Á vef Veðurstofunnar segir að hiti verði á bilinu núll til fimm stig , en frystir svo í kvöld.
„Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp í kvöld. Suðaustan 10-18 og rigning á morgun, einkum sunnantil, en fer að lægja síðdegis. Hægari vindur og yfirleitt þurrt á Norður- og Austurlandi. Hiti 3 til 10 stig.
Austlæg eða breytileg átt gola eða kaldi á sumardaginn fyrsta. Víða léttskýjað norðanlands, en skýjað með köflum og stöku skúrir syðra. Fremur hlýtt í veðri.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag: Austan og suðaustan 10-18 m/s og rigning með köflum, einkum sunnantil, en hægari og þurrt að kalla á Norður- og Austurlandi. Hiti 3 til 10 stig. Dregur úr vindi seinnipartinn.
Á fimmtudag (sumardagurinn fyrsti) og föstudag: Austan og suðaustan 3-10 og víða bjartviðri, en skýjað með köflum og úrkomulítið sunnanlands og við austurströndina. Hiti 5 til 13 stig.
Á laugardag og sunnudag: Fremur hæg breytileg átt og skýjað með köflum. Kólnar heldur.
Á mánudag: Norðlæg átt, skýjað og smáskúrir eða slydduél norðantil.