BYKO hlýtur Kuðung umhverfisráðuneytisins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. apríl 2022 13:05 Forstjóri BYKO vonar að viðurkenningin verði líka öðrum fyrirtækjum í byggingariðnaðargreininni hvatning til að nota vistvæn byggingarefni. Vísir/Egill Íslenska byggingavöruverslunin BYKO hlýtur Kuðunginn í ár en það er umhverfisviðurkenning umhverfis-og loftslagsmálaráðuneytisins en hún er veitt í dag, á degi umhverfisins. Sigurður Brynjar Pálsson, forstjóri BYKO, segir í samtali við fréttastofu að verk sé að vinna innan byggingariðnaðarins því hann standi fyrir gríðarstóru kolefnisspori. Hann vonar að fleiri fyrirtæki innan greinarinnar taki upp vistvæn byggingarefni. Sigurður segir að umhverfisstefna verslunarkeðjunnar sé af tvennum toga. „Annars vegar okkar innra starf; sorpflokkunin, orkuskiptin og hvernig við högum okkur og hvernig við náum niður okkar eigin kolefnisspori og síðan er það hinn vængurinn, sem er ekki síður mikilvægur, og það er að hafa áhrif út á við; til okkar viðskiptavina, hönnuða, arkítekta og fleiri með því að bjóða vistvæn byggingarefni sem uppfylla helstu vistvottunarkerfi eins og BREEAM, merki svansins, Evrópublómið og svo framvegis.“ Síðustu ár hafi heilmikil þekking um umhverfis-og loftslagsmál skapast innan Byko. „Við höfum byggt upp heilmikla þekkingu og ráðgjöf innandyra hjá okkur. Við erum með vottaðan BREEAM sérfræðing sem kemur að borðinu með hönnuðum og verktökum. Við erum að hafa mikil áhrif út á við og inn í samfélagið þegar kemur að byggingum.“ Sigurður Brynjar Pálsson, forstjóri BYKO, tók við viðurkenningunni.Vísir/Egill Viðurkenningin hafi gríðarlega þýðingu fyrir starfsfólk BYKO. „Fyrst og fremst er hún staðfesting á að við erum á réttri leið og hún hvetur okkur enn frekar áfram. Ég vona svo sannarlega að viðurkenningin muni hafa áhrif á aðra sem koma að byggingariðnaði vegna þess að staðreyndin er sú að byggingariðnaðurinn stendur undir 40% af kolefnisspori heimsins og þar er verk að vinna. Ég segi það oft að ólíkt neysluvörunni þá hefur neytandinn ótal tækifæri til að breyta sinni hegðun en byggingar lifa í hundrað ár og það er ólíklegt að óvistvæn bygging verði vistvæn á líftíma sínum.“ Liður í því minnka kolefnisspor BYKO er að hafa þann háttinn á að flutningar á timbri verði með eins sjálfbærum hætti og unnt er. Í síðustu viku kom flutningaskip í beinni siglingu frá Lettlandi til hafnar á Akureyri með timbur sem stendur til að nýta til uppbyggingar á Norðurlandi. Að sögn forsvarsmanna BYKO sparar þessi nýbreytni m.a. siglingu meðfram Suðurlandi til Reykjavíkur og akstur flutningabíla frá höfuðborginni og norður í land. Um 50 ferðir flutningabíla hefði þurft til að flytja farminn norður. Nemendur útnefndir Varðliðar umhverfisins Nemendur í 7. bekk í Sæmundarskóla voru útnefndir Varðliðar umhverfisins í dag. Vísir/egill Við þetta sama tækifæri voru nemendur í Sæmundarskóla útnefndir Varðliðar umhverfisins. Nemendurnir eru í 7. Bekk og unnu verkefnið Hvað get ég gert? En við framkvæmd þess fundu nemendur sjálfir hvað mætti bæta í nærumhverfi þeirra og tóku skref til þess að gera úrbætur. Verkefnin byggja á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og taka meðal annars til úrgangsmála, matarsóunar, skipulagsbreytinga á nærumhverfi og rannsókna á ábyrgri neyslu. Byggingariðnaður Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Sigurður Brynjar Pálsson, forstjóri BYKO, segir í samtali við fréttastofu að verk sé að vinna innan byggingariðnaðarins því hann standi fyrir gríðarstóru kolefnisspori. Hann vonar að fleiri fyrirtæki innan greinarinnar taki upp vistvæn byggingarefni. Sigurður segir að umhverfisstefna verslunarkeðjunnar sé af tvennum toga. „Annars vegar okkar innra starf; sorpflokkunin, orkuskiptin og hvernig við högum okkur og hvernig við náum niður okkar eigin kolefnisspori og síðan er það hinn vængurinn, sem er ekki síður mikilvægur, og það er að hafa áhrif út á við; til okkar viðskiptavina, hönnuða, arkítekta og fleiri með því að bjóða vistvæn byggingarefni sem uppfylla helstu vistvottunarkerfi eins og BREEAM, merki svansins, Evrópublómið og svo framvegis.“ Síðustu ár hafi heilmikil þekking um umhverfis-og loftslagsmál skapast innan Byko. „Við höfum byggt upp heilmikla þekkingu og ráðgjöf innandyra hjá okkur. Við erum með vottaðan BREEAM sérfræðing sem kemur að borðinu með hönnuðum og verktökum. Við erum að hafa mikil áhrif út á við og inn í samfélagið þegar kemur að byggingum.“ Sigurður Brynjar Pálsson, forstjóri BYKO, tók við viðurkenningunni.Vísir/Egill Viðurkenningin hafi gríðarlega þýðingu fyrir starfsfólk BYKO. „Fyrst og fremst er hún staðfesting á að við erum á réttri leið og hún hvetur okkur enn frekar áfram. Ég vona svo sannarlega að viðurkenningin muni hafa áhrif á aðra sem koma að byggingariðnaði vegna þess að staðreyndin er sú að byggingariðnaðurinn stendur undir 40% af kolefnisspori heimsins og þar er verk að vinna. Ég segi það oft að ólíkt neysluvörunni þá hefur neytandinn ótal tækifæri til að breyta sinni hegðun en byggingar lifa í hundrað ár og það er ólíklegt að óvistvæn bygging verði vistvæn á líftíma sínum.“ Liður í því minnka kolefnisspor BYKO er að hafa þann háttinn á að flutningar á timbri verði með eins sjálfbærum hætti og unnt er. Í síðustu viku kom flutningaskip í beinni siglingu frá Lettlandi til hafnar á Akureyri með timbur sem stendur til að nýta til uppbyggingar á Norðurlandi. Að sögn forsvarsmanna BYKO sparar þessi nýbreytni m.a. siglingu meðfram Suðurlandi til Reykjavíkur og akstur flutningabíla frá höfuðborginni og norður í land. Um 50 ferðir flutningabíla hefði þurft til að flytja farminn norður. Nemendur útnefndir Varðliðar umhverfisins Nemendur í 7. bekk í Sæmundarskóla voru útnefndir Varðliðar umhverfisins í dag. Vísir/egill Við þetta sama tækifæri voru nemendur í Sæmundarskóla útnefndir Varðliðar umhverfisins. Nemendurnir eru í 7. Bekk og unnu verkefnið Hvað get ég gert? En við framkvæmd þess fundu nemendur sjálfir hvað mætti bæta í nærumhverfi þeirra og tóku skref til þess að gera úrbætur. Verkefnin byggja á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og taka meðal annars til úrgangsmála, matarsóunar, skipulagsbreytinga á nærumhverfi og rannsókna á ábyrgri neyslu.
Byggingariðnaður Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira