Menn hafi boðist til að hýsa ungar og einhleypar úkraínskar konur Árni Sæberg skrifar 29. apríl 2022 22:05 Gylfi Þór Þorsteinsson leiðir teymi sem heldur utan um komu flóttafólks frá Úkraínu. Vísir/Vilhelm Aðgerðarstjóri teymis sem heldur utan um móttöku flóttafólks frá Úkraínu segist persónulega hafa fengið mýmörg skilaboð frá mönnum sem boðist hafa til að hýsa flóttamfólk en þó með ýmsum skilyrðum. Einn vildi til að mynda aðeins hýsa einhleypa konu undir 35 ára aldri. Gylfi Þór Þorsteinsson, sem sinnir því stóra verkefni að skipuleggja komu flóttafólks frá Úkraínu til landsins um þessar mundir, tók til máls á Velferðarkaffi velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Hann ræddi verkefnið og sagði meðal annars frá miður skemmtilegum skilaboðum sem honum hafa borist. Hann segir eina stærstu áskorunina felast í því að verða flóttafólki úti um húsnæði. Gríðarlegur fjöldi fólks komi til landsins þessa dagana og staðan á húsnæðismarkaði hjálpi ekki til. Gylfi segir að í upphafi hafi verið auglýst eftir húsnæði fyrir fólkið og að fólk hafi tekið vel í það og margir boðið fram aðstoð. Þó hafi slíkum boðum ekki verið tekið þar sem ákjósanlegra sé að finna flóttafólki húsaskjól annars staðar en á heimilum fólks. „Hugsanlega munum við einhvern tímann neyðast til að nýta þessa lausn en hún er að sjálfsögðu ekki góð. Við viljum helst ekki vera að senda fólk inn til annarra af því við vitum ekki hverjar aðstæður þessa fólks eru og það getur verið mjög hættulegt. Þá segir hann að ekki hafi öll boð um aðstoð verið jafngóð. Hann segist perónulega hafa fengið mýmörg skilaboð á samfélagsmiðlum og víða að, á borð við þessi: „Get tekið að mér yngri en 35 ára einhleypa konu, væri gott ef hún kynni að dansa salsa.“ Annar hafi sent skilaboð þess efnis að þremur einstæðum konum, með tvö börn í mesta lagi, stæði til boða íbúð gegn því að vinna í sex til átta klukkustundir á dag. „Þetta er mansal,“ segir Gylfi Þór. Hann segir þó að fólk átti sig ekki endilega á því að sú aðstoð sem það býður fram sé ekki það sem sóst er eftir. Ræðu Gylfa Þórs má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan en hann tekur til máls þegar um 25 mínútur eru liðnar af myndskeiðinu. Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira
Gylfi Þór Þorsteinsson, sem sinnir því stóra verkefni að skipuleggja komu flóttafólks frá Úkraínu til landsins um þessar mundir, tók til máls á Velferðarkaffi velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Hann ræddi verkefnið og sagði meðal annars frá miður skemmtilegum skilaboðum sem honum hafa borist. Hann segir eina stærstu áskorunina felast í því að verða flóttafólki úti um húsnæði. Gríðarlegur fjöldi fólks komi til landsins þessa dagana og staðan á húsnæðismarkaði hjálpi ekki til. Gylfi segir að í upphafi hafi verið auglýst eftir húsnæði fyrir fólkið og að fólk hafi tekið vel í það og margir boðið fram aðstoð. Þó hafi slíkum boðum ekki verið tekið þar sem ákjósanlegra sé að finna flóttafólki húsaskjól annars staðar en á heimilum fólks. „Hugsanlega munum við einhvern tímann neyðast til að nýta þessa lausn en hún er að sjálfsögðu ekki góð. Við viljum helst ekki vera að senda fólk inn til annarra af því við vitum ekki hverjar aðstæður þessa fólks eru og það getur verið mjög hættulegt. Þá segir hann að ekki hafi öll boð um aðstoð verið jafngóð. Hann segist perónulega hafa fengið mýmörg skilaboð á samfélagsmiðlum og víða að, á borð við þessi: „Get tekið að mér yngri en 35 ára einhleypa konu, væri gott ef hún kynni að dansa salsa.“ Annar hafi sent skilaboð þess efnis að þremur einstæðum konum, með tvö börn í mesta lagi, stæði til boða íbúð gegn því að vinna í sex til átta klukkustundir á dag. „Þetta er mansal,“ segir Gylfi Þór. Hann segir þó að fólk átti sig ekki endilega á því að sú aðstoð sem það býður fram sé ekki það sem sóst er eftir. Ræðu Gylfa Þórs má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan en hann tekur til máls þegar um 25 mínútur eru liðnar af myndskeiðinu.
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira