn á um 50 mínútum og fá því um tíu mínútur í hvíld áður en þeir byrja á þeim næsta. Aðstaða hlauparanna er í Mjölnisheimilinu í Öskjuhlíð og segir Elísabet að gott veður í Reykjavík hafi hjálpað keppendum í nótt og í dag. Heimsmetið í bakgarðshlaupum eru 85 hringir en alltaf er miðað við sömu lengd og að hver hringur sé ræstur á heila tímanum. Hlaup Bakgarðshlaup Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Sjá meira
Hver hringur er 6,7 kílómetrar að lengd og liggur um Öskjuhlíð og Nauthólsvík. Hlaupið endar ekki fyrr en síðasti keppandinn stendur eftir og klárar hringinn einn. Síðast féll hlauparinn Flóki Halldórsson úr leik. „Þau eru að leggja allt sitt í þetta og þau vilja bæði vinna svo hvorugt þeirra er viljugt til að gefast upp,“ segir Elísabet Margeirsdóttir, einn aðalskipuleggjenda hlaupsins, í samtali við Vísi en keppnin er haldin af Náttúruhlaupum. Þetta er þriðja árið í röð sem Náttúruhlaup halda Bakgarðshlaup en áður hefur keppnin farið fram í Heiðmörk. Þorleifur sigraði fyrstu keppnina árið 2020 og Mari vann svo í fyrra. Bæði sigruðu þau með því að hlaupa 25 hringi og var Íslandsmetið í Bakgarðshlaupi því slegið í dag. Fá um tíu mínútur í hvíld Bakgarðshlaupið er haldið að erlendri fyrirmynd og gengur út á að keppendur klári hvern 6,7 kílómetra hring á einni klukkustund. Klári þeir hringinn fyrir þann tíma fá þeir að nýta restina af tímanum til að hvíla sig. Þessa stundina eru báðir keppendur að klára hringinn á um 50 mínútum og fá því um tíu mínútur í hvíld áður en þeir byrja á þeim næsta. Aðstaða hlauparanna er í Mjölnisheimilinu í Öskjuhlíð og segir Elísabet að gott veður í Reykjavík hafi hjálpað keppendum í nótt og í dag. Heimsmetið í bakgarðshlaupum eru 85 hringir en alltaf er miðað við sömu lengd og að hver hringur sé ræstur á heila tímanum.
Hlaup Bakgarðshlaup Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Sjá meira