Ísland leggur til 130 milljónir í efnahagslega neyðaraðstoð við Úkraínu Heimsljós 25. apríl 2022 10:26 Sérstakur sjóður Alþjóðabankans um efnahagslega neyðaraðstoð við Úkraínu fær um 130 milljónir króna frá Íslandi, eða því sem nemur einni milljón Bandaríkjadala. Utanríkisráðherra greindi frá viðbótarframlagi Íslands til sjóðsins á ráðherrafundi um stuðning við Úkraínu sem haldinn var í tengslum við vorfundi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington í síðustu viku. Volodomír Zelenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði fundinn í gegnum fjarfundabúnað en viðstaddir voru Denys Smyhal forsætisráðherra Úkraínu og fjármálaráðherrann Sergii Marchenko, sem lýstu brýnni þörf úkraínskra stjórnvalda fyrir fjárhagslegan stuðning til að standa undir samfélagslegri grunnþjónustu og til enduruppbyggingar. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra undirstrikaði í ávarpi algjöra samstöðu Íslands með Úkraínu. „Úkraínska þjóðin berst fyrir lífi sínu og frelsi. Við viljum leggja allt það af mörkum sem við getum til þess að styðja úkraínsku þjóðina til sigurs gegn árás Rússa. Þessi efnahagslegi stuðningur er hluti af því,“ sagði utanríkisráðherra. Á föstudag tók ráðherra þátt í ráðherrafundi kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja hjá Alþjóðabankanum, þar sem viðbrögð bankans við efnahagslegum áhrifum innrásar Rússa í Úkraínu verða einnig ofarlega á baugi. Alþjóðabankinn lækkaði á dögunum spá um hagvöxt á heimvísu á árinu vegna innrásar Rússa í Úkraínu, úr 4,1 prósenti niður í 3,2 prósent. Bankinn ætlar að veita 170 milljörðum Bandaríkjadala til að efnaminni þjóða til að takast á við samspil stríðs, heimsfaraldurs og óðaverðbólgu. Alþjóðabankinn er ein af fjórum megin samstarfsstofnunum Íslands á sviði fjölþjóðlegrar þróunarsamvinnu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Alríki fjármagnað út janúar 2026 Erlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent
Volodomír Zelenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði fundinn í gegnum fjarfundabúnað en viðstaddir voru Denys Smyhal forsætisráðherra Úkraínu og fjármálaráðherrann Sergii Marchenko, sem lýstu brýnni þörf úkraínskra stjórnvalda fyrir fjárhagslegan stuðning til að standa undir samfélagslegri grunnþjónustu og til enduruppbyggingar. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra undirstrikaði í ávarpi algjöra samstöðu Íslands með Úkraínu. „Úkraínska þjóðin berst fyrir lífi sínu og frelsi. Við viljum leggja allt það af mörkum sem við getum til þess að styðja úkraínsku þjóðina til sigurs gegn árás Rússa. Þessi efnahagslegi stuðningur er hluti af því,“ sagði utanríkisráðherra. Á föstudag tók ráðherra þátt í ráðherrafundi kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja hjá Alþjóðabankanum, þar sem viðbrögð bankans við efnahagslegum áhrifum innrásar Rússa í Úkraínu verða einnig ofarlega á baugi. Alþjóðabankinn lækkaði á dögunum spá um hagvöxt á heimvísu á árinu vegna innrásar Rússa í Úkraínu, úr 4,1 prósenti niður í 3,2 prósent. Bankinn ætlar að veita 170 milljörðum Bandaríkjadala til að efnaminni þjóða til að takast á við samspil stríðs, heimsfaraldurs og óðaverðbólgu. Alþjóðabankinn er ein af fjórum megin samstarfsstofnunum Íslands á sviði fjölþjóðlegrar þróunarsamvinnu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Alríki fjármagnað út janúar 2026 Erlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent