Fagnar því að Lilja standi með sannfæringu sinni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. apríl 2022 14:39 Ásthildur Lóa Þórsdóttir hefur barist gegn sölu á Íslandsbanka í fleiri ár. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, varaformaður þingflokks Flokks fólksins fagnar því að Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra standi með sannfæringu sinni og segi hug sinn opinberlega varðandi Íslandsbankamálið. Ásthildur kallar eftir afsögn fjármálaráðherra. Í Morgunblaðinu í gær sagðist Lilja hafa komið þeirri skoðun sinni á framfæri í ráðherranefnd að henni hugnaðist ekki sú leið sem stefnt var að í útboðinu. Sagði hún að það væri ekki aðeins Bankasýslan sem bæri ábyrgð heldur þeir stjórnmálamenn sem tóku ákvarðanir. Ásthildur segir að það hafi verið óvænt að heyra Lilju tala opinskátt um sinn hug gagnvart Íslandsbankamálinu og að það sé jákvætt. „Við hljótum náttúrulega að fagna því að ráðherrar stigi fram með þessum hætti að opinberi sína sannfæringu. Ég hefði viljað að hún hefði stigið fram í aðdraganda sölunnar en betra er seint en aldrei. Það að stjórnmálamenn standi með sannfæringu sinni, þó að það kunni að valda titringi og erfiðleikum, hljótum við að telja jákvætt.“ Hún kveðst sammála Lilju um að Íslandsbankamálið hafi verið algerlega fyrirsjáanlegt. Ásthildur segist þó ekki vita hvort henni finnist það fyrirsjáanlegt af sömu ástæðum og Lilja. „Hjá mér er ástæðan sú að ég bara veit eftir baráttu undanfarinna ára að allt kerfið spilar með fjármálakerfinu alla leið þannig að þess vegna kemur þessi spilling sem þarna kristallast ekkert á óvart.“ Ásthildur Lóa starfaði þétt með fólki sem fór illa út úr hruninu í starfi sínu sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Hún segir Íslandsbankamálið ýfa upp gömul sár. „Að horfa þarna á útrásarvíkinganna boðna velkomna. Það voru fimmtán þúsund fjölskyldur sem misstu heimili sín, að minnsta kosti, og það hefur aldrei verið gert upp. Það átti að sópa því undir teppið. Svo eru bara menn boðnir velkomnir til baka með peningana sem þeir náðu út úr bönkunum á sínum tíma, sem er kannski að mörgu leyti grunnurinn að þeirra auðæfum í dag. Þeir eru komnir aftur til að endurtaka leikinn.“ Hún segir fréttir af fyrirkomulagi útboðsins vera eins og blaut tuska í andlit þeirra sem misstu heimili sín og að fjármálaráðherra þurfi að axla ábyrgð. „Mér finnst að Bjarni ætti að segja af sér. Ég hins vegar efast um að það gerist því það virðist ekkert loða við Bjarna, alveg sama hvað gerist.“ Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Flokkur fólksins Tengdar fréttir Telur alvarlega krísu á stjórnarheimilinu Fjármálaeftirlitið hefur tekið söluna á Íslandsbanka til skoðunnar. Viðskiptaráðherra segir óeiningu hafa verið í ríkisstjórn um framkvæmdina en það var hvergi fært til bókar að sögn forsætisráðherra. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir krísuástand í ríkistjórn. 11. apríl 2022 22:30 Viðskiptaráðherra segist hafa gagnrýnt áform í nefnd með forsætis- og fjármálaráðherrum Viðskiptaráðherra segist ekki vera undrandi á þeirri gagnrýni sem salan á Íslandsbanka hefur hlotið síðustu daga. Ábyrgðin hjóti að liggja hjá stjórnmálamönnum sem tóku ákvörðun í málinu. Varaformaður efnahags-og viðskiptanefndar segir að framkvæmd útboðsins hafi verið allt önnur en Bankasýslan kynnti fyrir nefndinni. Framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða segir mikilvægt að kanna hvort salan hafi farið fram á eðlilegan máta. 11. apríl 2022 13:14 Einn höfunda Rannsóknarskýrslu Alþingis vill að fjármálaráðherra víki Einn höfunda Rannsóknarskýrslu Alþingis um fjármálahrunið telur að fjármálaráðherra þurfi að víkja vegna útboða á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Of mikill afsláttur hafi verið gefinn bæði í fyrra og nú og þá hafi komið fram of miklir vankantar til að honum sé treystandi. 8. apríl 2022 18:31 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Sjá meira
Í Morgunblaðinu í gær sagðist Lilja hafa komið þeirri skoðun sinni á framfæri í ráðherranefnd að henni hugnaðist ekki sú leið sem stefnt var að í útboðinu. Sagði hún að það væri ekki aðeins Bankasýslan sem bæri ábyrgð heldur þeir stjórnmálamenn sem tóku ákvarðanir. Ásthildur segir að það hafi verið óvænt að heyra Lilju tala opinskátt um sinn hug gagnvart Íslandsbankamálinu og að það sé jákvætt. „Við hljótum náttúrulega að fagna því að ráðherrar stigi fram með þessum hætti að opinberi sína sannfæringu. Ég hefði viljað að hún hefði stigið fram í aðdraganda sölunnar en betra er seint en aldrei. Það að stjórnmálamenn standi með sannfæringu sinni, þó að það kunni að valda titringi og erfiðleikum, hljótum við að telja jákvætt.“ Hún kveðst sammála Lilju um að Íslandsbankamálið hafi verið algerlega fyrirsjáanlegt. Ásthildur segist þó ekki vita hvort henni finnist það fyrirsjáanlegt af sömu ástæðum og Lilja. „Hjá mér er ástæðan sú að ég bara veit eftir baráttu undanfarinna ára að allt kerfið spilar með fjármálakerfinu alla leið þannig að þess vegna kemur þessi spilling sem þarna kristallast ekkert á óvart.“ Ásthildur Lóa starfaði þétt með fólki sem fór illa út úr hruninu í starfi sínu sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Hún segir Íslandsbankamálið ýfa upp gömul sár. „Að horfa þarna á útrásarvíkinganna boðna velkomna. Það voru fimmtán þúsund fjölskyldur sem misstu heimili sín, að minnsta kosti, og það hefur aldrei verið gert upp. Það átti að sópa því undir teppið. Svo eru bara menn boðnir velkomnir til baka með peningana sem þeir náðu út úr bönkunum á sínum tíma, sem er kannski að mörgu leyti grunnurinn að þeirra auðæfum í dag. Þeir eru komnir aftur til að endurtaka leikinn.“ Hún segir fréttir af fyrirkomulagi útboðsins vera eins og blaut tuska í andlit þeirra sem misstu heimili sín og að fjármálaráðherra þurfi að axla ábyrgð. „Mér finnst að Bjarni ætti að segja af sér. Ég hins vegar efast um að það gerist því það virðist ekkert loða við Bjarna, alveg sama hvað gerist.“
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Flokkur fólksins Tengdar fréttir Telur alvarlega krísu á stjórnarheimilinu Fjármálaeftirlitið hefur tekið söluna á Íslandsbanka til skoðunnar. Viðskiptaráðherra segir óeiningu hafa verið í ríkisstjórn um framkvæmdina en það var hvergi fært til bókar að sögn forsætisráðherra. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir krísuástand í ríkistjórn. 11. apríl 2022 22:30 Viðskiptaráðherra segist hafa gagnrýnt áform í nefnd með forsætis- og fjármálaráðherrum Viðskiptaráðherra segist ekki vera undrandi á þeirri gagnrýni sem salan á Íslandsbanka hefur hlotið síðustu daga. Ábyrgðin hjóti að liggja hjá stjórnmálamönnum sem tóku ákvörðun í málinu. Varaformaður efnahags-og viðskiptanefndar segir að framkvæmd útboðsins hafi verið allt önnur en Bankasýslan kynnti fyrir nefndinni. Framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða segir mikilvægt að kanna hvort salan hafi farið fram á eðlilegan máta. 11. apríl 2022 13:14 Einn höfunda Rannsóknarskýrslu Alþingis vill að fjármálaráðherra víki Einn höfunda Rannsóknarskýrslu Alþingis um fjármálahrunið telur að fjármálaráðherra þurfi að víkja vegna útboða á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Of mikill afsláttur hafi verið gefinn bæði í fyrra og nú og þá hafi komið fram of miklir vankantar til að honum sé treystandi. 8. apríl 2022 18:31 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Sjá meira
Telur alvarlega krísu á stjórnarheimilinu Fjármálaeftirlitið hefur tekið söluna á Íslandsbanka til skoðunnar. Viðskiptaráðherra segir óeiningu hafa verið í ríkisstjórn um framkvæmdina en það var hvergi fært til bókar að sögn forsætisráðherra. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir krísuástand í ríkistjórn. 11. apríl 2022 22:30
Viðskiptaráðherra segist hafa gagnrýnt áform í nefnd með forsætis- og fjármálaráðherrum Viðskiptaráðherra segist ekki vera undrandi á þeirri gagnrýni sem salan á Íslandsbanka hefur hlotið síðustu daga. Ábyrgðin hjóti að liggja hjá stjórnmálamönnum sem tóku ákvörðun í málinu. Varaformaður efnahags-og viðskiptanefndar segir að framkvæmd útboðsins hafi verið allt önnur en Bankasýslan kynnti fyrir nefndinni. Framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða segir mikilvægt að kanna hvort salan hafi farið fram á eðlilegan máta. 11. apríl 2022 13:14
Einn höfunda Rannsóknarskýrslu Alþingis vill að fjármálaráðherra víki Einn höfunda Rannsóknarskýrslu Alþingis um fjármálahrunið telur að fjármálaráðherra þurfi að víkja vegna útboða á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Of mikill afsláttur hafi verið gefinn bæði í fyrra og nú og þá hafi komið fram of miklir vankantar til að honum sé treystandi. 8. apríl 2022 18:31