Varð fyrir verulegum vonbrigðum þegar Bankasýslan hafnaði birtingu listans Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. apríl 2022 12:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist hafa orðið fyrir verulegum vonbrigðum þegar Bankasýsla ríkisins hafnaði því að birta listann yfir þá fjárfesta sem keyptu hlut í Íslandsbanka í mars. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki á þeim skónum að ætla að verða við kröfum mótmælenda um að hann segi af sér vegna sölu ríkisins á hlutabréfum þess í Íslandsbanka. Hópur fólks, um tíu manns, kom saman fyrir utan ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu í morgun til að mótmæla bankasölunni á meðan á reglulegum fundi ríkisstjórnarinnar stóð. Mótmælendur kölluðu „Bjarna burt!“ þegar ráðherrar gengu út en Bjarni gaf ekki kost á viðtali vegna hávaðans frá mótmælendum. Bjarni, ætlarðu að fara burt eins og fólkið krefst? „Nei, ég er ekki að fara neitt,“ sagði Bjarni áður en hann steig inn í bíl sinn og ók burt. Enn þeirrar skoðunar að gagnsæi hafi verið ábótavant Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði málið í skýrt skilgreindu ferli og nefndi að bæði Ríkisendurskoðun og Seðlabankinn séu að rannsaka málið. „Mér finnst það mjög skýrt bæði í fjölmiðlum og á þinginu og það er eðlilegt og vönduð stjórnsýsla og við bíðum eftir niðurstöðum þeirra til að geta fengið hvort við teljum að eitthvað hafi í raun farið úrskeiðis í þessu útboði,“ sagði Katrín. Hún segist enn þeirrar skoðunar að útboðið hafi ekki staðið undir væntingum hennar. „Það sem ég hef sagt hingað til og ég hef ekki skipt um skoðun á því er að þetta útboð stóð ekki undir mínum væntingum hvað varðaði gagnsæi. Það lá fyrir að þetta væri ekki eins gagnsæ aðferð og upphaflega útboðið en eigi að síður voru gerðar athugasemdir við þetta í málsmeðferðinni. Þannig að ég get ítrekað að ég varð fyrir verulegum vonbrigðum til að mynda þegar Bankasýslan hafnaði því að birta listann og fleiri dæmi.“ Hún segir fullt traust ríkja milli ráðherra í ríkisstjórn og mikilvægt sé að taka mark á þeim gagnrýnisröddum sem heyrist. „Meðal annars vegna þess eru þessi mál til rannsóknar, af því að við teljum mikilvægt að hér sé allt uppi á borðum.“ Horfa má á viðtalið við Katrínu í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Segir mikilvægt að fólk tjái sig Bæði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sögðu mótmælendur ekki trufla störf ríkisstjórnarinnar. „Það er málfrelsi í landinu og það er mikilvægt að fólk tjái sig,“ sagði Svandís þegar hún gekk út af fundinum. „Ég held það skipti mjög miklu máli að velta við hverjum steini í þessu máli og það er greinilegt að það hefur ekki allt verið eins og best var á kosið. Það er mikilvægt að þetta hafi sinn gang.“ Ósammála mótmælendum að Bjarni eigi að segja af sér Guðlaugur Þór sagðist ósammála mótmælendum um að Bjarni ætti að segja af sér. „Já, ég er það,“ sagði Guðlaugur og bætti við: „Að sjálfsögðu er ekki gott þegar er tortryggni út af jafn mikilvægum hlut eins og sölu á ríkiseignum. Þess vegna er mjög mikilvægt að við rannsökum þetta ofan í kjölinn.“ Hópurinn telur rúmlega tíu manns.Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra sagði miklu máli skipta að málið væri skoðað í kjölinn og í ljós komi hvernig það fari. „Nú er í gangi, bæði hjá Seðlabankanum og hjá ríkisendurskoðun, skoðun á þessu málum og við bíðum bara eftir því,“ sagði Ásmundur. „Þetta er bara lýðræði, það mega allir tjá sína skoðun. Þannig er það á Íslandi sem betur fer.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir „Ef að einhverjir hafa brotið lög þá þarf að rannsaka það til hlítar“ Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að sala ríkisins á 22,5% hlut í Íslandsbanka hafi almennt gengið vel. Þó séu atriði við söluna sem þarf að rannsaka. 25. apríl 2022 22:09 Meira en helmingur treystir Bjarna mjög lítið Ný könnun Maskínu leiðir í ljós mjög laskað traust formanna ríkisstjórnarflokkanna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sjaldan eða aldrei mælst með eins lítið traust. 25. apríl 2022 20:00 Lögmaður Bankasýslunnar segir bankasöluna hafa verið löglega Þórólfur Heiðar Þorsteinsson, lögmaður Bankasýslu ríkisins, telur ljóst að framkvæmd á sölu á 22,5 prósent hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið samkvæmt lögum. Fjármálaráðherra hafi ekki borið að samþykkja hvert og eitt tilboð sem barst. 22. apríl 2022 09:00 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira
Hópur fólks, um tíu manns, kom saman fyrir utan ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu í morgun til að mótmæla bankasölunni á meðan á reglulegum fundi ríkisstjórnarinnar stóð. Mótmælendur kölluðu „Bjarna burt!“ þegar ráðherrar gengu út en Bjarni gaf ekki kost á viðtali vegna hávaðans frá mótmælendum. Bjarni, ætlarðu að fara burt eins og fólkið krefst? „Nei, ég er ekki að fara neitt,“ sagði Bjarni áður en hann steig inn í bíl sinn og ók burt. Enn þeirrar skoðunar að gagnsæi hafi verið ábótavant Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði málið í skýrt skilgreindu ferli og nefndi að bæði Ríkisendurskoðun og Seðlabankinn séu að rannsaka málið. „Mér finnst það mjög skýrt bæði í fjölmiðlum og á þinginu og það er eðlilegt og vönduð stjórnsýsla og við bíðum eftir niðurstöðum þeirra til að geta fengið hvort við teljum að eitthvað hafi í raun farið úrskeiðis í þessu útboði,“ sagði Katrín. Hún segist enn þeirrar skoðunar að útboðið hafi ekki staðið undir væntingum hennar. „Það sem ég hef sagt hingað til og ég hef ekki skipt um skoðun á því er að þetta útboð stóð ekki undir mínum væntingum hvað varðaði gagnsæi. Það lá fyrir að þetta væri ekki eins gagnsæ aðferð og upphaflega útboðið en eigi að síður voru gerðar athugasemdir við þetta í málsmeðferðinni. Þannig að ég get ítrekað að ég varð fyrir verulegum vonbrigðum til að mynda þegar Bankasýslan hafnaði því að birta listann og fleiri dæmi.“ Hún segir fullt traust ríkja milli ráðherra í ríkisstjórn og mikilvægt sé að taka mark á þeim gagnrýnisröddum sem heyrist. „Meðal annars vegna þess eru þessi mál til rannsóknar, af því að við teljum mikilvægt að hér sé allt uppi á borðum.“ Horfa má á viðtalið við Katrínu í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Segir mikilvægt að fólk tjái sig Bæði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sögðu mótmælendur ekki trufla störf ríkisstjórnarinnar. „Það er málfrelsi í landinu og það er mikilvægt að fólk tjái sig,“ sagði Svandís þegar hún gekk út af fundinum. „Ég held það skipti mjög miklu máli að velta við hverjum steini í þessu máli og það er greinilegt að það hefur ekki allt verið eins og best var á kosið. Það er mikilvægt að þetta hafi sinn gang.“ Ósammála mótmælendum að Bjarni eigi að segja af sér Guðlaugur Þór sagðist ósammála mótmælendum um að Bjarni ætti að segja af sér. „Já, ég er það,“ sagði Guðlaugur og bætti við: „Að sjálfsögðu er ekki gott þegar er tortryggni út af jafn mikilvægum hlut eins og sölu á ríkiseignum. Þess vegna er mjög mikilvægt að við rannsökum þetta ofan í kjölinn.“ Hópurinn telur rúmlega tíu manns.Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra sagði miklu máli skipta að málið væri skoðað í kjölinn og í ljós komi hvernig það fari. „Nú er í gangi, bæði hjá Seðlabankanum og hjá ríkisendurskoðun, skoðun á þessu málum og við bíðum bara eftir því,“ sagði Ásmundur. „Þetta er bara lýðræði, það mega allir tjá sína skoðun. Þannig er það á Íslandi sem betur fer.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir „Ef að einhverjir hafa brotið lög þá þarf að rannsaka það til hlítar“ Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að sala ríkisins á 22,5% hlut í Íslandsbanka hafi almennt gengið vel. Þó séu atriði við söluna sem þarf að rannsaka. 25. apríl 2022 22:09 Meira en helmingur treystir Bjarna mjög lítið Ný könnun Maskínu leiðir í ljós mjög laskað traust formanna ríkisstjórnarflokkanna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sjaldan eða aldrei mælst með eins lítið traust. 25. apríl 2022 20:00 Lögmaður Bankasýslunnar segir bankasöluna hafa verið löglega Þórólfur Heiðar Þorsteinsson, lögmaður Bankasýslu ríkisins, telur ljóst að framkvæmd á sölu á 22,5 prósent hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið samkvæmt lögum. Fjármálaráðherra hafi ekki borið að samþykkja hvert og eitt tilboð sem barst. 22. apríl 2022 09:00 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira
„Ef að einhverjir hafa brotið lög þá þarf að rannsaka það til hlítar“ Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að sala ríkisins á 22,5% hlut í Íslandsbanka hafi almennt gengið vel. Þó séu atriði við söluna sem þarf að rannsaka. 25. apríl 2022 22:09
Meira en helmingur treystir Bjarna mjög lítið Ný könnun Maskínu leiðir í ljós mjög laskað traust formanna ríkisstjórnarflokkanna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sjaldan eða aldrei mælst með eins lítið traust. 25. apríl 2022 20:00
Lögmaður Bankasýslunnar segir bankasöluna hafa verið löglega Þórólfur Heiðar Þorsteinsson, lögmaður Bankasýslu ríkisins, telur ljóst að framkvæmd á sölu á 22,5 prósent hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið samkvæmt lögum. Fjármálaráðherra hafi ekki borið að samþykkja hvert og eitt tilboð sem barst. 22. apríl 2022 09:00