Fundurinn verður sýndur í beinu streymi hér á Vísi og mun Viðreisn sýna spilin fyrir komandi borgarstjórnarkosningar og kynna sín helstu stefnumál, kostnað við þau og útreikninga.
Í spilaranum hér að neðan verður hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu og neðst í fréttinni má finna helstu áherslupunkta Viðreisnar í kosningunum.
Her má lesa stefnu Viðreisnar í Reykjavík.
Skýr sýn fyrir börnin
- Við viljum að 5 ára börn fái frítt í leikskóla 6 tíma á dag.
- Við viljum auka faglegt frelsi kennara og skóla svo ákvarðanir séu teknar næst nemendum.
- Við viljum að stærri vinnustaðir geti rekið eigin leikskóla.
- Við viljum skólakerfi sem er samkeppnishæft á alþjóðavísu.
- Við viljum að það verði frítt í alla grunnskóla, óháð rekstrarformi, til að fólk hafi meira val.
- Við viljum betri samþættingu skóla- og frístundastarfs til að bæta vinnudag barna.
Skýr sýn fyrir atvinnulífið
- Við ætlum að lækka fasteignaskatta til að það verði ódýrara að reka fyrirtæki í Reykjavík.
- Við ætlum að reka borgarsjóð án halla frá miðju kjörtímabili.
- Við ætlum að hagræða í rekstri og styðjum fækkun ráða, nefnda og sviða.
- Við viljum ekki að Reykjavíkurborg standi í samkeppnisrekstri, heldur auka einkarekstur með útboðum og selja eignir.
- Við ætlum að halda áfram að einfalda kerfið með stafrænni þjónustu.
Skýr sýn um betri hverfi
- Við ætlum að halda áfram þeirri metuppbyggingu sem hefur átt sér stað í Reykjavík.
- Við ætlum að fylgja ráðleggingum OECD og einfalda alla umgjörð byggingarmála til að það verði fljótlegra og ódýrara að byggja í Reykjavík.
- Við viljum áfram að þétta byggð og reisa ný hverfi í Skerjafirði, Ártúnshöfða og á Keldum.
- Við viljum flugvöllurinn í Vatnsmýri víki og þar komi í stað þétt, blönduð byggð.
- Við ætlum að hefja byggingu Borgarlínu sem mun auka val Reykvíkinga.
- Við ætlum að fjölga deilibílum og viljum að þeir verði aðgengilegir í öllum hverfum Reykjavíkur.
- Við viljum stækka göngusvæði borginni og búa til almenningsgarð á Skólavörðuholti.
- Við styðjum Sundabraut sem styttir leiðir fyrir alla samgöngumáta.
- Við viljum skrá umferðarslys á dýrum í Reykjavík.
Skýr sýn um betri velferðarborg
- Við styðjum fjölbreytt rekstrarform í velferðarþjónustu.
- Við viljum fjölga sértækum búsetuúrræðum fyrir fatlað fólk um 100 á kjörtímabilinu.
- Við viljum sjá fleiri leiktæki fyrir fötluð börn svo öll geti notið sín í borgarlandinu.
- Við ætlum að fjölga NPA-samningum í takt við áætlanir ríkisins.
- Við viljum meira valfrelsi í matarþjónustu eldra fólks.
Skýr sýn um menningu og íþróttir
- Við ætlum að móta stefnu um næturhagkerfið og lengja opnunartíma skemmtistaða á afmörkuðum svæðum til að minnka ónæði í miðborginni.
- Við viljum að hinsegin félagsmiðstöðin verði fjármögnuð að fullu með samstarfi allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.
- Við viljum jafna laun í reykvískum íþróttum.
- Við viljum að fleiri bókasöfn séu opin á kvöldin.