Meðlimir LÓNs kalla sig sveitapabba í útlegð í úthverfunum en hljómsveitin samanstendur af þjóðþekktu tónlistarmönnunum Valdimari Guðmundssyni, Ásgeiri Aðalsteinssyni og Ómari Guðjónssyni. Þeir fara hér nýjar leiðir en með þessu verkefni vildu þeir láta reyna á rólegri hljóðheim.
Fyrsta plata LÓNs að mestu tekin upp í bústað við Þingvallavatn í miðjum heimsfaraldri. Að sögn meðlima hafði einangrunin frá umheiminum og nándin sem skapaðist milli hljómsveitarmeðlima mikil áhrif á það hvernig platan hljómar. Útkoman var hljóðheimur sem vitnar í bandaríska americana, folk og singer/songwriter stemningu í anda Nick Drake og Bon Iver.
Hér má hlusta á nýja lagið á Spotify: