SE heimilar samruna Ferðaskrifstofu Íslands og Heimsferða Eiður Þór Árnason skrifar 26. apríl 2022 09:43 Þórunn Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Íslands. Aðsend mynd Samkeppniseftirlitið (SE) hefur heimilað kaup Ferðaskrifstofu Íslands á rekstri Heimsferða á grundvelli sáttar sem fyrirtækin hafa gert við eftirlitið. Fyrir heimsfaraldur fóru þrjár ferðaskrifstofur með 75 til 80% markaðshlutdeild á markaði fyrir sölu pakkaferða frá Íslandi. Fyrirtækin verða nú tvö en hinn stóri aðilinn er Icelandair samstæðan. Með sáttinni skuldbindur sameinað fyrirtæki sig til þess að grípa til aðgerða sem koma í veg fyrir samkeppnishindranir sem samruninn myndi að öðrum kosti valda. Að mati Samkeppniseftirlitsins er samruninn að óbreyttu til þess fallinn að hindra samkeppni með alvarlegum hætti og geti því ekki gengið eftir án íhlutunar. Sameinað fyrirtæki skuldbindur sig til að tryggja sjálfstæði þess gagnvart Icelandair samstæðunni með því að girða fyrir viðskipti milli fyrirtækjanna nema í nánar skilgreindum tilvikum. Sömuleiðis verði eignatengsl á milli sameinaðs fyrirtækis og Icelandair rofin innan tiltekins tímafrests og girt fyrir beitingu atkvæðisréttar þangað til. Þetta kemur fram á vef Samkeppniseftirlitsins. Keppinautar fái að nýta sæti í vélum félagsins Sameinað fyrirtæki skuldbindur sig sömuleiðis til að gefa öðrum ferðaskrifstofum færi á að nýta sætaframboð í flugi á vegum félagsins með heildsölu á flugsætum. Með því er keppinautum, og þar með neytendum, gefinn kostur á að njóta mögulegrar hagkvæmni sem af samrunanum getur hlotist að mati samrunaaðila. Ferðaskrifstofustarfsemi á vegum Icelandair nýtur ekki þessara réttinda. Í lok árs 2020 undirrituðu fyrirtækin viljayfirlýsingu um kaup Ferðaskrifstofu Íslands á rekstri Heimsferða. Kaupverð verður greitt með hlutum í Ferðaskrifstofu Íslands og stendur til að reka ferðaskrifstofurnar sem sérstakar einingar innan móðurfyrirtækisins. Sameiningunni er ætlað að ná fram hagræðingu í rekstri fyrirtækjanna í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Að sögn Samkeppniseftirlitsins hafa fyrirtækin tvö byggt á því að verulegar breytingar hafi orðið og séu að verða á þeim mörkuðum sem þau starfi á. Þetta hafi orðið til þess að pakkaferðir félaganna séu á sama markaði og sjálfsbókanir þar sem neytendur bóki flug og gistingu í sitt hvoru lagi. Ferðaskrifstofa Íslands og Heimsferðir geti því ekki lengur hvor um sig veitt Icelandair nægilegt samkeppnislegt aðhald. Því sé samruninn nauðsynlegur til að viðhalda samkeppni. Kaup og sala fyrirtækja Samkeppnismál Ferðalög Tengdar fréttir Ferðaskrifstofa Íslands vill kaupa rekstur Heimsferða Viljayfirlýsing hefur verið undirrituð um kaup Ferðaskrifstofu Íslands á rekstri ferðaskrifstofunnar Heimsferða. Stefnt er að því að klára kaupsamning í næstu viku. 27. nóvember 2020 20:41 Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Með sáttinni skuldbindur sameinað fyrirtæki sig til þess að grípa til aðgerða sem koma í veg fyrir samkeppnishindranir sem samruninn myndi að öðrum kosti valda. Að mati Samkeppniseftirlitsins er samruninn að óbreyttu til þess fallinn að hindra samkeppni með alvarlegum hætti og geti því ekki gengið eftir án íhlutunar. Sameinað fyrirtæki skuldbindur sig til að tryggja sjálfstæði þess gagnvart Icelandair samstæðunni með því að girða fyrir viðskipti milli fyrirtækjanna nema í nánar skilgreindum tilvikum. Sömuleiðis verði eignatengsl á milli sameinaðs fyrirtækis og Icelandair rofin innan tiltekins tímafrests og girt fyrir beitingu atkvæðisréttar þangað til. Þetta kemur fram á vef Samkeppniseftirlitsins. Keppinautar fái að nýta sæti í vélum félagsins Sameinað fyrirtæki skuldbindur sig sömuleiðis til að gefa öðrum ferðaskrifstofum færi á að nýta sætaframboð í flugi á vegum félagsins með heildsölu á flugsætum. Með því er keppinautum, og þar með neytendum, gefinn kostur á að njóta mögulegrar hagkvæmni sem af samrunanum getur hlotist að mati samrunaaðila. Ferðaskrifstofustarfsemi á vegum Icelandair nýtur ekki þessara réttinda. Í lok árs 2020 undirrituðu fyrirtækin viljayfirlýsingu um kaup Ferðaskrifstofu Íslands á rekstri Heimsferða. Kaupverð verður greitt með hlutum í Ferðaskrifstofu Íslands og stendur til að reka ferðaskrifstofurnar sem sérstakar einingar innan móðurfyrirtækisins. Sameiningunni er ætlað að ná fram hagræðingu í rekstri fyrirtækjanna í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Að sögn Samkeppniseftirlitsins hafa fyrirtækin tvö byggt á því að verulegar breytingar hafi orðið og séu að verða á þeim mörkuðum sem þau starfi á. Þetta hafi orðið til þess að pakkaferðir félaganna séu á sama markaði og sjálfsbókanir þar sem neytendur bóki flug og gistingu í sitt hvoru lagi. Ferðaskrifstofa Íslands og Heimsferðir geti því ekki lengur hvor um sig veitt Icelandair nægilegt samkeppnislegt aðhald. Því sé samruninn nauðsynlegur til að viðhalda samkeppni.
Kaup og sala fyrirtækja Samkeppnismál Ferðalög Tengdar fréttir Ferðaskrifstofa Íslands vill kaupa rekstur Heimsferða Viljayfirlýsing hefur verið undirrituð um kaup Ferðaskrifstofu Íslands á rekstri ferðaskrifstofunnar Heimsferða. Stefnt er að því að klára kaupsamning í næstu viku. 27. nóvember 2020 20:41 Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Ferðaskrifstofa Íslands vill kaupa rekstur Heimsferða Viljayfirlýsing hefur verið undirrituð um kaup Ferðaskrifstofu Íslands á rekstri ferðaskrifstofunnar Heimsferða. Stefnt er að því að klára kaupsamning í næstu viku. 27. nóvember 2020 20:41