791 Úkraínumaður komið til landsins og viðbúið að þeim fjölgi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 18. apríl 2022 17:30 Fyrstu flóttamennirnir komu til landsins í lok febrúar. Vísir/Egill Alls hefur 791 úkraínskur flóttamaður komið til Íslands og sótt um vernd frá því innrás Rússa hófst þann 24. febrúar síðastliðinn. Um er að ræða 434 konur, 202 börn og 155 karla. Tæplega 4,9 milljón manns hafa flúið Úkraínu frá því að innrásin hófst. Að því er kemur fram í stöðuskýrslu landamærasviðs ríkislögreglustjóra sóttu 57 um vernd síðastliðna sjö daga, eða að meðaltali átta á dag. Sé það notað sem forspárgildi má gera ráð fyrir að um 228 sæki um vernd á næstu fjórum vikum. Þó sóttu nokkuð fleiri um vernd síðasta sólarhring heldur en dagana þar áður, eða 20 manns. Gætu orðið allt að 2.500 Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna frá Úkraínu, sagði þó í samtali við fréttastofu í gær að viðbúið sé að fleiri muni sækja um vernd eftir páskana. Hann segir fjöldann stefna hraðbyr í þúsund og því gæti þeir orðið allt að 2.500 á næstu vikum. Áður hafi verið gert ráð fyrir 1.500 til 2.000. Flestir þeirra sem sótt hafa um vernd hér á landi eru í úrræðum Útlendingastofnunar en þó nokkrir eru komnir í svokölluð skjól til lengri tíma þar sem þau eru nánast á eigin vegum, þó með aðstoð frá sveitarfélögunum. 7,1 milljónir á vergangi í Úkraínu Af þeim rúmlega 4,9 milljónum sem hafa flúið Úkraínu frá því að innrásin hófst hafa flestir farið til Póllands, eða hátt í 2,8 milljón manns. Gert er ráð fyrir að fjöldi þeirra sem flýja stríðsátökin muni halda áfram að aukast og hafa flest Evrópuríki virkjað sínar viðbragsáætlanir vegna þessa. Alþjóðaflóttamannastofnunin áætlar að allt ð fimm milljónir einstaklinga muni flýja átökin en stofnunin hafði áður áætlað að fjöldinn yrði nær fjórum milljónum. Til viðbótar er talið að 7,1 milljónir óbreyttra borgara séu á flótta innan Úkraínu. Í heildina hafa 1.223 einstaklingar sótt um alþjóðlega vernd hér á Íslandi frá upphafi árs og voru flestir þeirra frá Úkraínu líkt og við var að búast. Þar á eftir komu 254 einstaklingar með tengsl við Venesúela en alls voru umsækjendur frá 33 löndum. Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Sjá meira
Að því er kemur fram í stöðuskýrslu landamærasviðs ríkislögreglustjóra sóttu 57 um vernd síðastliðna sjö daga, eða að meðaltali átta á dag. Sé það notað sem forspárgildi má gera ráð fyrir að um 228 sæki um vernd á næstu fjórum vikum. Þó sóttu nokkuð fleiri um vernd síðasta sólarhring heldur en dagana þar áður, eða 20 manns. Gætu orðið allt að 2.500 Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna frá Úkraínu, sagði þó í samtali við fréttastofu í gær að viðbúið sé að fleiri muni sækja um vernd eftir páskana. Hann segir fjöldann stefna hraðbyr í þúsund og því gæti þeir orðið allt að 2.500 á næstu vikum. Áður hafi verið gert ráð fyrir 1.500 til 2.000. Flestir þeirra sem sótt hafa um vernd hér á landi eru í úrræðum Útlendingastofnunar en þó nokkrir eru komnir í svokölluð skjól til lengri tíma þar sem þau eru nánast á eigin vegum, þó með aðstoð frá sveitarfélögunum. 7,1 milljónir á vergangi í Úkraínu Af þeim rúmlega 4,9 milljónum sem hafa flúið Úkraínu frá því að innrásin hófst hafa flestir farið til Póllands, eða hátt í 2,8 milljón manns. Gert er ráð fyrir að fjöldi þeirra sem flýja stríðsátökin muni halda áfram að aukast og hafa flest Evrópuríki virkjað sínar viðbragsáætlanir vegna þessa. Alþjóðaflóttamannastofnunin áætlar að allt ð fimm milljónir einstaklinga muni flýja átökin en stofnunin hafði áður áætlað að fjöldinn yrði nær fjórum milljónum. Til viðbótar er talið að 7,1 milljónir óbreyttra borgara séu á flótta innan Úkraínu. Í heildina hafa 1.223 einstaklingar sótt um alþjóðlega vernd hér á Íslandi frá upphafi árs og voru flestir þeirra frá Úkraínu líkt og við var að búast. Þar á eftir komu 254 einstaklingar með tengsl við Venesúela en alls voru umsækjendur frá 33 löndum.
Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Sjá meira