791 Úkraínumaður komið til landsins og viðbúið að þeim fjölgi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 18. apríl 2022 17:30 Fyrstu flóttamennirnir komu til landsins í lok febrúar. Vísir/Egill Alls hefur 791 úkraínskur flóttamaður komið til Íslands og sótt um vernd frá því innrás Rússa hófst þann 24. febrúar síðastliðinn. Um er að ræða 434 konur, 202 börn og 155 karla. Tæplega 4,9 milljón manns hafa flúið Úkraínu frá því að innrásin hófst. Að því er kemur fram í stöðuskýrslu landamærasviðs ríkislögreglustjóra sóttu 57 um vernd síðastliðna sjö daga, eða að meðaltali átta á dag. Sé það notað sem forspárgildi má gera ráð fyrir að um 228 sæki um vernd á næstu fjórum vikum. Þó sóttu nokkuð fleiri um vernd síðasta sólarhring heldur en dagana þar áður, eða 20 manns. Gætu orðið allt að 2.500 Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna frá Úkraínu, sagði þó í samtali við fréttastofu í gær að viðbúið sé að fleiri muni sækja um vernd eftir páskana. Hann segir fjöldann stefna hraðbyr í þúsund og því gæti þeir orðið allt að 2.500 á næstu vikum. Áður hafi verið gert ráð fyrir 1.500 til 2.000. Flestir þeirra sem sótt hafa um vernd hér á landi eru í úrræðum Útlendingastofnunar en þó nokkrir eru komnir í svokölluð skjól til lengri tíma þar sem þau eru nánast á eigin vegum, þó með aðstoð frá sveitarfélögunum. 7,1 milljónir á vergangi í Úkraínu Af þeim rúmlega 4,9 milljónum sem hafa flúið Úkraínu frá því að innrásin hófst hafa flestir farið til Póllands, eða hátt í 2,8 milljón manns. Gert er ráð fyrir að fjöldi þeirra sem flýja stríðsátökin muni halda áfram að aukast og hafa flest Evrópuríki virkjað sínar viðbragsáætlanir vegna þessa. Alþjóðaflóttamannastofnunin áætlar að allt ð fimm milljónir einstaklinga muni flýja átökin en stofnunin hafði áður áætlað að fjöldinn yrði nær fjórum milljónum. Til viðbótar er talið að 7,1 milljónir óbreyttra borgara séu á flótta innan Úkraínu. Í heildina hafa 1.223 einstaklingar sótt um alþjóðlega vernd hér á Íslandi frá upphafi árs og voru flestir þeirra frá Úkraínu líkt og við var að búast. Þar á eftir komu 254 einstaklingar með tengsl við Venesúela en alls voru umsækjendur frá 33 löndum. Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Sjá meira
Að því er kemur fram í stöðuskýrslu landamærasviðs ríkislögreglustjóra sóttu 57 um vernd síðastliðna sjö daga, eða að meðaltali átta á dag. Sé það notað sem forspárgildi má gera ráð fyrir að um 228 sæki um vernd á næstu fjórum vikum. Þó sóttu nokkuð fleiri um vernd síðasta sólarhring heldur en dagana þar áður, eða 20 manns. Gætu orðið allt að 2.500 Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna frá Úkraínu, sagði þó í samtali við fréttastofu í gær að viðbúið sé að fleiri muni sækja um vernd eftir páskana. Hann segir fjöldann stefna hraðbyr í þúsund og því gæti þeir orðið allt að 2.500 á næstu vikum. Áður hafi verið gert ráð fyrir 1.500 til 2.000. Flestir þeirra sem sótt hafa um vernd hér á landi eru í úrræðum Útlendingastofnunar en þó nokkrir eru komnir í svokölluð skjól til lengri tíma þar sem þau eru nánast á eigin vegum, þó með aðstoð frá sveitarfélögunum. 7,1 milljónir á vergangi í Úkraínu Af þeim rúmlega 4,9 milljónum sem hafa flúið Úkraínu frá því að innrásin hófst hafa flestir farið til Póllands, eða hátt í 2,8 milljón manns. Gert er ráð fyrir að fjöldi þeirra sem flýja stríðsátökin muni halda áfram að aukast og hafa flest Evrópuríki virkjað sínar viðbragsáætlanir vegna þessa. Alþjóðaflóttamannastofnunin áætlar að allt ð fimm milljónir einstaklinga muni flýja átökin en stofnunin hafði áður áætlað að fjöldinn yrði nær fjórum milljónum. Til viðbótar er talið að 7,1 milljónir óbreyttra borgara séu á flótta innan Úkraínu. Í heildina hafa 1.223 einstaklingar sótt um alþjóðlega vernd hér á Íslandi frá upphafi árs og voru flestir þeirra frá Úkraínu líkt og við var að búast. Þar á eftir komu 254 einstaklingar með tengsl við Venesúela en alls voru umsækjendur frá 33 löndum.
Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Sjá meira