Fótbolti

Kolbeinn Sigþórsson íhugar að hætta í fótbolta

Atli Arason skrifar
Kolbeinn Sigþórsson í landsleik gegn Tyrklandi i undankeppni EM 2020.
Kolbeinn Sigþórsson í landsleik gegn Tyrklandi i undankeppni EM 2020. VÍSIR/GETTY

Framherjinn Kolbeinn Sigþórsson er hugsamlega að hætta í fótbolta samkvæmt umboðsmanni hans, Fredrik Risp. Kolbeinn hefur nú þegar hafnað tilboðum frá nokkrum félagsliðum.

„Hann átti erfitt síðasta haust, íslenska landsliðið var hvatning hans fyrir því að spila áfram með félagsliði. Þannig hann er ekki alveg viss hvað hann á að gera með framtíðina sína, hvort hann ætti að spila áfram eða finna sér vinnu við eitthvað annað,“ sagði umboðsmaðurinn við sænska fjölmiðilinn Fotbollskanalen

Kolbeinn lék síðast með IFK Gautaborg og spilaði 17 leiki fyrir félagið. Kolbeinn hefur ekki spilað fótbolta síðan í ágúst eftir að hann var ásakaður um ofbeldisbrot.

„Hann hefur misst metnaðinn fyrir fótboltanum. Kolbeinn hefur fengið tilboð frá sænskum félagsliðum og frá félögum út í heimi en hann hefur ekki verið tilbúinn að stökkva á neitt. Hann hefur ekki ákveðið hvort hann ætlar að hætta en því lengur sem líður frá því að hann spilar því erfiðara verður að fara aftur út á völlinn, jafnvel þótt að hann haldi sér við á Íslandi,“ sagði Fredrik Risp, umboðsmaður Kolbeins.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×