Aldrei fleiri sótt um hæli Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. apríl 2022 12:03 Flóttafólk hefur streymt frá Úkraínu frá því stríðið braust út og hafa margir leitað hingað. Rauði krossinn Ríflega ellefu hundruð manns hafa sótt um hæli Íslandi það sem af er ári en aldrei hafa fleiri sótt um hæli hér á landi. Af þeim sem sótt hafa um eru sjö hundruð þrjátíu og fimm frá Úkraínu. Frá því stríðið í Úkraínu braust út hefur fjöldi flóttamanna þaðan komið hingað til lands. „Á þessu ári hafa ellefu hundruð fjörutíu og fjórir sótt um hæli hér á landi en þar af eru sjö hundruð þrjátíu og fimm sem að koma frá Úkraínu. Það hefur verið svona aðeins að hægast á umsóknum undanfarna daga sem gæti hugsanlega haft eitthvað með það að gera að flugfargjöld þau hækka nú oft í kringum páskana þótt ég viti það nú ekki nákvæmlega hvort að það eigi við í þessu tilfelli,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna frá Úkraínu. Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna, frá Úkraínu segir um hundrað og tíu flóttamenn frá Úkraínu sækja um hæli hér á landi í hverri viku. Vísir/Vilhelm „Það er alveg ljóst að þessar tölur sem við vorum svona að miða við í upphafi, þetta yrðu kannski þúsund fimmtán hundruð manns, það mun alveg örugglega fara yfir það. Miðað við það að við erum að fá þetta hundrað og tíu sirka á viku og komnir með þennan fjölda nú þegar að þá munum við fara yfir þúsund manna markið frá Úkraínu svona einhvern tímann eftir páskana en það hafa aldrei jafn margir sótt um hæli eins og það sem af er þessu ári.“ Gylfi segir að framan af hafi konur verið stór hluti þeirra sem komið hafi frá Úkraínu. „Við erum aftur á móti að taka eftir þeirri breytingu núna að nú virðist vera svolítið um það að amma og afi séu að koma þá með börnin með sér. Mæðurnar hafa kannski verið svona sendar til þess að kanna aðstæður. Nú séu afi og amma að koma með börnin með. Þetta er nú kannski ekkert óeðlilegt að fjölskyldurnar vilji svona átta sig á því hvað er í boði áður en þau þvæla börnunum á milli landa. Þau hafa verið búin að koma þeim fyrir í Póllandi sem dæmi en nú bara er allt að fyllast þar og orðið mjög erfitt að fá gistipláss þar.“ Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Úkraína Hælisleitendur Tengdar fréttir Allt að 170 flóttamenn borða saman á hverju kvöldi í Guðrúnartúni Samtökin Flottafólk, sem stofnuð voru til að bjóða flóttafólki frá Úkraínu kvöldmat og samkomuaðstöðu, taka á móti allt að 170 manns á hverju kvöldi í mat. Forsvarsmaður verkefnisins segir augljóst að fólkið þurfi á miðstöðinni að halda til að ræða málin. 5. apríl 2022 22:01 Ný móttökumiðstöð fyrir flóttafólk var opnuð í Reykjavík Ný móttökumiðstöð fyrir flóttafólk hefur opnað í Reykjavík þar sem Domus Medica var áður til húsa. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra segir mikilvægt að flóttafólkið geti leitað allrar nauðsynlegrar þjónustu á einum stað. 4. apríl 2022 19:58 Gistirými fyrir allt að 1.815 flóttamenn frá Úkraínu Fjölmenningarsetur áætlar að búið sé að bjóða fram gistirými fyrir allt að 1.815 flóttamenn frá Úkraínu. Um er að ræða gróft mat sem tekur til að mynda ekki mið af hvort tveggja manna hótelherbergi verði fullnýtt í tilvikum þar sem flóttafólk er eitt á ferð. Bæði hefur almenningur boðið fram íbúðir og herbergi í sinni eigu og stjórnvöld samið um nýtingu stærra húsnæðis, á borð við hótel og Bifröst. 30. mars 2022 15:35 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Frá því stríðið í Úkraínu braust út hefur fjöldi flóttamanna þaðan komið hingað til lands. „Á þessu ári hafa ellefu hundruð fjörutíu og fjórir sótt um hæli hér á landi en þar af eru sjö hundruð þrjátíu og fimm sem að koma frá Úkraínu. Það hefur verið svona aðeins að hægast á umsóknum undanfarna daga sem gæti hugsanlega haft eitthvað með það að gera að flugfargjöld þau hækka nú oft í kringum páskana þótt ég viti það nú ekki nákvæmlega hvort að það eigi við í þessu tilfelli,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna frá Úkraínu. Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna, frá Úkraínu segir um hundrað og tíu flóttamenn frá Úkraínu sækja um hæli hér á landi í hverri viku. Vísir/Vilhelm „Það er alveg ljóst að þessar tölur sem við vorum svona að miða við í upphafi, þetta yrðu kannski þúsund fimmtán hundruð manns, það mun alveg örugglega fara yfir það. Miðað við það að við erum að fá þetta hundrað og tíu sirka á viku og komnir með þennan fjölda nú þegar að þá munum við fara yfir þúsund manna markið frá Úkraínu svona einhvern tímann eftir páskana en það hafa aldrei jafn margir sótt um hæli eins og það sem af er þessu ári.“ Gylfi segir að framan af hafi konur verið stór hluti þeirra sem komið hafi frá Úkraínu. „Við erum aftur á móti að taka eftir þeirri breytingu núna að nú virðist vera svolítið um það að amma og afi séu að koma þá með börnin með sér. Mæðurnar hafa kannski verið svona sendar til þess að kanna aðstæður. Nú séu afi og amma að koma með börnin með. Þetta er nú kannski ekkert óeðlilegt að fjölskyldurnar vilji svona átta sig á því hvað er í boði áður en þau þvæla börnunum á milli landa. Þau hafa verið búin að koma þeim fyrir í Póllandi sem dæmi en nú bara er allt að fyllast þar og orðið mjög erfitt að fá gistipláss þar.“
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Úkraína Hælisleitendur Tengdar fréttir Allt að 170 flóttamenn borða saman á hverju kvöldi í Guðrúnartúni Samtökin Flottafólk, sem stofnuð voru til að bjóða flóttafólki frá Úkraínu kvöldmat og samkomuaðstöðu, taka á móti allt að 170 manns á hverju kvöldi í mat. Forsvarsmaður verkefnisins segir augljóst að fólkið þurfi á miðstöðinni að halda til að ræða málin. 5. apríl 2022 22:01 Ný móttökumiðstöð fyrir flóttafólk var opnuð í Reykjavík Ný móttökumiðstöð fyrir flóttafólk hefur opnað í Reykjavík þar sem Domus Medica var áður til húsa. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra segir mikilvægt að flóttafólkið geti leitað allrar nauðsynlegrar þjónustu á einum stað. 4. apríl 2022 19:58 Gistirými fyrir allt að 1.815 flóttamenn frá Úkraínu Fjölmenningarsetur áætlar að búið sé að bjóða fram gistirými fyrir allt að 1.815 flóttamenn frá Úkraínu. Um er að ræða gróft mat sem tekur til að mynda ekki mið af hvort tveggja manna hótelherbergi verði fullnýtt í tilvikum þar sem flóttafólk er eitt á ferð. Bæði hefur almenningur boðið fram íbúðir og herbergi í sinni eigu og stjórnvöld samið um nýtingu stærra húsnæðis, á borð við hótel og Bifröst. 30. mars 2022 15:35 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Allt að 170 flóttamenn borða saman á hverju kvöldi í Guðrúnartúni Samtökin Flottafólk, sem stofnuð voru til að bjóða flóttafólki frá Úkraínu kvöldmat og samkomuaðstöðu, taka á móti allt að 170 manns á hverju kvöldi í mat. Forsvarsmaður verkefnisins segir augljóst að fólkið þurfi á miðstöðinni að halda til að ræða málin. 5. apríl 2022 22:01
Ný móttökumiðstöð fyrir flóttafólk var opnuð í Reykjavík Ný móttökumiðstöð fyrir flóttafólk hefur opnað í Reykjavík þar sem Domus Medica var áður til húsa. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra segir mikilvægt að flóttafólkið geti leitað allrar nauðsynlegrar þjónustu á einum stað. 4. apríl 2022 19:58
Gistirými fyrir allt að 1.815 flóttamenn frá Úkraínu Fjölmenningarsetur áætlar að búið sé að bjóða fram gistirými fyrir allt að 1.815 flóttamenn frá Úkraínu. Um er að ræða gróft mat sem tekur til að mynda ekki mið af hvort tveggja manna hótelherbergi verði fullnýtt í tilvikum þar sem flóttafólk er eitt á ferð. Bæði hefur almenningur boðið fram íbúðir og herbergi í sinni eigu og stjórnvöld samið um nýtingu stærra húsnæðis, á borð við hótel og Bifröst. 30. mars 2022 15:35