Hart tekist á um húsnæðis- og velferðarmál í Hafnarfirði Heimir Már Pétursson skrifar 26. apríl 2022 19:31 Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði var í Pallborðinu ásamt Guðmundi Árna Stefánssyni oddvita Samfylkingarinnar í bænum og Sigurði Þ. Ragnarssyni oddvita Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Hart var tekist á um húsnæðis- og velferðarmál þegar fulltrúar þriggja flokka í Hafnarfirði mættust í Pallborðinu á Vísi í dag. Oddviti Samfylkingarinnar er sannfærður um að flokknum takist að tvöfalda fylgi sitt og mynda meirihluta í bænum eftir kosningar. Guðmundur Árni Stefánsson oddviti Samfylkingarinnar sagði nánast ekkert hafa gerst í húsnæðismálum á átta ára valdatíma Sjálfstæðisflokksins í bænum. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri sagði það hins vegar af og frá, nú væru til að mynda þúsund íbúðir í byggingu. Guðmundur Árni greip þá tölu á lofti. „Þúsund? Ég hef ekki talið þær. Þau eru aðallega í því að telja kranana. Ég held að það séu fimmtán kranar í bænum. Þetta er korteri fyrir kosningar," sagði Guðmundur Árni. „Korteri fyrir kosningar. Það er búið að vera að flytja inn í þessar íbúðir á undanförnum mánuðum á fullu. Við vitum það. Þess vegna er íbúum að fjölga hratt aftur. það sýna bara tölurnar," sagði Rósa. Sigurður Þ. Ragnarsson oddviti Miðflokksins tók undir þá gagnrýni að lítið hefði gerst í húsnæðismálum á undanförnum árum. Allt of lengi hafi verið beðið eftir því að Landsnet flytti raflínur þannig að hægt væri að byggja í einu hverfi bæjarins. Rósa sagði að tekist hefði að vinna á gífurlegum skuldavanda bæjarins sem hefði þá stefnu að framkvæma fyrir eigið fé. Sigurður sagði það hins vegar í algerri andstöðu við þessa stefnu að söluverðmæti á hlut Hafnarfjarðarbæjar hefði horfið inn í hítina og farið í að greiða laun en ekki til framkvæmda. Grafík/Kristján Jónsson Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði hefur verið mjög stöðugt í undanförnum þremur bæjarstjórnarkosningum. Flokkurinn fékk fimm bæjarfulltrúa af ellefu í kosningunum 2018, 2014 og 2010 en var með þrjá fulltrúa í kosningunum 2006. Fylgi Samfylkingarinnar hefur hins vegar minnkað allt frá kosningunum 2006 þegar flokkurinn fékk sjö fulltrúa og hreinan meirihluta í bæjarstjórn. Flokkurinn fékk síðan fimm fulltrúa í kosningunum 2010, þrjá í kosningunum 2014 og tvo í síðustu kosningum árið 2018. Flokkum í framboði hefur fjölgað á sama tíma. Núverandi meirihluti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar er myndaður af fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Eftir kosningarnar 2014 myndaði Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar meirihluta með Bjartri framtíð. Umræðurnar voru mjög fjörugar á köflum en hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í klippunni hér fyrir neðan. Pallborðið Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Tengdar fréttir Hart tekist á í Pallborðinu: „Að segja að ekkert sé að gerast, það er ósanngjarnt“ „Þegar það er fólksfækkun í bænum þá er eitthvað mikið að,“ segir oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Bæjarstjórinn segir uppbyggingu í bænum svo mikla að hann sé í daglegu tali kallaður Kranafjörður. 26. apríl 2022 15:40 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira
Guðmundur Árni Stefánsson oddviti Samfylkingarinnar sagði nánast ekkert hafa gerst í húsnæðismálum á átta ára valdatíma Sjálfstæðisflokksins í bænum. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri sagði það hins vegar af og frá, nú væru til að mynda þúsund íbúðir í byggingu. Guðmundur Árni greip þá tölu á lofti. „Þúsund? Ég hef ekki talið þær. Þau eru aðallega í því að telja kranana. Ég held að það séu fimmtán kranar í bænum. Þetta er korteri fyrir kosningar," sagði Guðmundur Árni. „Korteri fyrir kosningar. Það er búið að vera að flytja inn í þessar íbúðir á undanförnum mánuðum á fullu. Við vitum það. Þess vegna er íbúum að fjölga hratt aftur. það sýna bara tölurnar," sagði Rósa. Sigurður Þ. Ragnarsson oddviti Miðflokksins tók undir þá gagnrýni að lítið hefði gerst í húsnæðismálum á undanförnum árum. Allt of lengi hafi verið beðið eftir því að Landsnet flytti raflínur þannig að hægt væri að byggja í einu hverfi bæjarins. Rósa sagði að tekist hefði að vinna á gífurlegum skuldavanda bæjarins sem hefði þá stefnu að framkvæma fyrir eigið fé. Sigurður sagði það hins vegar í algerri andstöðu við þessa stefnu að söluverðmæti á hlut Hafnarfjarðarbæjar hefði horfið inn í hítina og farið í að greiða laun en ekki til framkvæmda. Grafík/Kristján Jónsson Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði hefur verið mjög stöðugt í undanförnum þremur bæjarstjórnarkosningum. Flokkurinn fékk fimm bæjarfulltrúa af ellefu í kosningunum 2018, 2014 og 2010 en var með þrjá fulltrúa í kosningunum 2006. Fylgi Samfylkingarinnar hefur hins vegar minnkað allt frá kosningunum 2006 þegar flokkurinn fékk sjö fulltrúa og hreinan meirihluta í bæjarstjórn. Flokkurinn fékk síðan fimm fulltrúa í kosningunum 2010, þrjá í kosningunum 2014 og tvo í síðustu kosningum árið 2018. Flokkum í framboði hefur fjölgað á sama tíma. Núverandi meirihluti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar er myndaður af fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Eftir kosningarnar 2014 myndaði Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar meirihluta með Bjartri framtíð. Umræðurnar voru mjög fjörugar á köflum en hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í klippunni hér fyrir neðan.
Pallborðið Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Tengdar fréttir Hart tekist á í Pallborðinu: „Að segja að ekkert sé að gerast, það er ósanngjarnt“ „Þegar það er fólksfækkun í bænum þá er eitthvað mikið að,“ segir oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Bæjarstjórinn segir uppbyggingu í bænum svo mikla að hann sé í daglegu tali kallaður Kranafjörður. 26. apríl 2022 15:40 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira
Hart tekist á í Pallborðinu: „Að segja að ekkert sé að gerast, það er ósanngjarnt“ „Þegar það er fólksfækkun í bænum þá er eitthvað mikið að,“ segir oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Bæjarstjórinn segir uppbyggingu í bænum svo mikla að hann sé í daglegu tali kallaður Kranafjörður. 26. apríl 2022 15:40