Fyrirliði Svía tekur undir gagnrýni Söru Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2022 12:31 Sara Björk Gunnarsdóttir og Caroline Seger í leik Íslands og Svíþjóðar á Laugardalsvelli 2019. Vísir/Vilhelm Caroline Seger, fyrirliði sænska landsliðsins og leikjahæsti leikmaður í sögu þess, tekur undir gagnrýni Söru Bjarkar Gunnarsdóttur val mótshaldara á EM 2022 á keppnisvöllum á mótinu. Í hlaðvarpsþættinum Their Pitch gagnrýndi Sara að tveir leikir Íslands á EM færu fram á akademíuleikvangi Manchester City sem tekur aðeins tæplega fimm þúsund manns í sæti. Þriðji leikur íslenska liðsins fer fram á heimavelli Rotherham United sem tekur ellefu þúsund manns í sæti. Sara segir vanvirðingu fólgna í vali á keppnisvöllum og að það sé ekki í takti við þróunina í kvennaboltanum. „Ég er svolítið vonsvikin með leikvangana sem við fengum. Það er átakanlegt að með alla þessa leikvanga sem eru í boði á Englandi þá séum við á æfingavelli Manchester City sem tekur um 4-5.000 áhorfendur. Þetta er vandræðalegt,“ sagði Sara. „Maður sér í kvennafótboltanum í dag hvernig er verið að fylla stóru leikvangana. Það mættu 95.000 manns á Barcelona – Real Madrid. Það er vandræðalegt að menn búist ekki við því að það seljist fleiri en 4.000 miðar. Þetta er vanvirðing gagnvart kvennafótbolta á þessu stigi því þetta er svo mikið stærra en fólk heldur.“ Seger segir gagnrýni Söru réttmæta og skilur ekki af hverju leikirnir á EM fara ekki fram á stærri leikvöngum. „Við verðum líka að fá þessa velli. Þeir verða að hugsa hlutina upp á nýtt og gera það rétta í stöðunni,“ sagði Seger við Fotbollskanalen. Hún bætti við að UEFA þyrfti líka að hugsa sinn gang. „Ættum við ekki að leggja allt í mótið og gefa kvennaboltanum plássið sem hann þarf. Það hefur sýnt sig að miðar seljast fljótt upp. Okkar kæru vinir hjá UEFA eru með það á sinni könnu. Þetta er líka lexía fyrir þá.“ Svíar eru í riðli með Evrópumeisturum Hollendinga og Svisslendingum. Rússar eru einnig í C-riðlinum en óvíst er hvaða lið tekur sæti þeirra. Leikirnir í C-riðli fara fram á Leigh Sports Village í Leigh og Bramall Lane í Sheffield. Völlurinn í Leigh tekur tólf þúsund manns í sæti á meðan Bramall Lane, heimavöllur Sheffield United, tekur rúmlega 32 þúsund manns í sæti. EM 2022 í Englandi Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Sjá meira
Í hlaðvarpsþættinum Their Pitch gagnrýndi Sara að tveir leikir Íslands á EM færu fram á akademíuleikvangi Manchester City sem tekur aðeins tæplega fimm þúsund manns í sæti. Þriðji leikur íslenska liðsins fer fram á heimavelli Rotherham United sem tekur ellefu þúsund manns í sæti. Sara segir vanvirðingu fólgna í vali á keppnisvöllum og að það sé ekki í takti við þróunina í kvennaboltanum. „Ég er svolítið vonsvikin með leikvangana sem við fengum. Það er átakanlegt að með alla þessa leikvanga sem eru í boði á Englandi þá séum við á æfingavelli Manchester City sem tekur um 4-5.000 áhorfendur. Þetta er vandræðalegt,“ sagði Sara. „Maður sér í kvennafótboltanum í dag hvernig er verið að fylla stóru leikvangana. Það mættu 95.000 manns á Barcelona – Real Madrid. Það er vandræðalegt að menn búist ekki við því að það seljist fleiri en 4.000 miðar. Þetta er vanvirðing gagnvart kvennafótbolta á þessu stigi því þetta er svo mikið stærra en fólk heldur.“ Seger segir gagnrýni Söru réttmæta og skilur ekki af hverju leikirnir á EM fara ekki fram á stærri leikvöngum. „Við verðum líka að fá þessa velli. Þeir verða að hugsa hlutina upp á nýtt og gera það rétta í stöðunni,“ sagði Seger við Fotbollskanalen. Hún bætti við að UEFA þyrfti líka að hugsa sinn gang. „Ættum við ekki að leggja allt í mótið og gefa kvennaboltanum plássið sem hann þarf. Það hefur sýnt sig að miðar seljast fljótt upp. Okkar kæru vinir hjá UEFA eru með það á sinni könnu. Þetta er líka lexía fyrir þá.“ Svíar eru í riðli með Evrópumeisturum Hollendinga og Svisslendingum. Rússar eru einnig í C-riðlinum en óvíst er hvaða lið tekur sæti þeirra. Leikirnir í C-riðli fara fram á Leigh Sports Village í Leigh og Bramall Lane í Sheffield. Völlurinn í Leigh tekur tólf þúsund manns í sæti á meðan Bramall Lane, heimavöllur Sheffield United, tekur rúmlega 32 þúsund manns í sæti.
EM 2022 í Englandi Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann