Furðar sig á að kennitölur hafi verið birtar Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 14. apríl 2022 15:35 Landskjörstjórn segir birtinguna í samræmi við lög og reglugerð um kosningar. Getty Landskjörstjórn hyggst birta kennitölur allra frambjóðenda til sveitarstjórnarkosninga opinberlega. Umboðsmaður Garðabæjarlistans setur spurningamerki við birtinguna og hefur sent erindi á Persónuvernd. Samkvæmt nýrri reglugerð um framboð og meðmæli við sveitarstjórnarkosningar ber að birta kennitölur frambjóðenda í formlegri auglýsingu. Reglugerðin er í samræmi við hin nýju kosningalög en þar kemur beinlínis fram að birta beri kennitölur frambjóðenda. Kristján Sveinbjörnsson umboðsmaður Garðabæjarlistans furðar sig á birtingunni: „Þetta klagar svo sem ekki upp á mig og ég hef svo sem ekki heyrt neinn frambjóðanda kvarta. En ég man ekki betur en að menn teldu kennitöluna vera svolítið heilaga þó að þú getir flett þeim upp í heimabanka og svoleiðis. Og ég man ekki betur en það væri óheimilt að dreifa kennitölum,“ segir Kristján. Landskjörstjórn segir ákvæðið skýrt Hann segist þó ekki geta fullyrt að birting kennitalna sé óheimil en hefur sent erindi á landskjörstjórn og Persónuvernd til að skera úr um lögmæti birtingarinnar. Lögfræðingur hjá landskjörstjórn segir ákvæðið skýrt. Samkvæmt því beri augljóslega að birta kennitölur frambjóðenda en Persónuvernd hefur ekki svarað spurningum Kristjáns. „Menn segja kannski að þetta sé svo það fari ekki á milli mála að Jón Jónsson eldri sé í framboði en ekki Jón Jónsson yngri. En þá hefði verið nóg að skrifa bara ártal eða fæðingaraldur – eða birta í versta falli þessar sex tölur þar sem maður sér afmælið – en það er enginn tilgangur að birta þessar seinni tölur,“ segir Kristján. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Persónuvernd Garðabær Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Samkvæmt nýrri reglugerð um framboð og meðmæli við sveitarstjórnarkosningar ber að birta kennitölur frambjóðenda í formlegri auglýsingu. Reglugerðin er í samræmi við hin nýju kosningalög en þar kemur beinlínis fram að birta beri kennitölur frambjóðenda. Kristján Sveinbjörnsson umboðsmaður Garðabæjarlistans furðar sig á birtingunni: „Þetta klagar svo sem ekki upp á mig og ég hef svo sem ekki heyrt neinn frambjóðanda kvarta. En ég man ekki betur en að menn teldu kennitöluna vera svolítið heilaga þó að þú getir flett þeim upp í heimabanka og svoleiðis. Og ég man ekki betur en það væri óheimilt að dreifa kennitölum,“ segir Kristján. Landskjörstjórn segir ákvæðið skýrt Hann segist þó ekki geta fullyrt að birting kennitalna sé óheimil en hefur sent erindi á landskjörstjórn og Persónuvernd til að skera úr um lögmæti birtingarinnar. Lögfræðingur hjá landskjörstjórn segir ákvæðið skýrt. Samkvæmt því beri augljóslega að birta kennitölur frambjóðenda en Persónuvernd hefur ekki svarað spurningum Kristjáns. „Menn segja kannski að þetta sé svo það fari ekki á milli mála að Jón Jónsson eldri sé í framboði en ekki Jón Jónsson yngri. En þá hefði verið nóg að skrifa bara ártal eða fæðingaraldur – eða birta í versta falli þessar sex tölur þar sem maður sér afmælið – en það er enginn tilgangur að birta þessar seinni tölur,“ segir Kristján.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Persónuvernd Garðabær Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira