Konfektkassi, vínflöskur og einn flugeldur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. apríl 2022 15:42 Lárus og Jón Gunnar á fundi nefndarinnar í morgun. Vísir/ArnarHalldórs Starfsmönnum Bankasýslu ríkisins var boðið í hádegis- og kvöldverði með ráðgjöfum í tengslum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þá fengu þeir vínflöskur, flugeld og konfektkassa að gjöf frá aðilum sem tengdust útboðinu. Þetta kom fram í svari Jóns Gunnars Jónssonar, forstjóra Bankasýslunnar, á opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis í morgun. Fundurinn stóð yfir í um tvær klukkustundir og spurðu þingmenn Jón Gunnar og Lárus Blöndal, stjórnarformann Bankasýslunnar, út í ýmislegt er við kom söluna. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður nefndarinnar og þingmaður Vinstri grænna, sagðist velta fyrir sér hvort starfsmenn Bankasýslunnar eða stjórn hefði þegið gjafir eða risnur í aðdraganda beggja útboða á hlut ríkisins í Íslandsbanka. „Nei,“ sagði Jón Gunnar. „Ég meina við fengum einhverjar vínflöskur, flugeld og konfektkassa. Svo náttúrulega einhverja hádegisverði og kvöldverði með ráðgjöfum og svo framvegis,“ bætti Jón Gunnar við. „Ég hef ekkert fengið,“ sagði Lárus. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, kallaði eftir minnisblaði yfir gjafir sem starfsfólk Bankasýslunnar hefði fengið í tengslum við söluna. Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins, sagði dæmi um að gjafir á borð við þessar gerðu einstaklinga vanhæfa í útboði á strætisvögnum í Noregi. Sala banka væri mun stærra mál. Því kallaði hann eftir sundurliðun á verðmæti gjafanna. Jón Gunnar sagði að það myndi koma fram í minnisblaði um gjafirnar. Jón Gunnar sagði í stuttu spjalli við fréttastofu að loknum fundi að um hefði verið að ræða jólagjafir. Konfektkassa, einn flugeld og einhverjar vínflöskur. Það væri allt og sumt. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kemur fyrir fund nefndarinnar á föstudaginn. Fundurinn hefst klukkan 8:30 og verður sömuleiðis opinn. Salan á Íslandsbanka Alþingi Íslenskir bankar Tengdar fréttir Bjarni situr fyrir svörum fjárlaganefndar á föstudag Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra verður gestur á opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis á föstudaginn. Þar mun hann svara spurningum fjárlaganefndar um sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka. 27. apríl 2022 13:55 „Dæmdur morðingi á Litla-Hrauni getur keypt í svona útboði“ Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar segir að veita þurfi heimild í lögum til að hægt sé að koma í veg fyrir að ákveðinn hópur fólks geti tekið þátt í útboðum á borð við nýlokið útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann segir hafa komið á óvart sá fjöldi lítilla fjárfesta sem uppfyllti kröfur sem gerðar eru til fagfjárfesta. Fjármálaeftirlitið sé með það til skoðunar. 27. apríl 2022 10:49 „Helsta vandamálið að þetta trufli ekki Bjarna“ Forsætisráðherra segir fjármálaráðherra njóta fulls stuðnings innan ríkisstjórnarinnar, á meðan 70% segjast í könnunum bera lítið traust til ráðherrans. Stjórnarandstaðan krefst enn sjálfstæðrar rannsóknarnefndar um Íslandsbankasöluna. 26. apríl 2022 22:00 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Sjá meira
Fundurinn stóð yfir í um tvær klukkustundir og spurðu þingmenn Jón Gunnar og Lárus Blöndal, stjórnarformann Bankasýslunnar, út í ýmislegt er við kom söluna. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður nefndarinnar og þingmaður Vinstri grænna, sagðist velta fyrir sér hvort starfsmenn Bankasýslunnar eða stjórn hefði þegið gjafir eða risnur í aðdraganda beggja útboða á hlut ríkisins í Íslandsbanka. „Nei,“ sagði Jón Gunnar. „Ég meina við fengum einhverjar vínflöskur, flugeld og konfektkassa. Svo náttúrulega einhverja hádegisverði og kvöldverði með ráðgjöfum og svo framvegis,“ bætti Jón Gunnar við. „Ég hef ekkert fengið,“ sagði Lárus. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, kallaði eftir minnisblaði yfir gjafir sem starfsfólk Bankasýslunnar hefði fengið í tengslum við söluna. Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins, sagði dæmi um að gjafir á borð við þessar gerðu einstaklinga vanhæfa í útboði á strætisvögnum í Noregi. Sala banka væri mun stærra mál. Því kallaði hann eftir sundurliðun á verðmæti gjafanna. Jón Gunnar sagði að það myndi koma fram í minnisblaði um gjafirnar. Jón Gunnar sagði í stuttu spjalli við fréttastofu að loknum fundi að um hefði verið að ræða jólagjafir. Konfektkassa, einn flugeld og einhverjar vínflöskur. Það væri allt og sumt. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kemur fyrir fund nefndarinnar á föstudaginn. Fundurinn hefst klukkan 8:30 og verður sömuleiðis opinn.
Salan á Íslandsbanka Alþingi Íslenskir bankar Tengdar fréttir Bjarni situr fyrir svörum fjárlaganefndar á föstudag Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra verður gestur á opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis á föstudaginn. Þar mun hann svara spurningum fjárlaganefndar um sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka. 27. apríl 2022 13:55 „Dæmdur morðingi á Litla-Hrauni getur keypt í svona útboði“ Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar segir að veita þurfi heimild í lögum til að hægt sé að koma í veg fyrir að ákveðinn hópur fólks geti tekið þátt í útboðum á borð við nýlokið útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann segir hafa komið á óvart sá fjöldi lítilla fjárfesta sem uppfyllti kröfur sem gerðar eru til fagfjárfesta. Fjármálaeftirlitið sé með það til skoðunar. 27. apríl 2022 10:49 „Helsta vandamálið að þetta trufli ekki Bjarna“ Forsætisráðherra segir fjármálaráðherra njóta fulls stuðnings innan ríkisstjórnarinnar, á meðan 70% segjast í könnunum bera lítið traust til ráðherrans. Stjórnarandstaðan krefst enn sjálfstæðrar rannsóknarnefndar um Íslandsbankasöluna. 26. apríl 2022 22:00 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Sjá meira
Bjarni situr fyrir svörum fjárlaganefndar á föstudag Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra verður gestur á opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis á föstudaginn. Þar mun hann svara spurningum fjárlaganefndar um sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka. 27. apríl 2022 13:55
„Dæmdur morðingi á Litla-Hrauni getur keypt í svona útboði“ Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar segir að veita þurfi heimild í lögum til að hægt sé að koma í veg fyrir að ákveðinn hópur fólks geti tekið þátt í útboðum á borð við nýlokið útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann segir hafa komið á óvart sá fjöldi lítilla fjárfesta sem uppfyllti kröfur sem gerðar eru til fagfjárfesta. Fjármálaeftirlitið sé með það til skoðunar. 27. apríl 2022 10:49
„Helsta vandamálið að þetta trufli ekki Bjarna“ Forsætisráðherra segir fjármálaráðherra njóta fulls stuðnings innan ríkisstjórnarinnar, á meðan 70% segjast í könnunum bera lítið traust til ráðherrans. Stjórnarandstaðan krefst enn sjálfstæðrar rannsóknarnefndar um Íslandsbankasöluna. 26. apríl 2022 22:00