Manchester City biðst afsökunar á hegðun stuðningsmanna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. apríl 2022 11:31 Einhverjum stuðningsmönnum fannst við hæfi að syngja á meðan leikmenn heiðruðu minningu þeirra 97 einstaklinga sem létust í mannskæðasta slysi breskrar íþróttasögu. Shaun Botterill/Getty Images Enska knattspyrnufélagið Manchester City hefur beðist afsökunar á hegðun stuðningsmanna liðsins eftir leik City og Liverpool í undanúrslitum FA-bikarsins í gær. Einhverjir stuðningsmenn liðsins sungu hástöfum á meðan mínútuþögn fyrir leikinn stóð yfir. Fyrir leikinn var gerð mínútuþögn til að minnast þeirra 97 einstaklinga sem fórust í Hillsborough slysinu fyrir 33 árum, þann 15. apríl 1989. Dómari leiksins, Michael Oliver, þurfti hins vegar að rjúfa þögnina áður en mínútan var liðin þar sem að einhverjum stuðningsmönnum Manchester City þótti það við hæfi að syngja hástöfum á meðan þögninni stóð. Manchester City has apologized to Liverpool and condemned supporters who chanted during a minute’s silence to mark the 33rd anniversary of the Hillsborough disaster. https://t.co/I4WgCthBqL— AP Sports (@AP_Sports) April 16, 2022 „Knattspyrnufélagið Manchester City er virkilega vonsvikið út í hegðun nokkurra stuðningsmanna liðsins á meðan þögninni fyrir leikinn stóð,“ sagði talsmaður Englandsmeistaranna. „Félagið biður alla þá sem eru tengdir Liverpool á einhvern hátt innilegrar afsökunar.“ Margir stuðningsmenn Liverpool bauluðu á stuðningsmenn andstæðinganna þegar Michael Oliver þurfti að rjúfa þögnina. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að á stundum sem þessum verði fólk að leggja keppnisskapið til hliðar. „Ég heyrði að City hefði sent frá sér yfirlýsingu sem er gott,“ sagði Klopp. „Það eru augnablik í fótboltanum þar sem öll samkeppni á að vera lögð til hliðar. Ég er viss um að þetta voru ekki allir stuðningsmenn City, en vonandi fengu þeir sem voru að þessu orð í eyra frá þeim sem voru í kringum þá.“ Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, tók í sama streng og kollegi sinn. „Þetta fólk stendur ekki fyrir það sem við erum. Félagið hefur sent frá sér yfirlýsingu sem ég styð algjörlega,“ sagði Spánverjinn. Eins og áður segir fórust 97 stuðningsmenn Liverpool þann 15. apríl 1989. Slysið átti sér stað á Hillsborough-vellinum á undanúrslitaleik FA-bikarsins þar sem Liverpool og Nottingham Forest áttust við. Enn þann dag í dag er þetta mannskæðasta slys breskrar íþróttasögu. Enski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Sjá meira
Fyrir leikinn var gerð mínútuþögn til að minnast þeirra 97 einstaklinga sem fórust í Hillsborough slysinu fyrir 33 árum, þann 15. apríl 1989. Dómari leiksins, Michael Oliver, þurfti hins vegar að rjúfa þögnina áður en mínútan var liðin þar sem að einhverjum stuðningsmönnum Manchester City þótti það við hæfi að syngja hástöfum á meðan þögninni stóð. Manchester City has apologized to Liverpool and condemned supporters who chanted during a minute’s silence to mark the 33rd anniversary of the Hillsborough disaster. https://t.co/I4WgCthBqL— AP Sports (@AP_Sports) April 16, 2022 „Knattspyrnufélagið Manchester City er virkilega vonsvikið út í hegðun nokkurra stuðningsmanna liðsins á meðan þögninni fyrir leikinn stóð,“ sagði talsmaður Englandsmeistaranna. „Félagið biður alla þá sem eru tengdir Liverpool á einhvern hátt innilegrar afsökunar.“ Margir stuðningsmenn Liverpool bauluðu á stuðningsmenn andstæðinganna þegar Michael Oliver þurfti að rjúfa þögnina. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að á stundum sem þessum verði fólk að leggja keppnisskapið til hliðar. „Ég heyrði að City hefði sent frá sér yfirlýsingu sem er gott,“ sagði Klopp. „Það eru augnablik í fótboltanum þar sem öll samkeppni á að vera lögð til hliðar. Ég er viss um að þetta voru ekki allir stuðningsmenn City, en vonandi fengu þeir sem voru að þessu orð í eyra frá þeim sem voru í kringum þá.“ Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, tók í sama streng og kollegi sinn. „Þetta fólk stendur ekki fyrir það sem við erum. Félagið hefur sent frá sér yfirlýsingu sem ég styð algjörlega,“ sagði Spánverjinn. Eins og áður segir fórust 97 stuðningsmenn Liverpool þann 15. apríl 1989. Slysið átti sér stað á Hillsborough-vellinum á undanúrslitaleik FA-bikarsins þar sem Liverpool og Nottingham Forest áttust við. Enn þann dag í dag er þetta mannskæðasta slys breskrar íþróttasögu.
Enski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Sjá meira