Rangnick: Þeir eru sex árum á undan okkur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. apríl 2022 23:01 Ralf Rangnick var niðurlútur eftir 4-0 tap Manchester United gegn Liverpool í kvöld. AP Photo/Jon Super Ralf Rangnick, bráðabirgðarstjóri Manchester United, var niðurlútur eftir 4-0 tap sinna manna gegn Liverpool í stórleik ensku urvalsdeildarinnar í kvöld. Hann segir að sínir menn hafi einfaldelga ekki verið nógu góðir. „Ég er ekki viss um að einhver önnur uppstilling í upphafi leiks hefði breytt nokkru,“ sagði Þjóðverjinn í leikslok. „Fyrsta markið sem við fáum á okkur, það var ekki hluti af planinu að vera svona hátt uppi á vellinum og fá á okkur mark úr skyndisókn eftir fimm mínútur. Það breytti leiknum. Í fyrri hálfleik vorum við bara ekki nógu góðir.“ „Við unnum aldrei fyrsta eða annan boltann og við vorum næstbestir í öllum þáttum leiksins sem skipta máli. Við breyttum taktíkinni aðeins í síðari hálfleik og vorum betri fyrstu 25 mínúturnar. Við náðum að pressa vel og áttum tvö eða þrjú góð augnablik, en þriðja markið drap leikinn.“ Þriðja mark Liverpool skoraði Sadio Mané úr sókn sem hófst á því að Andy Robertson komst inn í sendingu frá Victor Lindelöf. „Þriðja markið kemur eftir sendingu sem við eigum ekki að vera að taka. Við erum að bjóða upp á pressuna. Tólf metra sending á Anthony Elanga sem er leikmaður sem vill fá boltann á bakvið vörnina. Við bjóðum þeim upp á þetta og sex sekúndum seinna er boltinn í netinu.“ Rangnick viðurkenndi svo að lokum að Liverpool-liðið væri langt á undan United. „Þetta er vandræðalegt, svekkjandi og jafnvel niðurlægjandi. Við verðum að sætta okkur við það að þeir eru sex árum á undan okkur núna. Þegar Jürgen Klopp tók við þá breyttist klúbburinn og hann lyfti ekki bara liðinu, heldur félaginu og borginni, upp á hærra plan. Það er það sem þarf að gerast hjá okkur í næstu félagsskiptagluggum,“ sagði Rangnick að lokum. Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira
„Ég er ekki viss um að einhver önnur uppstilling í upphafi leiks hefði breytt nokkru,“ sagði Þjóðverjinn í leikslok. „Fyrsta markið sem við fáum á okkur, það var ekki hluti af planinu að vera svona hátt uppi á vellinum og fá á okkur mark úr skyndisókn eftir fimm mínútur. Það breytti leiknum. Í fyrri hálfleik vorum við bara ekki nógu góðir.“ „Við unnum aldrei fyrsta eða annan boltann og við vorum næstbestir í öllum þáttum leiksins sem skipta máli. Við breyttum taktíkinni aðeins í síðari hálfleik og vorum betri fyrstu 25 mínúturnar. Við náðum að pressa vel og áttum tvö eða þrjú góð augnablik, en þriðja markið drap leikinn.“ Þriðja mark Liverpool skoraði Sadio Mané úr sókn sem hófst á því að Andy Robertson komst inn í sendingu frá Victor Lindelöf. „Þriðja markið kemur eftir sendingu sem við eigum ekki að vera að taka. Við erum að bjóða upp á pressuna. Tólf metra sending á Anthony Elanga sem er leikmaður sem vill fá boltann á bakvið vörnina. Við bjóðum þeim upp á þetta og sex sekúndum seinna er boltinn í netinu.“ Rangnick viðurkenndi svo að lokum að Liverpool-liðið væri langt á undan United. „Þetta er vandræðalegt, svekkjandi og jafnvel niðurlægjandi. Við verðum að sætta okkur við það að þeir eru sex árum á undan okkur núna. Þegar Jürgen Klopp tók við þá breyttist klúbburinn og hann lyfti ekki bara liðinu, heldur félaginu og borginni, upp á hærra plan. Það er það sem þarf að gerast hjá okkur í næstu félagsskiptagluggum,“ sagði Rangnick að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira