Á það sem má og má það sem á? Guðmundur Kári Þorgrímsson skrifar 30. apríl 2022 17:30 Að eiga og að mega. Það er spurningin. Það er margt í þessu samfélagi okkar sem við eigum og megum gera. Í lögum er tilgreint hvað má og má ekki. Við megum til að mynda ekki stela, meiða eða svíkja undan skatti. Við megum þó til dæmis gifta okkur, mennta okkur, eignast börn og við megum mæta á Austurvöll til að mótmæla sölunni á Íslandsbanka. Það er hins vegar ekkert í lögum sem segir hvort við ættum að gera slíka hluti. Sá þáttur er óskýrari og flakkar svolítið eftir siðferði og viðhorfum hvers og eins. Sumir hlutir eru þó skýrari en aðrir. Fjármálaráðherra vor segir að hann hafi mátt framkvæma söluna á Íslandsbanka eins og hann framkvæmdi hana. Jafnframt segir hann að faðir hans hafi mátt kaupa hlut, eða öllu heldur spurði hann hvort föðurnum hafi verið bannað að gera það (innskot: það má alla vega banna honum það). Fyrir lang flesta er það nú samt frekar skýrt að þó svo það megi gera slíka hluti, þá á ekki að gera þá. Það á ekki að selja föður sínum ríkiseign, þó svo að faðirinn „megi“ kaupa. Ráðherra segir það „heimskulega nálgun“ að reikna þingsæti núna. Með öðrum orðum finnst honum að það eigi ekki að reikna þingsæti núna þó svo það megi sem sýnir okkur það að hann áttar sig á ólíkri merkingu þessara fyrirbæra. Það eru óteljandi hlutir sem fjármálaráðherra má en hefur samt ekki gert. Hér er ótæmandi listi yfir hluti sem ráðherra má: -Ráðherra má sleppa því að selja föður sínum ríkiseign. -Ráðherra má viðurkenna mistök og axla ábyrgð. -Ráðherra má biðjast afsökunar. -Ráðherra má iðrast gjörða sinna. -Ráðherra má segja af sér. Já, allt eru þetta hlutir sem má gera. Það er nefnilega svo margt í þessu samfélagi okkar sem við megum að stundum missum við sjónar á því sem eigum að gera. Höfundur á að vera að undirbúa sig fyrir lokapróf en má samt sem áður skrifa skoðanagrein í staðinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Að eiga og að mega. Það er spurningin. Það er margt í þessu samfélagi okkar sem við eigum og megum gera. Í lögum er tilgreint hvað má og má ekki. Við megum til að mynda ekki stela, meiða eða svíkja undan skatti. Við megum þó til dæmis gifta okkur, mennta okkur, eignast börn og við megum mæta á Austurvöll til að mótmæla sölunni á Íslandsbanka. Það er hins vegar ekkert í lögum sem segir hvort við ættum að gera slíka hluti. Sá þáttur er óskýrari og flakkar svolítið eftir siðferði og viðhorfum hvers og eins. Sumir hlutir eru þó skýrari en aðrir. Fjármálaráðherra vor segir að hann hafi mátt framkvæma söluna á Íslandsbanka eins og hann framkvæmdi hana. Jafnframt segir hann að faðir hans hafi mátt kaupa hlut, eða öllu heldur spurði hann hvort föðurnum hafi verið bannað að gera það (innskot: það má alla vega banna honum það). Fyrir lang flesta er það nú samt frekar skýrt að þó svo það megi gera slíka hluti, þá á ekki að gera þá. Það á ekki að selja föður sínum ríkiseign, þó svo að faðirinn „megi“ kaupa. Ráðherra segir það „heimskulega nálgun“ að reikna þingsæti núna. Með öðrum orðum finnst honum að það eigi ekki að reikna þingsæti núna þó svo það megi sem sýnir okkur það að hann áttar sig á ólíkri merkingu þessara fyrirbæra. Það eru óteljandi hlutir sem fjármálaráðherra má en hefur samt ekki gert. Hér er ótæmandi listi yfir hluti sem ráðherra má: -Ráðherra má sleppa því að selja föður sínum ríkiseign. -Ráðherra má viðurkenna mistök og axla ábyrgð. -Ráðherra má biðjast afsökunar. -Ráðherra má iðrast gjörða sinna. -Ráðherra má segja af sér. Já, allt eru þetta hlutir sem má gera. Það er nefnilega svo margt í þessu samfélagi okkar sem við megum að stundum missum við sjónar á því sem eigum að gera. Höfundur á að vera að undirbúa sig fyrir lokapróf en má samt sem áður skrifa skoðanagrein í staðinn.
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar