791 Úkraínumaður komið til landsins og viðbúið að þeim fjölgi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 18. apríl 2022 17:30 Fyrstu flóttamennirnir komu til landsins í lok febrúar. Vísir/Egill Alls hefur 791 úkraínskur flóttamaður komið til Íslands og sótt um vernd frá því innrás Rússa hófst þann 24. febrúar síðastliðinn. Um er að ræða 434 konur, 202 börn og 155 karla. Tæplega 4,9 milljón manns hafa flúið Úkraínu frá því að innrásin hófst. Að því er kemur fram í stöðuskýrslu landamærasviðs ríkislögreglustjóra sóttu 57 um vernd síðastliðna sjö daga, eða að meðaltali átta á dag. Sé það notað sem forspárgildi má gera ráð fyrir að um 228 sæki um vernd á næstu fjórum vikum. Þó sóttu nokkuð fleiri um vernd síðasta sólarhring heldur en dagana þar áður, eða 20 manns. Gætu orðið allt að 2.500 Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna frá Úkraínu, sagði þó í samtali við fréttastofu í gær að viðbúið sé að fleiri muni sækja um vernd eftir páskana. Hann segir fjöldann stefna hraðbyr í þúsund og því gæti þeir orðið allt að 2.500 á næstu vikum. Áður hafi verið gert ráð fyrir 1.500 til 2.000. Flestir þeirra sem sótt hafa um vernd hér á landi eru í úrræðum Útlendingastofnunar en þó nokkrir eru komnir í svokölluð skjól til lengri tíma þar sem þau eru nánast á eigin vegum, þó með aðstoð frá sveitarfélögunum. 7,1 milljónir á vergangi í Úkraínu Af þeim rúmlega 4,9 milljónum sem hafa flúið Úkraínu frá því að innrásin hófst hafa flestir farið til Póllands, eða hátt í 2,8 milljón manns. Gert er ráð fyrir að fjöldi þeirra sem flýja stríðsátökin muni halda áfram að aukast og hafa flest Evrópuríki virkjað sínar viðbragsáætlanir vegna þessa. Alþjóðaflóttamannastofnunin áætlar að allt ð fimm milljónir einstaklinga muni flýja átökin en stofnunin hafði áður áætlað að fjöldinn yrði nær fjórum milljónum. Til viðbótar er talið að 7,1 milljónir óbreyttra borgara séu á flótta innan Úkraínu. Í heildina hafa 1.223 einstaklingar sótt um alþjóðlega vernd hér á Íslandi frá upphafi árs og voru flestir þeirra frá Úkraínu líkt og við var að búast. Þar á eftir komu 254 einstaklingar með tengsl við Venesúela en alls voru umsækjendur frá 33 löndum. Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Að því er kemur fram í stöðuskýrslu landamærasviðs ríkislögreglustjóra sóttu 57 um vernd síðastliðna sjö daga, eða að meðaltali átta á dag. Sé það notað sem forspárgildi má gera ráð fyrir að um 228 sæki um vernd á næstu fjórum vikum. Þó sóttu nokkuð fleiri um vernd síðasta sólarhring heldur en dagana þar áður, eða 20 manns. Gætu orðið allt að 2.500 Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna frá Úkraínu, sagði þó í samtali við fréttastofu í gær að viðbúið sé að fleiri muni sækja um vernd eftir páskana. Hann segir fjöldann stefna hraðbyr í þúsund og því gæti þeir orðið allt að 2.500 á næstu vikum. Áður hafi verið gert ráð fyrir 1.500 til 2.000. Flestir þeirra sem sótt hafa um vernd hér á landi eru í úrræðum Útlendingastofnunar en þó nokkrir eru komnir í svokölluð skjól til lengri tíma þar sem þau eru nánast á eigin vegum, þó með aðstoð frá sveitarfélögunum. 7,1 milljónir á vergangi í Úkraínu Af þeim rúmlega 4,9 milljónum sem hafa flúið Úkraínu frá því að innrásin hófst hafa flestir farið til Póllands, eða hátt í 2,8 milljón manns. Gert er ráð fyrir að fjöldi þeirra sem flýja stríðsátökin muni halda áfram að aukast og hafa flest Evrópuríki virkjað sínar viðbragsáætlanir vegna þessa. Alþjóðaflóttamannastofnunin áætlar að allt ð fimm milljónir einstaklinga muni flýja átökin en stofnunin hafði áður áætlað að fjöldinn yrði nær fjórum milljónum. Til viðbótar er talið að 7,1 milljónir óbreyttra borgara séu á flótta innan Úkraínu. Í heildina hafa 1.223 einstaklingar sótt um alþjóðlega vernd hér á Íslandi frá upphafi árs og voru flestir þeirra frá Úkraínu líkt og við var að búast. Þar á eftir komu 254 einstaklingar með tengsl við Venesúela en alls voru umsækjendur frá 33 löndum.
Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira