Klopp: FA-bikarinn er risastór keppni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. apríl 2022 10:30 Jürgen Klopp er kominn með Liverpool í undanúrslit FA-bikarsins í fyrsta skipti. Andrew Powell/Liverpool FC via Getty Images Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp segir að Liverpool hafi ekki spilað sinn besta leik þegar liðið heimsótti Manchester City í ensku úrvalsdeildinni síðastliðinn sunnudag. Hann segist vona að liðið sýni sínar bestu hliðar þegar liðin mætast í undanúrslitum FA-bikarsins á Wembley í dag. „City-liðið var virkilega sterkt á sunnudaginn á meðan að við spiluðum kannski ekki okkar besta leik. Þannig að ég væri til í að sjá leik þar sem við erum upp á okkar besta,“ sagði Klopp á blaðamannafundi fyrir viðureign Liverpool og City í undanúrslitum FA-bikarsins. „Strákarnir gerðu mikið af góðum hlutum í leiknum, en það vou nokkur atriði og ég veit að við getum spila mun betur.“ Þjóðverjinn hefur mátt þola gagnrýni seinustu ár þar sem hinir ýmsu sérfræðingar segja hann ekki taka FA-bikarinn nægilega alvarlega. Hann segist þó ákveðinn í því að bæta gengi sitt í keppninni og að mótherjar dagsins gefi honum og liðinu auka kraft til að gera allt sem þeir geta til að klára dæmið. „FA-bikarinn er risastór keppni. Hingað til höfum við ekki einu sinni getað komist í undanúrslit þannig að þetta er frumraun okkar í undanúrslitaleik á Wembley. En betra seint en aldrei.“ Eins og áður hefur verið greint frá ganga lestar hvorki frá Liverpool né Manchester til London yfir páskana vegna viðhalds á lestarkerfinu. Klopp segist vona að stuðningsmenn liðanna komist á völlinn og að hægt verði að búa til alvöru stemningu í kringum þennan stórleik. „Nú erum við komnir hingað og það skiptir okkur gríðarlega miklu máli. Ég vona að stuðningsmennirnir komist til London af því að ég held að lestarnar séu stopp. Og ég vona að við fáum þá stemningu sem undanúrslitaleikur á milli Liverpool og Manchester City á skilið,“ sagði Þjóðverjinn að lokum. Undanúrslitaleikur Liverpool og Manchester City verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 14:20, en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 14:00. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
„City-liðið var virkilega sterkt á sunnudaginn á meðan að við spiluðum kannski ekki okkar besta leik. Þannig að ég væri til í að sjá leik þar sem við erum upp á okkar besta,“ sagði Klopp á blaðamannafundi fyrir viðureign Liverpool og City í undanúrslitum FA-bikarsins. „Strákarnir gerðu mikið af góðum hlutum í leiknum, en það vou nokkur atriði og ég veit að við getum spila mun betur.“ Þjóðverjinn hefur mátt þola gagnrýni seinustu ár þar sem hinir ýmsu sérfræðingar segja hann ekki taka FA-bikarinn nægilega alvarlega. Hann segist þó ákveðinn í því að bæta gengi sitt í keppninni og að mótherjar dagsins gefi honum og liðinu auka kraft til að gera allt sem þeir geta til að klára dæmið. „FA-bikarinn er risastór keppni. Hingað til höfum við ekki einu sinni getað komist í undanúrslit þannig að þetta er frumraun okkar í undanúrslitaleik á Wembley. En betra seint en aldrei.“ Eins og áður hefur verið greint frá ganga lestar hvorki frá Liverpool né Manchester til London yfir páskana vegna viðhalds á lestarkerfinu. Klopp segist vona að stuðningsmenn liðanna komist á völlinn og að hægt verði að búa til alvöru stemningu í kringum þennan stórleik. „Nú erum við komnir hingað og það skiptir okkur gríðarlega miklu máli. Ég vona að stuðningsmennirnir komist til London af því að ég held að lestarnar séu stopp. Og ég vona að við fáum þá stemningu sem undanúrslitaleikur á milli Liverpool og Manchester City á skilið,“ sagði Þjóðverjinn að lokum. Undanúrslitaleikur Liverpool og Manchester City verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 14:20, en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 14:00. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enski boltinn Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira