Þangað mættu forstjóri og stjórnarformaður stofnuarinnar sem setið hefur undir mikilli gagnrýni í kjölfar sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Þá fjöllum við um þá staðreynd að Vísitalan fyrir innflutt byggingarefni hefur hækkað um 5,5 prósent í mánuðinum og verð á stáli hefur fjórfaldast á skömmum tíma. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að sögulegar hækkanir á aðföngum séu í mörgum tilvikum forsendubrestur.
Þá tökum við stöðuna í Úkraínu og ræðum við Þórólfur Guðnason sóttvarnalækni um stöðuna í kórónuveirufaraldrinum en Þórólfur smitaðist sjálfur af veirunni á dögunum.