Aldrei fleiri sótt um hæli Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. apríl 2022 12:03 Flóttafólk hefur streymt frá Úkraínu frá því stríðið braust út og hafa margir leitað hingað. Rauði krossinn Ríflega ellefu hundruð manns hafa sótt um hæli Íslandi það sem af er ári en aldrei hafa fleiri sótt um hæli hér á landi. Af þeim sem sótt hafa um eru sjö hundruð þrjátíu og fimm frá Úkraínu. Frá því stríðið í Úkraínu braust út hefur fjöldi flóttamanna þaðan komið hingað til lands. „Á þessu ári hafa ellefu hundruð fjörutíu og fjórir sótt um hæli hér á landi en þar af eru sjö hundruð þrjátíu og fimm sem að koma frá Úkraínu. Það hefur verið svona aðeins að hægast á umsóknum undanfarna daga sem gæti hugsanlega haft eitthvað með það að gera að flugfargjöld þau hækka nú oft í kringum páskana þótt ég viti það nú ekki nákvæmlega hvort að það eigi við í þessu tilfelli,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna frá Úkraínu. Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna, frá Úkraínu segir um hundrað og tíu flóttamenn frá Úkraínu sækja um hæli hér á landi í hverri viku. Vísir/Vilhelm „Það er alveg ljóst að þessar tölur sem við vorum svona að miða við í upphafi, þetta yrðu kannski þúsund fimmtán hundruð manns, það mun alveg örugglega fara yfir það. Miðað við það að við erum að fá þetta hundrað og tíu sirka á viku og komnir með þennan fjölda nú þegar að þá munum við fara yfir þúsund manna markið frá Úkraínu svona einhvern tímann eftir páskana en það hafa aldrei jafn margir sótt um hæli eins og það sem af er þessu ári.“ Gylfi segir að framan af hafi konur verið stór hluti þeirra sem komið hafi frá Úkraínu. „Við erum aftur á móti að taka eftir þeirri breytingu núna að nú virðist vera svolítið um það að amma og afi séu að koma þá með börnin með sér. Mæðurnar hafa kannski verið svona sendar til þess að kanna aðstæður. Nú séu afi og amma að koma með börnin með. Þetta er nú kannski ekkert óeðlilegt að fjölskyldurnar vilji svona átta sig á því hvað er í boði áður en þau þvæla börnunum á milli landa. Þau hafa verið búin að koma þeim fyrir í Póllandi sem dæmi en nú bara er allt að fyllast þar og orðið mjög erfitt að fá gistipláss þar.“ Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Úkraína Hælisleitendur Tengdar fréttir Allt að 170 flóttamenn borða saman á hverju kvöldi í Guðrúnartúni Samtökin Flottafólk, sem stofnuð voru til að bjóða flóttafólki frá Úkraínu kvöldmat og samkomuaðstöðu, taka á móti allt að 170 manns á hverju kvöldi í mat. Forsvarsmaður verkefnisins segir augljóst að fólkið þurfi á miðstöðinni að halda til að ræða málin. 5. apríl 2022 22:01 Ný móttökumiðstöð fyrir flóttafólk var opnuð í Reykjavík Ný móttökumiðstöð fyrir flóttafólk hefur opnað í Reykjavík þar sem Domus Medica var áður til húsa. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra segir mikilvægt að flóttafólkið geti leitað allrar nauðsynlegrar þjónustu á einum stað. 4. apríl 2022 19:58 Gistirými fyrir allt að 1.815 flóttamenn frá Úkraínu Fjölmenningarsetur áætlar að búið sé að bjóða fram gistirými fyrir allt að 1.815 flóttamenn frá Úkraínu. Um er að ræða gróft mat sem tekur til að mynda ekki mið af hvort tveggja manna hótelherbergi verði fullnýtt í tilvikum þar sem flóttafólk er eitt á ferð. Bæði hefur almenningur boðið fram íbúðir og herbergi í sinni eigu og stjórnvöld samið um nýtingu stærra húsnæðis, á borð við hótel og Bifröst. 30. mars 2022 15:35 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira
Frá því stríðið í Úkraínu braust út hefur fjöldi flóttamanna þaðan komið hingað til lands. „Á þessu ári hafa ellefu hundruð fjörutíu og fjórir sótt um hæli hér á landi en þar af eru sjö hundruð þrjátíu og fimm sem að koma frá Úkraínu. Það hefur verið svona aðeins að hægast á umsóknum undanfarna daga sem gæti hugsanlega haft eitthvað með það að gera að flugfargjöld þau hækka nú oft í kringum páskana þótt ég viti það nú ekki nákvæmlega hvort að það eigi við í þessu tilfelli,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna frá Úkraínu. Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna, frá Úkraínu segir um hundrað og tíu flóttamenn frá Úkraínu sækja um hæli hér á landi í hverri viku. Vísir/Vilhelm „Það er alveg ljóst að þessar tölur sem við vorum svona að miða við í upphafi, þetta yrðu kannski þúsund fimmtán hundruð manns, það mun alveg örugglega fara yfir það. Miðað við það að við erum að fá þetta hundrað og tíu sirka á viku og komnir með þennan fjölda nú þegar að þá munum við fara yfir þúsund manna markið frá Úkraínu svona einhvern tímann eftir páskana en það hafa aldrei jafn margir sótt um hæli eins og það sem af er þessu ári.“ Gylfi segir að framan af hafi konur verið stór hluti þeirra sem komið hafi frá Úkraínu. „Við erum aftur á móti að taka eftir þeirri breytingu núna að nú virðist vera svolítið um það að amma og afi séu að koma þá með börnin með sér. Mæðurnar hafa kannski verið svona sendar til þess að kanna aðstæður. Nú séu afi og amma að koma með börnin með. Þetta er nú kannski ekkert óeðlilegt að fjölskyldurnar vilji svona átta sig á því hvað er í boði áður en þau þvæla börnunum á milli landa. Þau hafa verið búin að koma þeim fyrir í Póllandi sem dæmi en nú bara er allt að fyllast þar og orðið mjög erfitt að fá gistipláss þar.“
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Úkraína Hælisleitendur Tengdar fréttir Allt að 170 flóttamenn borða saman á hverju kvöldi í Guðrúnartúni Samtökin Flottafólk, sem stofnuð voru til að bjóða flóttafólki frá Úkraínu kvöldmat og samkomuaðstöðu, taka á móti allt að 170 manns á hverju kvöldi í mat. Forsvarsmaður verkefnisins segir augljóst að fólkið þurfi á miðstöðinni að halda til að ræða málin. 5. apríl 2022 22:01 Ný móttökumiðstöð fyrir flóttafólk var opnuð í Reykjavík Ný móttökumiðstöð fyrir flóttafólk hefur opnað í Reykjavík þar sem Domus Medica var áður til húsa. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra segir mikilvægt að flóttafólkið geti leitað allrar nauðsynlegrar þjónustu á einum stað. 4. apríl 2022 19:58 Gistirými fyrir allt að 1.815 flóttamenn frá Úkraínu Fjölmenningarsetur áætlar að búið sé að bjóða fram gistirými fyrir allt að 1.815 flóttamenn frá Úkraínu. Um er að ræða gróft mat sem tekur til að mynda ekki mið af hvort tveggja manna hótelherbergi verði fullnýtt í tilvikum þar sem flóttafólk er eitt á ferð. Bæði hefur almenningur boðið fram íbúðir og herbergi í sinni eigu og stjórnvöld samið um nýtingu stærra húsnæðis, á borð við hótel og Bifröst. 30. mars 2022 15:35 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira
Allt að 170 flóttamenn borða saman á hverju kvöldi í Guðrúnartúni Samtökin Flottafólk, sem stofnuð voru til að bjóða flóttafólki frá Úkraínu kvöldmat og samkomuaðstöðu, taka á móti allt að 170 manns á hverju kvöldi í mat. Forsvarsmaður verkefnisins segir augljóst að fólkið þurfi á miðstöðinni að halda til að ræða málin. 5. apríl 2022 22:01
Ný móttökumiðstöð fyrir flóttafólk var opnuð í Reykjavík Ný móttökumiðstöð fyrir flóttafólk hefur opnað í Reykjavík þar sem Domus Medica var áður til húsa. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra segir mikilvægt að flóttafólkið geti leitað allrar nauðsynlegrar þjónustu á einum stað. 4. apríl 2022 19:58
Gistirými fyrir allt að 1.815 flóttamenn frá Úkraínu Fjölmenningarsetur áætlar að búið sé að bjóða fram gistirými fyrir allt að 1.815 flóttamenn frá Úkraínu. Um er að ræða gróft mat sem tekur til að mynda ekki mið af hvort tveggja manna hótelherbergi verði fullnýtt í tilvikum þar sem flóttafólk er eitt á ferð. Bæði hefur almenningur boðið fram íbúðir og herbergi í sinni eigu og stjórnvöld samið um nýtingu stærra húsnæðis, á borð við hótel og Bifröst. 30. mars 2022 15:35