Nýliðarnir ætla að endurtaka leikinn frá 2012 og skemma fullkomna endurkomu þeirra bestu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2022 13:30 Helena í baráttunni gegn Haukum í undanúrslitum. Vísir/Bára Dröfn Úrslitaeinvígi Subway-deildar kvenna í körfubolta hefst í Ólafssal í kvöld þegar Haukar taka á móti Njarðvík. Fyrir ári síðan virtist var ekkert í kortunum sem benti til þess að þessi tvö lið myndu berjast um Íslandsmeistaratitilinn vorið 2022. Úrslitin í Subway deild kvenna hefjast í kvöld sjáumst á vellinum! SUBWAY DEILDIN Úrslit kvenna1 Leikur 1 Þri. 19. apríl Miðasala á STUBB Sýndur beint á @St2Sport 19:15 Ólafssalur Hfj. HAUKAR - NJARÐVÍK#subwaydeildin #korfubolti pic.twitter.com/4iPRgL73MC— KKÍ (@kkikarfa) April 19, 2022 Haukar voru vissulega í úrslitum á síðustu leiktíð en munurinn á liðinni þá – þegar því var sópað af Val – og nú er sú að eftir úrslitaeinvígi síðasta árs ákvað Helena Ólafsdóttir að ganga í raðir uppeldisfélagsins. Það þarf ekkert að fara í grafgötur með það að Helena er besti og mikilvægasti íslenski leikmaður deildarinnar. Það var því mikil lyftistöng fyrir Hauka þegar hún ákvað að ganga aftur í raðir félagsins síðasta sumar. Í kjölfarið ákvað félagið að skrá sig í Evrópukeppni og ljóst að það átti að gera mikið úr tímabilinu. Úr varð ágætis ævintýri sem fer án efa í reynslubankann og þá varð liðið bikarmeistari í síðasta mánuði. Helena getur því að vissu leyti fullkomnað endurkomuna með Íslandsmeistaratitlinum. Ef farið væri eftir spám mætti ætla að það væri nær öruggt að Helena myndi lyfta titlinum áður en apríl mánuður er úti. Sem betur fer virka íþróttir ekki þannig. Aliyah A'taeya Collier hefur verið hreint út sagt stórkostleg í liði Njarðvíkur í vetur.Vísir/Vilhelm Fyrir ári síðan var Njarðvík að berjast um sigur í 1. deild kvenna gegn nágrönnum sínum í Grindavík. Liðið kom svo á fljúgandi siglingu inn í mótið og á meðan Grindavíkur konur börðust við falldrauginn þá var Njarðvík í tititlbaráttu. Liðinu fataðist flugið örlítið þegar líða tók á leiktíðina og endaði í 4. sæti Subway-deildar kvenna. Það kom ekki að sök í einvíginu gegn deildarmeisturum Fjölnis en Njarðvík vann nokkuð sannfærandi 3-1 sigur í fjórum leikjum og er nú mætt í úrslit efstu deildar kvenna í körfubolta í fyrsta sinn í áratug. Vorið 2012 mættust þessi sömu lið í úrslitum efstu deildar kvenna. Fór það svo að Njarðvík hafði betur og vann sinn fyrsta – og eina – Íslandsmeistaratitil til þessa. Það gæti allt breyst á næstu dögum. Leikur Hauka og Njarðvíkur í úrslitaeinvígi Subway-deildar kvenna hefst klukkan 19.15. Leikurinn er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18.45. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild kvenna Haukar UMF Njarðvík Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn Sjá meira
Úrslitin í Subway deild kvenna hefjast í kvöld sjáumst á vellinum! SUBWAY DEILDIN Úrslit kvenna1 Leikur 1 Þri. 19. apríl Miðasala á STUBB Sýndur beint á @St2Sport 19:15 Ólafssalur Hfj. HAUKAR - NJARÐVÍK#subwaydeildin #korfubolti pic.twitter.com/4iPRgL73MC— KKÍ (@kkikarfa) April 19, 2022 Haukar voru vissulega í úrslitum á síðustu leiktíð en munurinn á liðinni þá – þegar því var sópað af Val – og nú er sú að eftir úrslitaeinvígi síðasta árs ákvað Helena Ólafsdóttir að ganga í raðir uppeldisfélagsins. Það þarf ekkert að fara í grafgötur með það að Helena er besti og mikilvægasti íslenski leikmaður deildarinnar. Það var því mikil lyftistöng fyrir Hauka þegar hún ákvað að ganga aftur í raðir félagsins síðasta sumar. Í kjölfarið ákvað félagið að skrá sig í Evrópukeppni og ljóst að það átti að gera mikið úr tímabilinu. Úr varð ágætis ævintýri sem fer án efa í reynslubankann og þá varð liðið bikarmeistari í síðasta mánuði. Helena getur því að vissu leyti fullkomnað endurkomuna með Íslandsmeistaratitlinum. Ef farið væri eftir spám mætti ætla að það væri nær öruggt að Helena myndi lyfta titlinum áður en apríl mánuður er úti. Sem betur fer virka íþróttir ekki þannig. Aliyah A'taeya Collier hefur verið hreint út sagt stórkostleg í liði Njarðvíkur í vetur.Vísir/Vilhelm Fyrir ári síðan var Njarðvík að berjast um sigur í 1. deild kvenna gegn nágrönnum sínum í Grindavík. Liðið kom svo á fljúgandi siglingu inn í mótið og á meðan Grindavíkur konur börðust við falldrauginn þá var Njarðvík í tititlbaráttu. Liðinu fataðist flugið örlítið þegar líða tók á leiktíðina og endaði í 4. sæti Subway-deildar kvenna. Það kom ekki að sök í einvíginu gegn deildarmeisturum Fjölnis en Njarðvík vann nokkuð sannfærandi 3-1 sigur í fjórum leikjum og er nú mætt í úrslit efstu deildar kvenna í körfubolta í fyrsta sinn í áratug. Vorið 2012 mættust þessi sömu lið í úrslitum efstu deildar kvenna. Fór það svo að Njarðvík hafði betur og vann sinn fyrsta – og eina – Íslandsmeistaratitil til þessa. Það gæti allt breyst á næstu dögum. Leikur Hauka og Njarðvíkur í úrslitaeinvígi Subway-deildar kvenna hefst klukkan 19.15. Leikurinn er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18.45. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild kvenna Haukar UMF Njarðvík Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn