Gengið yfir 1.600 kílómetra í dag til að heiðra fólk með krabbamein Eiður Þór Árnason skrifar 30. apríl 2022 20:00 Viðburðurinn hófst á Selfossi í dag. Aðsend Fyrstu Styrkleikar Krabbameinsfélags Íslands eru í fullum gangi og voru þátttakendur búnir að ganga 7.250 hringi, eða 1.600 kílómetra um klukkan 18:20 í kvöld þegar fjórðungur var liðinn af tímanum. Lið sem taka þátt í Styrkleikunum skiptast á að halda boðhlaupskefli gangandi í heilan sólarhring. Viðburðurinn hófst á Selfossi í dag og stendur yfir til hádegis á morgun. Hægt er að velja um þrjár vegalengdir og gefur hver vegalengd ákveðin fjölda smella á sérstökum teljurum sem þátttakendur nota til að telja þá hringi sem gengnir eru. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu en markmiðið með Styrkleikunum er að styðja, heiðra eða minnast þeirra sem hafa fengið krabbamein. Lengd viðburðarins er ætlað að vera táknræn fyrir það að engin hvíld fáist frá krabbameini. Gleðin skíni úr hverju andliti Haft er eftir Evu Írisi Eyjólfsdóttur, verkefnastjóra Styrkleikana, að afar ánægjulegt sé að sjá hversu margir taki þátt í leikunum en hátt í 250 manns höfðu skráð sig til leiks í sextán liðum við setningu þeirra. Sömuleiðis sé gleðilegt hve margir bætist sífellt í hópinn. Eva segir að stemmningin sé einstök og gleði og þakklæti skíni úr hverju andliti. Viðburðurinn er ætlaður allri fjölskyldunni.Aðsend Að sögn Krabbameinsfélagsins nær dagskráin hámarki þegar svokölluð Ljósastund verður haldin klukkan 22 í kvöld. Þar verði kveikt á kertum í sérútbúnum pokum sem þátttakendur hafi skreytt og skrifað hugleiðingar eða kveðjur á, sérstaklega ætlaðar til stuðnings eða minningar. Styrkleikarnir eru alþjóðlegur viðburður sem fer árlega fram á yfir fimm þúsund stöðum í yfir þrjátíu löndum um allan heim. Hátt í tíu milljónir taka þátt í viðburðinum á hverju ári, að sögn Krabbameinsfélagsins. Fréttamaðurinn Magnús Hlynur Hreiðarsson fjallaði um Styrkleikana í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Góðverk Árborg Tengdar fréttir Styrkleikar Krabbameinsfélagsins í sólarhring á Selfossi Það fæst engin hvíld frá krabbameini og sá eða sú sem tekst á við krabbamein gerir það allan sólarhringinn. Í ljósi þessa þá verða Styrkleikarnir haldnir í fyrsta skipti á Íslandi í heilan sólarhring um helgina til að styðja við, heiðra eða minnast þeirra, sem hafa fengið krabbamein. 29. apríl 2022 21:02 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
Lið sem taka þátt í Styrkleikunum skiptast á að halda boðhlaupskefli gangandi í heilan sólarhring. Viðburðurinn hófst á Selfossi í dag og stendur yfir til hádegis á morgun. Hægt er að velja um þrjár vegalengdir og gefur hver vegalengd ákveðin fjölda smella á sérstökum teljurum sem þátttakendur nota til að telja þá hringi sem gengnir eru. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu en markmiðið með Styrkleikunum er að styðja, heiðra eða minnast þeirra sem hafa fengið krabbamein. Lengd viðburðarins er ætlað að vera táknræn fyrir það að engin hvíld fáist frá krabbameini. Gleðin skíni úr hverju andliti Haft er eftir Evu Írisi Eyjólfsdóttur, verkefnastjóra Styrkleikana, að afar ánægjulegt sé að sjá hversu margir taki þátt í leikunum en hátt í 250 manns höfðu skráð sig til leiks í sextán liðum við setningu þeirra. Sömuleiðis sé gleðilegt hve margir bætist sífellt í hópinn. Eva segir að stemmningin sé einstök og gleði og þakklæti skíni úr hverju andliti. Viðburðurinn er ætlaður allri fjölskyldunni.Aðsend Að sögn Krabbameinsfélagsins nær dagskráin hámarki þegar svokölluð Ljósastund verður haldin klukkan 22 í kvöld. Þar verði kveikt á kertum í sérútbúnum pokum sem þátttakendur hafi skreytt og skrifað hugleiðingar eða kveðjur á, sérstaklega ætlaðar til stuðnings eða minningar. Styrkleikarnir eru alþjóðlegur viðburður sem fer árlega fram á yfir fimm þúsund stöðum í yfir þrjátíu löndum um allan heim. Hátt í tíu milljónir taka þátt í viðburðinum á hverju ári, að sögn Krabbameinsfélagsins. Fréttamaðurinn Magnús Hlynur Hreiðarsson fjallaði um Styrkleikana í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.
Góðverk Árborg Tengdar fréttir Styrkleikar Krabbameinsfélagsins í sólarhring á Selfossi Það fæst engin hvíld frá krabbameini og sá eða sú sem tekst á við krabbamein gerir það allan sólarhringinn. Í ljósi þessa þá verða Styrkleikarnir haldnir í fyrsta skipti á Íslandi í heilan sólarhring um helgina til að styðja við, heiðra eða minnast þeirra, sem hafa fengið krabbamein. 29. apríl 2022 21:02 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
Styrkleikar Krabbameinsfélagsins í sólarhring á Selfossi Það fæst engin hvíld frá krabbameini og sá eða sú sem tekst á við krabbamein gerir það allan sólarhringinn. Í ljósi þessa þá verða Styrkleikarnir haldnir í fyrsta skipti á Íslandi í heilan sólarhring um helgina til að styðja við, heiðra eða minnast þeirra, sem hafa fengið krabbamein. 29. apríl 2022 21:02