Aliyah Collier: Börðumst allar mínúturnar Árni Jóhannsson skrifar 25. apríl 2022 21:30 Aliyah A'taeya Collier var hreint út sagt stórkostleg í liði Njarðvíkur í kvöld Vísir/Vilhelm Aliyah Collier átti enn einn stórleikinn fyrir Njarðvíkinga þegar þær grænklæddu lögðu Hauka í leik númer þrjú í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik kvenna fyrr í kvöld. Leikið var í Ólafssal á Ásvöllum og enduðu leikar 69-78 fyrir Njarðvík sem taka forystuna í einvíginu 2-1 og eiga heimaleik þar sem hægt verður að tryggja sér titilinn. Aliyah var spurð að því hvernig henni liði strax eftir svona frábæran en erfiðan sigur. „Mér líður mjög vel með þetta. Við gáfumst aldrei upp og börðumst alveg þangað til á lokamínútunum og það er það sem skilaði sigrinum í kvöld.“ Aliyah skoraði 38 stig og tók 20 fráköst í leiknum og var hún spurð út í hvaða hlutverk þjálfarar hennar væru að leggja á hana. „Rúnar segir mér bara að vera ég sjálf og spila minn leik og vera leiðtoginn. Ég þarf að komast í minn takt og koma liðsfélögum mínum í sama takt og þá sérstaklega varnarlega. Við lifum á varnarleiknum og ef ég er að gera vel varnarlega og liðsfélagar mínir elta mig í því þá eigum við alltaf séns.“ Þrátt fyrir að Njarðvíkingar lifi á varnarleiknum þá voru sóknarfráköstin rosalega stór partur af sigri þeirra í kvöld og var Aliyah spurð út í þessa sóknarfrákasta baráttur og hlutverk hennar í sjálfsmynd hennar og liðsins. „Þetta er klárlega hluti af sjálfsmyndinni. Mér finnst ég þurfa að vera á fullu allan tímann. Í byrjun er ég alltaf að og þá gerast góðir hlutir og fráköstin detta til mín.“ Íslandsmeistaratitillinn er í augnsýn og var Aliyah spurð að því hvað væri umræðan á milli liðsmanna Njarðvíkur á milli leikja. „Að við þurfum að mæta með sömu orku í næsta leik. Hann verður erfiður því og við höfum ekki náð að vinna þær á heimavelli hingað til þannig að þetta verður áhugavert. Ég er ekki í vafa um það að við getum unnið þær en við þurfum að koma með A leikinn okkar. Við þurfum að vera tilbúnar, halda einbeitingu og spila á fullu á fimmtudaginn.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Njarðvík 69-78 | Njarðvík í kjörstöðu eftir enn einn útisigurinn Áfram halda liðin að vinna útileiki í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta. Njarðvík er nú í kjörstöðu eftir magnaðan sigur í Ólafssal í kvöld. Vinna þarf þrjá leiki til að vinna Íslandsmeistaratitilinn. 25. apríl 2022 22:04 Mest lesið Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Íslenski boltinn EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ Sport Real Madrid áfram á sigurbraut Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ Sjá meira
Leikið var í Ólafssal á Ásvöllum og enduðu leikar 69-78 fyrir Njarðvík sem taka forystuna í einvíginu 2-1 og eiga heimaleik þar sem hægt verður að tryggja sér titilinn. Aliyah var spurð að því hvernig henni liði strax eftir svona frábæran en erfiðan sigur. „Mér líður mjög vel með þetta. Við gáfumst aldrei upp og börðumst alveg þangað til á lokamínútunum og það er það sem skilaði sigrinum í kvöld.“ Aliyah skoraði 38 stig og tók 20 fráköst í leiknum og var hún spurð út í hvaða hlutverk þjálfarar hennar væru að leggja á hana. „Rúnar segir mér bara að vera ég sjálf og spila minn leik og vera leiðtoginn. Ég þarf að komast í minn takt og koma liðsfélögum mínum í sama takt og þá sérstaklega varnarlega. Við lifum á varnarleiknum og ef ég er að gera vel varnarlega og liðsfélagar mínir elta mig í því þá eigum við alltaf séns.“ Þrátt fyrir að Njarðvíkingar lifi á varnarleiknum þá voru sóknarfráköstin rosalega stór partur af sigri þeirra í kvöld og var Aliyah spurð út í þessa sóknarfrákasta baráttur og hlutverk hennar í sjálfsmynd hennar og liðsins. „Þetta er klárlega hluti af sjálfsmyndinni. Mér finnst ég þurfa að vera á fullu allan tímann. Í byrjun er ég alltaf að og þá gerast góðir hlutir og fráköstin detta til mín.“ Íslandsmeistaratitillinn er í augnsýn og var Aliyah spurð að því hvað væri umræðan á milli liðsmanna Njarðvíkur á milli leikja. „Að við þurfum að mæta með sömu orku í næsta leik. Hann verður erfiður því og við höfum ekki náð að vinna þær á heimavelli hingað til þannig að þetta verður áhugavert. Ég er ekki í vafa um það að við getum unnið þær en við þurfum að koma með A leikinn okkar. Við þurfum að vera tilbúnar, halda einbeitingu og spila á fullu á fimmtudaginn.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Njarðvík 69-78 | Njarðvík í kjörstöðu eftir enn einn útisigurinn Áfram halda liðin að vinna útileiki í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta. Njarðvík er nú í kjörstöðu eftir magnaðan sigur í Ólafssal í kvöld. Vinna þarf þrjá leiki til að vinna Íslandsmeistaratitilinn. 25. apríl 2022 22:04 Mest lesið Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Íslenski boltinn EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ Sport Real Madrid áfram á sigurbraut Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Njarðvík 69-78 | Njarðvík í kjörstöðu eftir enn einn útisigurinn Áfram halda liðin að vinna útileiki í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta. Njarðvík er nú í kjörstöðu eftir magnaðan sigur í Ólafssal í kvöld. Vinna þarf þrjá leiki til að vinna Íslandsmeistaratitilinn. 25. apríl 2022 22:04