Innviðaráðherra kærður fyrir brot á siðareglum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. apríl 2022 14:20 Forsætisnefnd Alþingis hefur borist kæra vegna framferðis innviðaráðherra. Vísir/Viilhelm Kæra fyrir brot á siðareglum hefur verið lögð fram til forsætisnefndar vegna ummæla sem Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lét falla á Búnaðarþingi. Birgir Ármannsson, formaður forsætisnefndar, staðfestir í samtali við fréttastofu RÚV að forsætisnefnd hafi borist kæra vegna framgöngu Sigurðar. Umrædd kæra tengist ummælum sem Sigurður lét falla í garð Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, í gleðskap í tengslum við Búnaðarþing. Fréttastofa hefur ekki náð í Birgi vegna málsins en Oddný G. Harðardóttir 1. varaforseti segir í samtali við fréttastofu að kæran hafi verið send til baka vegna formgalla. Ekki liggi fyrir á þessari stundu hvort búið sé að leiðrétta hann en að því búnu verði forsætisnefnd kölluð saman þar sem farið verður yfir hæfi nefndarmanna og erindið tekið til afgreiðslu. Hún segir að vafi gæti verið uppi um hæfi einhverra nefndarmanna sem hafi þegar tjáð sig opinberlega um málið. Sigurður hefur ekki fengist til þess að segja opinberlega hver ummælin voru. Hann hefur sjálfur kallað ummælin „óviðurkvæmileg“ en Vigdís hefur sagt að þau afar særandi og að duldir fordómar séu gríðarlegt samfélagsmein sem grasseri á öllum stigum samfélagsins. Heimildir fréttastofu herma að Sigurður hafi talað um Vigdísi sem „þá svörtu“. Fréttastofa ræddi við Björn Leví Gunnarsson, þingmann Pírata og nefndarmann í forsætisnefnd, fyrir tæpri viku en hann fór vel yfir mögulegt framhald málsins ef til kæru myndi koma. Sjá nánar: Vettvangur siðareglnanna nær út fyrir þingið Hver sem er getur kært þingmann til siðanefndar Alþingis og þarf viðkomandi ekki að vera aðili máls. Fréttastofu er ekki kunnugt um hver það er sem hefur kært innviðaráðherra fyrir brot á siðareglum. Fyrir helgi áttu Vigdís og Sigurður fund ásamt stjórn Bændasamtakanna en Vigdís greindi frá því í stöðuuppfærslu á Facebook að hún hefði meðtekið afsökunarbeiðni frá innviðaráðherra. Uppfært: Kærandi hefur leiðrétt formgalla á kærunni og forsætisnefnd tekið á móti henni að nýju. Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Alþingi Tengdar fréttir „Ef það er einu sinni of mikið sagt, þá á ekki að endurtaka það“ Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir að til standi að biðja Vigdísi Häsler, formann Bændasamtakanna, afsökunar. Hann hafi gert það opinberlega en ekki gert það persónulega. Þau munu hittast á morgun. 7. apríl 2022 19:10 Formaður Framsóknar vankaður eftir svall á Búnaðarþingi Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hefur hingað til verið talinn einhver traustasti stjórnmálamaður landsins. Með báða fætur fast á jörðu. En um nótt á Búnaðarþingi á dögunum felldi hann grímu geðfelldninnar með umdeildum ummælum og stendur eftir vankaður pólitískt. 6. apríl 2022 13:00 Segist hafa látið ummælin falla í pirringi eftir mikla skemmtun Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir ummæli sín um Vigdísi Häsler framkvæmdastjóra Bændasamtakanna hafa fallið eftir mikinn gleðskap og í pirringi. Sigurður Ingi tjáði sig í fyrsta sinn um málið við fjölmiðla í kvöldfréttum RÚV eftir að hafa komið sér undan fréttamönnum eftir ríkisstjórnarfund í dag. 5. apríl 2022 21:34 „Vettvangur siðareglnanna nær út fyrir þingið“ Ummælin sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra lét falla í garð Vigdísar Häsler framkvæmdastjóra Bandasamtakanna hafa vakið hörð viðbrögð bæði hjá þingheimi og á samfélagsmiðlum. 5. apríl 2022 13:36 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Birgir Ármannsson, formaður forsætisnefndar, staðfestir í samtali við fréttastofu RÚV að forsætisnefnd hafi borist kæra vegna framgöngu Sigurðar. Umrædd kæra tengist ummælum sem Sigurður lét falla í garð Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, í gleðskap í tengslum við Búnaðarþing. Fréttastofa hefur ekki náð í Birgi vegna málsins en Oddný G. Harðardóttir 1. varaforseti segir í samtali við fréttastofu að kæran hafi verið send til baka vegna formgalla. Ekki liggi fyrir á þessari stundu hvort búið sé að leiðrétta hann en að því búnu verði forsætisnefnd kölluð saman þar sem farið verður yfir hæfi nefndarmanna og erindið tekið til afgreiðslu. Hún segir að vafi gæti verið uppi um hæfi einhverra nefndarmanna sem hafi þegar tjáð sig opinberlega um málið. Sigurður hefur ekki fengist til þess að segja opinberlega hver ummælin voru. Hann hefur sjálfur kallað ummælin „óviðurkvæmileg“ en Vigdís hefur sagt að þau afar særandi og að duldir fordómar séu gríðarlegt samfélagsmein sem grasseri á öllum stigum samfélagsins. Heimildir fréttastofu herma að Sigurður hafi talað um Vigdísi sem „þá svörtu“. Fréttastofa ræddi við Björn Leví Gunnarsson, þingmann Pírata og nefndarmann í forsætisnefnd, fyrir tæpri viku en hann fór vel yfir mögulegt framhald málsins ef til kæru myndi koma. Sjá nánar: Vettvangur siðareglnanna nær út fyrir þingið Hver sem er getur kært þingmann til siðanefndar Alþingis og þarf viðkomandi ekki að vera aðili máls. Fréttastofu er ekki kunnugt um hver það er sem hefur kært innviðaráðherra fyrir brot á siðareglum. Fyrir helgi áttu Vigdís og Sigurður fund ásamt stjórn Bændasamtakanna en Vigdís greindi frá því í stöðuuppfærslu á Facebook að hún hefði meðtekið afsökunarbeiðni frá innviðaráðherra. Uppfært: Kærandi hefur leiðrétt formgalla á kærunni og forsætisnefnd tekið á móti henni að nýju.
Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Alþingi Tengdar fréttir „Ef það er einu sinni of mikið sagt, þá á ekki að endurtaka það“ Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir að til standi að biðja Vigdísi Häsler, formann Bændasamtakanna, afsökunar. Hann hafi gert það opinberlega en ekki gert það persónulega. Þau munu hittast á morgun. 7. apríl 2022 19:10 Formaður Framsóknar vankaður eftir svall á Búnaðarþingi Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hefur hingað til verið talinn einhver traustasti stjórnmálamaður landsins. Með báða fætur fast á jörðu. En um nótt á Búnaðarþingi á dögunum felldi hann grímu geðfelldninnar með umdeildum ummælum og stendur eftir vankaður pólitískt. 6. apríl 2022 13:00 Segist hafa látið ummælin falla í pirringi eftir mikla skemmtun Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir ummæli sín um Vigdísi Häsler framkvæmdastjóra Bændasamtakanna hafa fallið eftir mikinn gleðskap og í pirringi. Sigurður Ingi tjáði sig í fyrsta sinn um málið við fjölmiðla í kvöldfréttum RÚV eftir að hafa komið sér undan fréttamönnum eftir ríkisstjórnarfund í dag. 5. apríl 2022 21:34 „Vettvangur siðareglnanna nær út fyrir þingið“ Ummælin sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra lét falla í garð Vigdísar Häsler framkvæmdastjóra Bandasamtakanna hafa vakið hörð viðbrögð bæði hjá þingheimi og á samfélagsmiðlum. 5. apríl 2022 13:36 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
„Ef það er einu sinni of mikið sagt, þá á ekki að endurtaka það“ Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir að til standi að biðja Vigdísi Häsler, formann Bændasamtakanna, afsökunar. Hann hafi gert það opinberlega en ekki gert það persónulega. Þau munu hittast á morgun. 7. apríl 2022 19:10
Formaður Framsóknar vankaður eftir svall á Búnaðarþingi Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hefur hingað til verið talinn einhver traustasti stjórnmálamaður landsins. Með báða fætur fast á jörðu. En um nótt á Búnaðarþingi á dögunum felldi hann grímu geðfelldninnar með umdeildum ummælum og stendur eftir vankaður pólitískt. 6. apríl 2022 13:00
Segist hafa látið ummælin falla í pirringi eftir mikla skemmtun Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir ummæli sín um Vigdísi Häsler framkvæmdastjóra Bændasamtakanna hafa fallið eftir mikinn gleðskap og í pirringi. Sigurður Ingi tjáði sig í fyrsta sinn um málið við fjölmiðla í kvöldfréttum RÚV eftir að hafa komið sér undan fréttamönnum eftir ríkisstjórnarfund í dag. 5. apríl 2022 21:34
„Vettvangur siðareglnanna nær út fyrir þingið“ Ummælin sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra lét falla í garð Vigdísar Häsler framkvæmdastjóra Bandasamtakanna hafa vakið hörð viðbrögð bæði hjá þingheimi og á samfélagsmiðlum. 5. apríl 2022 13:36