Dapurlegt að sjá umhverfið skemmt í algjöru skeytingarleysi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 18. apríl 2022 23:55 Djúp hjólför voru víða á fjallinu í morgun. Aðsend/Bárður Jón Grímsson Dapurleg sjón blasti við feðgum sem héldu leið sína upp Ingólfsfjall í morgun en töluverð náttúruspjöll höfðu þá verið unnin á fjallinu. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu og Umhverfisstofnunar en skemmdirnar virðast vera mjög umfangsmiklar. Fjallagarpurinn Bárður Jón Grímsson gekk upp fjallið í morgun ásamt syni sínum en þegar upp var komið sáu þeir umtalsverðar skemmdir. RÚV greindi fyrst frá málinu en Bárður segist telja það líklegt að skemmdirnar hafi verið unnar í gær. „Við vorum þarna mjög snemma í morgun og þetta var alveg örugglega bara seinni partinn í gær sem það hefur einhver ekið um þarna á fjórhjóli,“ segir Bárður í samtali við Vísi. „Það er mjög dapurlegt að sjá umhverfi sitt vera skemmt svona í algjöru skeytingarleysi, finnst mér.“ Bárður segir jörðina mjög viðkvæma en hann átti sjálfur erfitt með að fara um svæðið án þess að sökkva niður að ökklum. Aðsend/Bárður Jón Grímsson Hann bendir á að jörðin sé sérstaklega viðkvæm um þessar mundir, þar sem frostið er að fara úr jörðu, og mikilvægt að fara varlega. Sjálfur lýsir hann því að þeir feðgar hafi þurft að hoppa milli steina og því hafi hann ekki getað séð hversu umfangsmiklar skemmdirnar voru. „Við fórum þarna sem vörðurnar eru, þar sem maður getur horft yfir Selfoss, og þar hefur hann fest hjólið en hann hefur ekki séð ástæðu til að snúa við úr þessum aðstæðum, heldur hélt hann bara áfram,“ segir Bárður. „Maður sá skemmdir alls staðar eftir hann og svo veit maður ekki hvað þetta er langt. Við bara höfðum ekki möguleika á að skoða þetta, hvað hann hafi ekið langt eða hvar hann hafi ekið upp fjallið,“ segir hann enn fremur. Óljóst er hversu miklar skemmdirnar eru. Aðsend/Bárður Jón Grímsson Aðspurður um hvort hann hefur áður séð nokkuð þessu líkt segir hann svo ekki vera. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt, svona hátt uppi á fjalli sem maður hefur séð svona meðferð á náttúrunni. Ég hef bara aldrei séð þetta,“ segir Bárður. Hann hefur tilkynnt málið til lögreglu og Umhverfisstofnunar en telur að það muni reynast erfitt að laga jörðina og bindur vonir við að lögregla finni þann sem var að verki. „Við viljum öll að það sé ekki gengið svona um náttúruna okkar, það er bara alveg svakalegt að sjá þetta,“ segir hann. Þá segir hann mikilvægt að vekja athygli á málinu og ítreka við fólk sem notar slík tæki til að fara varlega. „Það þarf kannski ekki nema einn til þess að skemma fyrir öllum hinum sem eru að nota þessi tæki rétt, það þarf ekki marga til að skemma,“ segir Bárður. Ölfus Umhverfismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Fjallagarpurinn Bárður Jón Grímsson gekk upp fjallið í morgun ásamt syni sínum en þegar upp var komið sáu þeir umtalsverðar skemmdir. RÚV greindi fyrst frá málinu en Bárður segist telja það líklegt að skemmdirnar hafi verið unnar í gær. „Við vorum þarna mjög snemma í morgun og þetta var alveg örugglega bara seinni partinn í gær sem það hefur einhver ekið um þarna á fjórhjóli,“ segir Bárður í samtali við Vísi. „Það er mjög dapurlegt að sjá umhverfi sitt vera skemmt svona í algjöru skeytingarleysi, finnst mér.“ Bárður segir jörðina mjög viðkvæma en hann átti sjálfur erfitt með að fara um svæðið án þess að sökkva niður að ökklum. Aðsend/Bárður Jón Grímsson Hann bendir á að jörðin sé sérstaklega viðkvæm um þessar mundir, þar sem frostið er að fara úr jörðu, og mikilvægt að fara varlega. Sjálfur lýsir hann því að þeir feðgar hafi þurft að hoppa milli steina og því hafi hann ekki getað séð hversu umfangsmiklar skemmdirnar voru. „Við fórum þarna sem vörðurnar eru, þar sem maður getur horft yfir Selfoss, og þar hefur hann fest hjólið en hann hefur ekki séð ástæðu til að snúa við úr þessum aðstæðum, heldur hélt hann bara áfram,“ segir Bárður. „Maður sá skemmdir alls staðar eftir hann og svo veit maður ekki hvað þetta er langt. Við bara höfðum ekki möguleika á að skoða þetta, hvað hann hafi ekið langt eða hvar hann hafi ekið upp fjallið,“ segir hann enn fremur. Óljóst er hversu miklar skemmdirnar eru. Aðsend/Bárður Jón Grímsson Aðspurður um hvort hann hefur áður séð nokkuð þessu líkt segir hann svo ekki vera. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt, svona hátt uppi á fjalli sem maður hefur séð svona meðferð á náttúrunni. Ég hef bara aldrei séð þetta,“ segir Bárður. Hann hefur tilkynnt málið til lögreglu og Umhverfisstofnunar en telur að það muni reynast erfitt að laga jörðina og bindur vonir við að lögregla finni þann sem var að verki. „Við viljum öll að það sé ekki gengið svona um náttúruna okkar, það er bara alveg svakalegt að sjá þetta,“ segir hann. Þá segir hann mikilvægt að vekja athygli á málinu og ítreka við fólk sem notar slík tæki til að fara varlega. „Það þarf kannski ekki nema einn til þess að skemma fyrir öllum hinum sem eru að nota þessi tæki rétt, það þarf ekki marga til að skemma,“ segir Bárður.
Ölfus Umhverfismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira