Nýi miðbærinn á Selfossi Svansvottaður Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. apríl 2022 21:05 Elva Rakel Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, ásamt Leó Árnasyni (fyrir miðju) og Gylfa Gíslasyni þega Svansvottunin var formlega afhent með merkjunum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýi miðbærinn á Selfossi er fyrsti miðbærinn á Norðurlöndunum, sem fær Svansvottun og er það mjög mikil viðurkenning fyrir þá starfsemi, sem fer þar fram í dag. Miðbærinn er í dag á fimm þúsund og fimm hundruð fermetra svæði en nú fara framkvæmdir að hefjast við annan áfanga, sem verður um átján þúsund fermetrar. Það var hátíðleg stund í nýja miðbænum þegar Elva Rakel Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun mætti nýlega með nokkur merki, sem staðfesta það að miðbærinn er nú með Svansvottun. Við merkjunum tóku þeir Gylfi Gíslason, forstjóri JÁVERKS en fyrirtækið hefur byggt öll húsin í miðbænum og Leó Árnason, framkvæmdastjóri Sigtún Þróunarfélags, sem er framkvæmdaaðili nýja miðbæjarins. Svansvottun þýðir að það er búið að draga úr helstu umhverfisáhrifum af byggingum og að efnakröfur til hráefnis tryggja aukið heilnæmi fyrir bæði íbúa og iðnaðarmenn. Notuð er sérstök steypa með lægra kolefnisspori, timbur er fengið úr sjálfbærri skógrækt og gerðar eru kröfur um orkunýtni, úrgangsflokkun og endurvinnslu. Þar að auki þarf byggingin af vera af ákveðnum gæðum sem tryggir rakavarnir, loftgæði, birtuskilyrði og svo framvegis. „Já, svanurinn er alþjóðlegt umhverfismerki og hefur mikla þýðingu fyrir okkur. Ég vona að þetta hafi þýðingu, bæði inn á við og út á við og ég vona að þetta smiti umhverfismiðvitund út í samfélagið, sem er mikilvæg. Þetta er mikil viðurkenning og hvatning fyrir okkur að halda áfram á þeirri braut, sem við höfum verið á,“ segir Leó Árnason, framkvæmdastjóri Sigtúns Þróunarfélags. Nýi miðbærinn er fyrsti miðbærinn á Norðurlöndunum, sem fær Svansvottun og þykir það mjög mikil viðurkenning.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er nýi miðbærinn að ganga betur en Leó og forsvarsmenn verkefnisins áttu von á? „Já, þetta er að ganga mjög vel og þrátt fyrir þau áföll, sem hafa verið í samfélaginu undanfarin tvö ár þá hefur þetta gengið vonum framar og það verður mikil stemming á Selfossi í sumar. Seinni áfangi fer af stað á þessu ári og hann er tæplega 18 þúsund fermetrar og áfram munum við halda samstarfi við JÁVERK og Umhverfisstofnun um að þau hús verði einnig Svansvottuð,“ segir Leó. Framkvæmdir við annan hluta miðbæjarins fara að hefjast en það verður á um átján þúsund fermetra svæði. Bærinn, sem nú er risinn er á fimm þúsund og fimm hundruð fermetrum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Verslun Menning Umhverfismál Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Það var hátíðleg stund í nýja miðbænum þegar Elva Rakel Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun mætti nýlega með nokkur merki, sem staðfesta það að miðbærinn er nú með Svansvottun. Við merkjunum tóku þeir Gylfi Gíslason, forstjóri JÁVERKS en fyrirtækið hefur byggt öll húsin í miðbænum og Leó Árnason, framkvæmdastjóri Sigtún Þróunarfélags, sem er framkvæmdaaðili nýja miðbæjarins. Svansvottun þýðir að það er búið að draga úr helstu umhverfisáhrifum af byggingum og að efnakröfur til hráefnis tryggja aukið heilnæmi fyrir bæði íbúa og iðnaðarmenn. Notuð er sérstök steypa með lægra kolefnisspori, timbur er fengið úr sjálfbærri skógrækt og gerðar eru kröfur um orkunýtni, úrgangsflokkun og endurvinnslu. Þar að auki þarf byggingin af vera af ákveðnum gæðum sem tryggir rakavarnir, loftgæði, birtuskilyrði og svo framvegis. „Já, svanurinn er alþjóðlegt umhverfismerki og hefur mikla þýðingu fyrir okkur. Ég vona að þetta hafi þýðingu, bæði inn á við og út á við og ég vona að þetta smiti umhverfismiðvitund út í samfélagið, sem er mikilvæg. Þetta er mikil viðurkenning og hvatning fyrir okkur að halda áfram á þeirri braut, sem við höfum verið á,“ segir Leó Árnason, framkvæmdastjóri Sigtúns Þróunarfélags. Nýi miðbærinn er fyrsti miðbærinn á Norðurlöndunum, sem fær Svansvottun og þykir það mjög mikil viðurkenning.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er nýi miðbærinn að ganga betur en Leó og forsvarsmenn verkefnisins áttu von á? „Já, þetta er að ganga mjög vel og þrátt fyrir þau áföll, sem hafa verið í samfélaginu undanfarin tvö ár þá hefur þetta gengið vonum framar og það verður mikil stemming á Selfossi í sumar. Seinni áfangi fer af stað á þessu ári og hann er tæplega 18 þúsund fermetrar og áfram munum við halda samstarfi við JÁVERK og Umhverfisstofnun um að þau hús verði einnig Svansvottuð,“ segir Leó. Framkvæmdir við annan hluta miðbæjarins fara að hefjast en það verður á um átján þúsund fermetra svæði. Bærinn, sem nú er risinn er á fimm þúsund og fimm hundruð fermetrum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Verslun Menning Umhverfismál Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira