Chiellini leggur landsliðsskóna á hilluna í sumar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. apríl 2022 23:31 Giorgio Chiellini ætlar að enda landsliðsferilinn á sama stað og hann varð Evrópumeistari með liðinu. Michael Regan - UEFA/UEFA via Getty Images Giorgio Chiellini, fyrirliði ítalska landsliðsins í knattspyrnu, ætlar sér að hætta að spila með landsliðinu eftir leik liðsins gegn því argentínska sem fram fer á Wembley í júní. Þessi 37 ára gamli varnarmaður á að baki 116 leiki fyrir ítalska landsliðið sem gerir hann að fimmta leikjahæsta leikmanni liðsins ásamt Andrea Pirlo. Aðeins Daniele de Rossi, Paolo Maldini, Fabio Cannavaro og Gianluigi Buffon hafa leikið fleiri leiki fyrir ítalska landsliðið en Chiellini. Ítalir munu leika gegn Argentínumönnum á Wembley þann 1. júní næstkomandi í leik sem kallaður er „Finalissima“ en þetta verður í þriðja skipti í sögunni sem leikur af þessu tagi fer fram þar sem Evrópumeistararnir mæta Suður-Ameríkumeisturunum í sérstökum leik. Chiellini ætlar sér að taka þátt í þessum leik og segja svo skilið við ítalska landsliðið, en Ítölum mistókst að vinna sér inn sæti á HM í Katar sem fram fer í nóvember og desember. „Ég ætla að kveðja landsliðið á Wembley þar sem ég upplifði hápunkt ferlinsins þegar við urðum Evrópumeistarar,“ sagði Chiellini í samtali við DAZN eftir leik Juventus og Sassuolo. „Ég vil geta kvatt „Azzurri“ með góðri minningu.“ Eins og áður segir er Chiellini orðinn 37 ára gamll og því farið að styttast í annan endann á ferli hans. Hann hefur þó ekki enn ákveðið hvort hann muni taka eitt tímabil í viðbót með Juventus. „Ástarævintýri mitt með Juventus er ekki á enda. Það mun aldrei enda,“ sagði Chiellini. „Auðvitað þarf ég að taka stöðuna núna og út tímabilið. Ég þarf að tala við fjölskyldu mína um hvað sé best að gera.“ „Við skulum ná þessu fjórða sæti fyrst og vinna Coppa Italia [ítölsku bikarkeppnina], og svo sest ég niður með fjölskyldunum mínum tveim - heima og Juventus - og finn út úr því hvað er best fyrir alla.“ „Ég gerði það sama seinasta sumar. Ég tók mér tíma og skrifaði ekki undir nýjan samning fyrr en eftir Evrópumótið. Þegar þú ert kominn á minn aldur þá geturðu ekki verið að horfa of langt inn í framtíðina. En það er eðlilegt og allt í góðu,“ sagði hinn geðþekki Giorgio Ciellini að lokum. Fótbolti Ítalía Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjá meira
Þessi 37 ára gamli varnarmaður á að baki 116 leiki fyrir ítalska landsliðið sem gerir hann að fimmta leikjahæsta leikmanni liðsins ásamt Andrea Pirlo. Aðeins Daniele de Rossi, Paolo Maldini, Fabio Cannavaro og Gianluigi Buffon hafa leikið fleiri leiki fyrir ítalska landsliðið en Chiellini. Ítalir munu leika gegn Argentínumönnum á Wembley þann 1. júní næstkomandi í leik sem kallaður er „Finalissima“ en þetta verður í þriðja skipti í sögunni sem leikur af þessu tagi fer fram þar sem Evrópumeistararnir mæta Suður-Ameríkumeisturunum í sérstökum leik. Chiellini ætlar sér að taka þátt í þessum leik og segja svo skilið við ítalska landsliðið, en Ítölum mistókst að vinna sér inn sæti á HM í Katar sem fram fer í nóvember og desember. „Ég ætla að kveðja landsliðið á Wembley þar sem ég upplifði hápunkt ferlinsins þegar við urðum Evrópumeistarar,“ sagði Chiellini í samtali við DAZN eftir leik Juventus og Sassuolo. „Ég vil geta kvatt „Azzurri“ með góðri minningu.“ Eins og áður segir er Chiellini orðinn 37 ára gamll og því farið að styttast í annan endann á ferli hans. Hann hefur þó ekki enn ákveðið hvort hann muni taka eitt tímabil í viðbót með Juventus. „Ástarævintýri mitt með Juventus er ekki á enda. Það mun aldrei enda,“ sagði Chiellini. „Auðvitað þarf ég að taka stöðuna núna og út tímabilið. Ég þarf að tala við fjölskyldu mína um hvað sé best að gera.“ „Við skulum ná þessu fjórða sæti fyrst og vinna Coppa Italia [ítölsku bikarkeppnina], og svo sest ég niður með fjölskyldunum mínum tveim - heima og Juventus - og finn út úr því hvað er best fyrir alla.“ „Ég gerði það sama seinasta sumar. Ég tók mér tíma og skrifaði ekki undir nýjan samning fyrr en eftir Evrópumótið. Þegar þú ert kominn á minn aldur þá geturðu ekki verið að horfa of langt inn í framtíðina. En það er eðlilegt og allt í góðu,“ sagði hinn geðþekki Giorgio Ciellini að lokum.
Fótbolti Ítalía Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjá meira