Skoðun

Ríkisstjórnin burt

Kári Jónsson skrifar

Stigvaxandi þungi í mótmælunum á Austurvelli er staðreynd, almenningur er sameinaður um að nýtt banka-RÁN verður ekki liðið.

Fólk úr öllum stjórnmálaflokkum mætir á mótmælafundina og lýsir yfir andúð sinni á verkum ríkistjórnar Katrínar Jak.

Ríkistjórnin ákvað að hengja bakara fyrir smið (Bankasýslan).

Ríkistjórnin er sameinuð í að hylma yfir spillinguna, sem ríkistjórnin framkvæmdi í skjóli nætur og hafnar óháðri rannsóknarnefnd með allar nauðsynlegar vald-heimildir til að rannsaka banka-sölu-RÁNIÐ.

Ríkistjórnin veit að verðbréfamiðlarnir hringdu í mestu fjármála-SÓÐA HRUN-ÞJÓFNAÐARINS 2008.

Ríkistjórnin hafnaði lífeyrisjóðunum um að kaupa meira á hærra verði.

Ríkistjórnin samþykkir að hleypa inn litlum spákaupmönnum í lokað tilboðsferli sem selja svo lífeyris/eftirlaunasjóðum á „réttu verði“ daginn eftir.

83% þjóðarinnar vill ekki selja bankanna og arðgreiðslur til ríka-fólksins og fjármála-SÓÐA.

Ríkistjórnin er að þjónka afgerandi minnihluta þjóðarinnar með þessu banka-RÁNI.

Ríkistjórn Katrínar Jak er spillingar- ríkistjórn sem þjónkar sérhagsmuni á kostnað almannahagsmuna.

Ríkistjórn Katrínar Jak verður að yfirgefa stjórnarráðið og boða til kosninga, annað er ekki í boði fyrir almenning í landinu.

Hvet alla íslendinga að mæta á Austurvöll á laugardaginn og efna til mótmæla um allt land, þessu ARÐRÁNI á þjóðinni verður að linna NÚNA.

Kári Jónsson í Nátthaga og mótmælandi.




Skoðun

Sjá meira


×